Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 34

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 34
Íslenska þjóðfélagið 1. tbl. 12. árgangur 2021, 34–50 © höfundar 2021. Tengiliður: Guðmundur Oddsson, goddsson@unak.is Vefbirting 29. apríl 2021. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli Guðmundur Oddsson, dósent við Háskólann á Akureyri Andrew Paul Hill, lektor við Háskólann á Akureyri Útdráttur: Markmið rannsóknarinnar eru að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007, skoða lögregluna í evr- ópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskorunum þeirra og bjargráðum. Notast er við fyrirliggjandi gögn og viðtöl við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Niðurstöðurnar sýna að starfandi lögreglumenn voru 648 árið 2017 og hafði fækkað um 9% frá 2007. Landsmönnum fjölgaði samhliða um 10%. Árið 2018 var Ísland meðal þeirra Evrópulanda sem höfðu hvað fæsta lögreglumenn (185) á hverja 100.000 íbúa. Hvergi fækkaði lögreglumönnum jafn mikið í Evrópu milli 2009 og 2018 og hérlendis (29,1%). Samhliða nær fimm- faldaðist fjöldi erlendra ferðamanna. Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna hafa aukið álag og komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli. Niðurstöður viðtala sýna að helstu áskoranir sem dreif- býlislögreglumenn upplifa eru mannekla, ofurálag, margþætt verkefni, lítil aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs. Helstu bjargráð dreifbýlis- lögreglumanna eru að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvitssemi við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Mikilvægust er góð samskiptahæfni sem byggist á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Félagsauður nærsamfélagsins, sem grundvallast á trausti, samvinnu og óformlegu fé- lagslegu taumhaldi, hjálpar dreifbýlislögreglunni í þessum efnum. Lykilorð: Lögregla – Mannekla – Dreifbýlislöggæsla – Áskoranir – Bjargráð Abstract: This study maps police staffing in Iceland since 2007 from a European comparative perspective and analyses the main challenges and practices of rural police officers using secondary data and interviews with 23 police officers who have worked in rural areas. Iceland had 648 work- ing police officers in 2017, a 9% reduction since 2007. Iceland’s popula- tion increased by 10% during this time period. In 2018, Iceland had among the fewest police officers (185) per 100.000 inhabitants in Europe and experienced Europe’s most significant reduction in the number of police ÍSLENSKA ÞJÓÐFÉLAGIÐ tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.