Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 17

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 17
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir 17 .. stjórn fyrirtækja leiði það til betri frammistöðu. Hins vegar sýnir rannsókn Klein (2017) að aukið hlutfall kvenna hafi ekki sýnileg áhrif á frammistöðu fyrirtækja. Það er þó athyglisvert að þessi rannsókn sýnir að flestir upplifðu það að lögin um kynjakvótann hefðu ekki breytt neinu og mjög litlu hvað stjórnunarstörfin varðar þó einstaka viðmælandi hafi séð jákvæðar breytingar í þá átt að konur tækju stjórnunarstörfin mun alvarlegar en karlar og að konur eigi það til að vera vandvirkari og yfirvegaðri. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að í henni koma fram sjónarmið stjórnenda fyrirtækja í stærsta samfélagi landsins utan höfuðborgarsvæðisins og bætir rannsóknin við þá þekkingu sem liggur fyrir um afstöðu stjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu. Helsti styrkleiki rannsóknarinnar er að notast er við blandað rannsóknarsnið; fyrirliggjandi gögn, spurningalistakönnun og einstaklings- viðtöl. Blandað rannsóknarsnið hentar betur til að fá ítarlegri svör við rannsóknar¬spurningunum en sú nálgun að nota aðeins eina aðferð. Takmörkun rannsóknarinnar felst í því hversu mörg fyrir- tæki á Akureyri eru ekki með skráðan starfsmannafjölda og gefa því niðurstöðurnar hugsanlega ekki nægilega skýra mynd af hlutfalli kvenna í stjórnum þeirra fyrirtækja á Akureyri sem lögin ná yfir. Önnur takmörkun felst í því að framkvæmdastjórar fyrirtækjanna voru beðnir um að senda spurningalista¬könnunina á stjórnarfólk sitt þar sem ekki var hægt að fá upplýsingar um netföng þess og því er ekki vitað fyrir víst hvort allir í stjórnum þessara 56 fyrirtækja hafi fengið könnunina senda. Jafnframt er vert að benda á að mun færri konur tóku þátt í rannsókninni en karlar og því er vægi hverrar konu í heildarsvörum mun meira en vægi hvers karls. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er hversu fá svör fengust við spurningalistakönnuninni, en það takmarkar úrvinnslu gagnanna og þar með frekari túlkun á niðurstöðunum. Ályktun Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri með færri en 50 starfsmenn var í kringum 30% á árunum 2011–2017 en um 26% hjá fyrirtækjum almennt á Ís- landi. Hlutfallið breyttist hins vegar úr 14% árið 2011 í 36% árið 2017 hjá fyrirtækjum á Akureyri sem voru með 50 eða fleiri starfsmenn og almennt á Íslandi fór hlutfallið úr 22% árið 2011 og í 33% árið 2017. Hlutfallsleg hækkun var meiri hjá fyrirtækjum af þessari stærðargráðu á Akureyri en almennt á Íslandi. Fleiri höfðu jákvætt viðhorf til kynjakvótans en neikvætt og sumir töldu hann nauðsynlega aðgerð til að jafna hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og breyta ríkjandi viðhorfum innan samfélagsins. Flestir upplifðu það að kynjakvótinn hefði breytt litlu, bæði hvað varðar stjórn- unarstörfin og hugarfar varðandi val á stjórnunarfólki. Niðurstöðurnar sýna að markmið kynjakvóta- laganna um 40% lágmarkshlutfall kvenna eða karla í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafði ekki náðst árið 2017, hvorki hjá fyrirtækjum á Akureyri né almennt á Íslandi. Þó má álykta út frá niðurstöðunum að kynjakvótalögin hafi samt skilað hlutfallslega fleirum konum í stjórn þar sem hlutfallið hækkaði töluvert miðað við hvert það var áður en lögin voru sett. Enn eru til staðar ósýnilegar hindranir sem hamla því að konur eigi eins greiðan aðgang að stjórnum fyrirtækja og karlar. Því er enn jafn mikilvægt að standa saman og viðhalda jákvæðri umræðu um hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja, efla tengslanet kvenna og breyta viðhorfum í samfélaginu þannig að það mark- mið náist að konur og karlar standi jafnfætis við val í stjórnir. Kynjakvótinn var mikilvægt skref í því að jafna hlut karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja þó ekki hafi allir verið á eitt sáttir um þá aðgerð. Til þess að lögin nái tilætluðum árangri þarf greinilega að ganga enn lengra og setja viðurlög á þær stjórnir sem ekki uppfylla lagaskyldu sína gagnvart kynjasamsetningu stjórnar. Einungis þannig er hægt að nýta mannauð samfélagsins sem best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.