Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 24

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 24
Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum 24 .. Robertson o.fl., 2019). Hugræn byrði er þannig kynjað fyrirbæri líkt og tíminn (Bryson, 2016; Daminger, 2019). Líkt og bent hefur verið á krefst umhyggja bæði skipulags og tilfinninga (Bjørnholt, 2020) sem bætast við hin daglegu verk heimilishaldsins og það álag sem verkstjórninni fylgir getur komið niður á almennri velferð mæðra, ánægju með lífið og lífsgæðum (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einars- dóttir, 2019; Ciciolla og Luthar, 2019; Daminger, 2019), ekki síst þar sem slík vinna fer gjarnan fram hjá öðrum fjölskyldumeðlimum, án þess þó að minnka upplifaða streitu og álag sem henni fylgir (Ciciolla og Luthar, 2019; Craig og Brown, 2017). Í nýlegum rannsóknum á fjölskyldum og verka- skiptingu innan þeirra er sífellt algengara að reynt sé að kortleggja þessa ósýnilegu vinnu og áhrif hennar á stöðu fólks og lífsgæði, enda mikilvægt að gefa þessum þáttum í fjölskyldulífinu gaum í samhengi við stöðu kynjanna á öðrum vettvangi (Ciciolla og Luthar, 2019; Daminger, 2019). Hin kynjaða tilfinningavinna og hugræna byrði tekur talsverðan tíma frá konum, en rannsóknir benda í því samhengi til þess að karlar hafi almennt meiri stjórn á tíma sínum en konur og þær eru líklegri til að gera marga hluti í einu (e. multitask), enda gerðar meiri kröfur til tíma þeirra vegna ólaunaðra starfa innan heimilisins (Bryson, 2016; Bryson og Deery, 2010; Friedman, 2015; Rafnsdóttir og Heijstra, 2013; Sullivan og Gershuny, 2018), bæði sýnilegra og ósýnilegra. Rannsóknir benda jafn- framt til þess að ung börn leiti frekar hjálpar og athygli frá mæðrum en feðrum, og mæður upplifa tíma sinn þar af leiðandi meira brotinn upp og í minni samfellu (Collins, 2020; Collins o.fl., 2020; Sullivan og Gershuny, 2018). Það getur verið mikil áskorun þegar vinna hefur færst inn á heimilið líkt og í Covid-19. Hér er enda um tíma- og orkufreka iðju að ræða en það getur reynst erfitt að draga þessa þætti fram í rannsóknum þar sem þeir eru gjarnan duldir og samofnir annarri og sýni- legri vinnu sem fram fer innan og utan heimilis (Robertson o.fl., 2019). Á krísutímum eins og þeim sem við höfum upplifað á árinu 2020 er mikilvægt að fanga og draga fram félagslegan veruleika fjölskyldufólks, því ætla má að á tímum óvæntra atburða opinberist duldir samfélagslegir strúktúrar og leikreglur. Aðferðir og gögn Þann 28. febrúar 2020 greindist fyrsta kórónuveirutilfellið hér á landi og tveimur vikum síðar boð- uðu stjórnvöld fyrstu aðgerðir samkomutakmarkana þegar lagt var bann við að fleiri en 100 kæmu saman. Þann 16. mars var svo framhalds- og háskólum lokað en starfsemi grunn- og leikskóla var skert til muna. Þann 24. mars voru síðan kynntar enn hertari aðgerðir og auk framhalds- og háskóla var sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, börum og söfnum lokað. Fjöldatakmarkanir voru í versl- unum og á veitingastöðum. Allt íþrótta- og tómstundastarf var lagt af tímabundið og tónlistarkennsla færðist inn á heimilin í gegnum fjarfundabúnað. Samkomutakmarkanir voru nú miðaðar við 20 manns og fólki var gert að halda tveggja metra fjarlægð. Fólk var eindregið hvatt til heimavinnu væri þess kostur. Kapp var lagt á að halda grunn- og leikskólum opnum og var sveitarfélögum gert að út- færa leiðir til þess. Takmarkanir urðu þó óhjákvæmilega miklar á skólastarfinu, sem hafði í för með sér að nemendur voru mikið heima og færðist hluti námsins inn á heimilin meðan á ströngustu sam- komutakmörkunum stóð (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2021). Þetta er veruleikinn sem rann- sóknin fór fram í, en dagbókarfærslur mæðranna voru skrifaðar í fyrstu bylgju faraldursins, nánar tiltekið í mars og apríl 2020. Notast var við rauntímadagbókarskráningar (Bolger o.fl., 2003), þar sem þátttakendur höfðu frjálsar hendur við að skrá upplifanir, reynslu og daglegar athafnir. Þátttakendum var fylgt eftir yfir tveggja vikna tímabil og fengu daglega rafrænt skráningarform þar sem þau voru beðin um að skrá persónulegar hugleiðingar um breytingar á lífi sínu á tímum samkomutakmarkana, verkaskiptingu á heimilinu og annað sem þau vildu deila með rannsakendum á þessu tímabili. Jafnframt voru þau beðin um að merkja við hversu miklum tíma þau vörðu í umönnun barna, aðstoð við heimanám og hin ýmsu heimilisverk. Þannig var rannsóknin sett upp sem blanda af stöðluðum skráningum á tíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.