Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 39

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 39
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill 39 .. færri starfsmenn þurfa að sinna sömu verkefnum og fyrr, sem eykur álag. Aukið álag getur birst í hærri slysatíðni en tilkynntum vinnuslysum lögreglumanna hérlendis fjölgaði frá 2005 til 2015. Síðara árið var tíðni vinnuslysa hér á landi orðin hæst meðal lögreglumanna samanborin við aðrar starfsstéttir (Guðmundur Kjerúlf, 2017). Verkefnum lögreglu, sér í lagi í dreifbýli, hefur hins vegar fjölgað í takt við aukinn ferðamannastraum, sbr. fleiri slys, umferðaróhöpp og leitir að týndu fólki. Mikilvægi dreifbýlislöggæslu hérlendis Dreifbýlislöggæsla skiptir miklu máli fyrir Íslendinga, enda bjuggu 131.730 manns utan höfuðborg- arsvæðisins í upphafi 2020. Íbúum utan höfuðborgarsvæðisins fjölgar stöðugt þó hlutfall þeirra af mannfjölda fari lækkandi því íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hraðar (Hagstofa Íslands, 2020b). Ísland er einnig eitt strjálbýlasta land heims (Sameinuðu þjóðirnar, e.d.). Lögreglan þarf að taka mið af aðstæðum í dreifbýli, s.s. breytilegu landslagi, veðurfari og inn- viðum. Þá er afbrotatíðni víðast lægri í dreifbýli en þéttbýli (Yarwood, 2015). Á Íslandi er afbrota- tíðni hærri á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum lögregluumdæmum (Ríkislögreglustjóri, 2019). Flest hegningarlagabrot á íbúa árið 2018 voru skráð á höfuðborgarsvæðinu (426 brot á 10.000 íbúa) en fæst á Norðurlandi vestra (87). Brotaþolakannanir sýna jafnframt að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að verða þolendur afbrota en íbúar utan þess (Guðbjörg S. Bergsdóttir o.fl., 2019; Jónas Orri Jónasson og Rannveig Þórisdóttir, 2017). Landsbyggðafólk óttast síður afbrot en íbúar höfuð- borgarsvæðisins og telur einnig minni líkur á að það verði fórnarlömb afbrota (Guðbjörg S. Bergs- dóttir o.fl., 2019; Jónas Orri Jónasson og Helgi Gunnlaugsson, 2012). Afbrotatíðni í dreifbýli, líkt og í þéttbýli, er þó meiri en kemur fram í opinberri afbrotatölfræði og brotaþolakönnunum. Mannekla lögreglu torveldar aukinheldur uppljóstran brota auk þess sem rannsóknir sýna að neikvæð fylgni er milli fjölda lögreglumanna og afbrotatíðni (Lim o.fl., 2010). Jafnframt er hætta á að fólk í dreifbýli tilkynni síður afbrot ef það telur að það fái ekki úrlausn sinna mála sökum manneklu lögreglu (Lindström, 2015). Þá þrífst brotastarfsemi oft í skjóli dreifbýlis, en lögreglan þekkir dæmi þess að skipulagðir glæpahópar teygi anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2015; Sigurður Jónasson, 2018). Sum afbrot og atvik sem rata á borð lögreglu eru algengari í dreifbýli en þéttbýli, s.s. veiði- þjófnaður, náttúruspjöll, náttúruhamfarir og slys tengd ferðamönnum. Enn fremur plaga sams konar afbrot dreifbýli og þéttbýli. Þá krefjast flestir þess að dreifbýlislöggæsla jafnist á við það sem best þekkist í þéttbýli. Slíkt er ekki alltaf raunin. Þetta birtist m.a. í hærra hlutfalli upplýstra mála í þétt- býli. Jafnframt er oft erfiðara að ráða menntaða lögreglumenn til starfa í dreifbýli (Ruddell og Jones, 2020). Dreifbýlisumdæmin hérlendis hafa t.d. fengið meira svigrúm til að ráða afleysingalögreglu- menn og héraðslögreglumenn (sem hafa ekki lokið formlegri lögreglumenntun), en hlutfall þeirra er umtalsvert utan höfuðborgarsvæðisins (Þingskjal nr. 1316/2017–2018). Gögn og aðferðir Til að greina hvað dreifbýlislögreglumenn hérlendis upplifa sem helstu áskoranir sínar og bjargráð voru tekin eigindleg og hálfstöðluð viðtöl við 23 einstaklinga (18 karla og 5 konur) með starfs- reynslu í dreifbýli. Viðtölin voru framkvæmd 2019 og 2020 og var hvert 30 til 90 mínútna langt. Flest viðtölin fóru fram augliti til auglitis en sum í gengum fjarfundabúnað. Markvisst úrtak (e. purposive sampling) var notað til að finna viðmælendur en einnig snjóboltaúrtak (e. snowball sam- pling) (Silverman, 2013). Viðmælendurnir störfuðu í fimm af sjö dreifbýlisumdæmum og allir nema tveir höfðu jafnframt reynslu af lögreglustörfum á höfuðborgarsvæðinu. Dreifbýli er, sem fyrr segir, ekki einsleitt (Cordner, 2011). Byggðarlögin sem viðmælendur okkar hafa starfað í spanna frá fámennum sjávarþorpum og strjálbýlum sveitabyggðum til fjölmennari bæja. Þóroddur Bjarnason (2015) hefur undirstrikað að byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.