Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 14

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 14
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ 14 .. Tafla 6. Hafa áhrif af kynjakvóta verið góð eða slæm? Mjög góð % (n) Góð % (n) Hlutlaus, hafa ekki breytt neinu % (n) Slæm % (n) Mjög slæm % (n) Allir 8,5% (4) 17,0% (8) 66,6% (31) 8,5% (4) - Konur 66,7 (4) 16,7 (1) 16,7% (1) - - Karlar - 19,5% (8) 70,7% (29) 9,8% (4) - Í spurningalistakönnuninni var spurt hvort viðkomandi hefði tekið eftir breytingum á stjórnunar- störfum eftir að lög um lámark 40% karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja tóku gildi. Í langflestum tilvikum var svarið að „nei, engar marktækar breytingar hafa orðið“ eða hjá rúmum 78% svarenda; 88% karla og 50% kvenna. Einn karlkyns svarandi merkti við „já, stjórnarstörfin hafa orðið erfiðari“ og helmingur kvenna og einn karl merkti við „já, ég hef tekið eftir breytingum til batnaðar“. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir hvort þeir teldu að konur hefðu meira að sanna en karlar í stjórnunarstörfum. Niðurstöður spurningalistakönnunarinnar sýndu að fimm af sex konum töldu að konur þyrftu meira að sanna en karlar í stjórnunarstörfum en aðeins fimmtungur karla. Öfugt við niðurstöður spurningalistakönnunarinnar taldi enginn kvenkynsviðmælandi að konur hefðu meira að sanna en karlar og útskýrði ein það þannig að almennt væru ekki teknar inn konur með enga reynslu og hún hefði ekki tekið eftir því að þetta ylli áhyggjum meðal kvenna og aldrei fundið fyrir því sjálf. Annar kvenkyns viðmælandi upplifði hins vegar að það væru gerðar minni kröfur til kvenna og önnur hafði orð á því að konur tækju yfirleitt hlutverki sínu í stjórnum mun alvarlegar en karlar og sagði að: „karlar virðast geta gert þetta með fullri vinnu og bætt endalaust ofan á en konur eru miklu frekar að minnka aðeins starfshlutfall til að geta sinnt hlutunum aðeins með.“ Einn karlkyns viðmælandi tók í svipaðan streng og benti á að það væri gott að hafa konur með í svona stjórnum þar sem þær ættu það til að vera vandvirkari og yfirvegaðri en karlmenn á margan hátt. Karlkyns viðmælendur viðurkenndu að það væri erfiðara fyrir konur að koma inn í stjórn og þær sem kæmu inn vegna kynjakvóta þyrftu að sanna sig meira en karlar. Viðmælendur töldu að lögin um kynjakvóta hefðu lítið breytt hugarfari stjórnarmanna, yfirleitt kæmu karlkyns nöfn fyrst upp í hugann og svo þyrfti að hugsa vel ef ætlunin var að fá einhverjar konur í stjórnina. Viðmælendur voru almennt á því að gott tengslanet skipti máli sem og sýnileiki til þess að komast í stjórn fyrirtækja. Ein kona sagði: Þú verður að þekkja rétta fólkið. Þess vegna er þetta þannig auðvitað líka þegar fólk er orðið sýnilegt í einhverjum stjórnum þá eru meiri líkur á að hringt yrði í þig heldur en einhvern annan. Þetta er ...náttúrulega, það er erfitt að komast inn og þetta er allt bara samblanda af heppni bara og vinnu og réttu tengslunum. Einn benti á að það skipti gríðarlegu máli að vera með gott tengslanet, ekki bara til þess að gera viðkomandi sýnilegan við val í stjórn, heldur gagnaðist það fyrirtækjum og félögum ef viðkomandi væri vel tengdur. Hann sagði: Þetta snýst um að færa félaginu betri aðföng, aðgang að viðskiptum, koma með hugmyndir um mögulega stækkun, innri eða ytri vöxt eða hvað það nú heitir þá held ég að almennt séð þá sé tengslanetið svona á topp tveir þrír yfir það sem er gott að hafa. Einnig ræddu viðmælendur um mikilvægi sýnileikans til að komast í stjórn fyrirtækis og í því sam- hengi að gjarnan væri sama fólkið valið í stjórnir því það væri fólkið sem munað væri eftir. Þetta átti ekki síður við núna eftir að kvótalögin komu til sögunnar. Einn kvenkyns viðmælandi sagði að mörgum stjórnarmönnum dytti hún fyrst í hug af því að hún væri frekar sýnileg og það væri ekki út af bakgrunninum sem hún væri valin heldur vegna þess að þeir hefðu hitt hana áður á þessum vett- vangi. Önnur kona sagði:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.