Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 42

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 42
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli 42 .. góðar fyrirmyndir. Sumir sögðu að þetta birtist t.d. í því að það væru gerðar meiri kröfur til þeirra og annarra fjölskyldumeðlima þar sem viðkomandi tengdust „bæjarlöggunni“. Viðmælendur okkar spegluðu gjarnan líf og starf dreifbýlislögreglumanna við aðstæður lögreglumanna í þéttbýli, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu, sem, að sögn viðmælenda, eru aldrei einir á vakt, fá oftast aðstoð innan nokkurra mínútna, geta sérhæft sig og „varpað vandanum annað“ (Finnur) og horfið inn í mannfjöldann þegar vaktinni sleppir. Sams konar samanburður birtist einnig í frásögnum dreifbýlis- lögreglumanna erlendis. Burtséð frá því hversu nákvæmlega hann endurspeglar raunveruleikann, veitir samanburðurinn mikilvæga innsýn í upplifun og sjálfsmynd dreifbýlislögreglumanna og mis- munandi félagslegt samhengi dreifbýlis og þéttbýlis (Terpstra, 2017). Að nýta félagsauð nærsamfélagsins: Neyðin kennir bljúgum að biðja Dreifbýlislögreglumenn þurfa að 1) sinna ýmsum hlutverkum sem falla ekki beint undir hefðbundin lögreglustörf, 2) leysa margvísleg verkefni, oftast óstuddir og 3) vera hugvitssamir við að nýta sér félagsauð nærsamfélagsins í ljósi manneklu. Nándin er svo mikil í dreifbýli. Ég upplifði mig ekki bara sem löggu heldur sem félagsráðgjafa, prest og sálfræðing. Ég var með svo marga hatta og ég fékk bara borgað fyrir að vera með einn hatt. Fólk var að koma heim til manns og hringja í einkasíma manns og það skipti ekki máli hvað klukkan var. Þetta var gert allan sólarhringinn. Það var bara ekkert einkalíf. Lögreglumenn í Reykja- vík eru ekki að lenda í þessu. . . . Aðrir hafa lent í þessu líka eins og til dæmis læknar og prestar. Ef þú fórst á lífið þá varstu kominn í sálfræðiviðtal og að svara spurningum (Pétur). Ofangreind ummæli fanga gegnumgangandi upplifun viðmælenda: Starf dreifbýlislögreglumanna nær talsvert út fyrir hefðbundið starfssvið lögreglumanns sökum manneklu, mikillar nándar og skorts á félagsþjónustu. Erlendar rannsóknir ber að sama brunni (t.d. Huey og Ricciardelli, 2015). Ýmislegt bendir þó til þess að þörfin fyrir að „bera marga hatta“ sé enn meiri hérlendis þar sem „allir þekkja alla“ og fólk gerir lítinn mannamun í samskiptum. Þótt hið síðarnefnda sé ýkt lýsing á hún hvað best við í dreifbýli, sem einkennist af bindandi félagsauði (e. bonding social capital) eða þétt- riðnum félagslegum tengslum, sterkri samsömun og miklu trausti milli íbúa (Besser, 2009; Þóroddur Bjarnason, 2018). Félagsauðurinn stuðlar að sterku óformlegu félagslegu taumhaldi og fylgispekt við viðmið, sem dregur úr frávikshegðun og þýðir að dreifbýlislögreglumenn þurfa síður að beita formlegum inngripum (Black, 1984; Sampson o.fl., 1997). Starfslýsing dreif- og þéttbýlislögreglumanna er sú sama. Starfsumhverfið er þó ólíkt og lögreglu- menn upplifa störfin sem ólík (Pelfrey, 2007; Terpstra, 2017). „Í Reykjavík ertu ein tönn í tannhjóli en hér [í dreifbýli] ertu allt í öllu. Við erum í mesta lagi tvö á vakt og oft er maður einn. Og ef maður byrjar á einhverju þá þarf maður að klára það“ (Katrín). Þessi ummæli eru dæmi um að dreifbýlis- lögreglumenn eiga við sams konar afbrot og óstýrilæti og í þéttbýli, en tilvikin eru færri. Aðstæður krefjast þess hins vegar að dreifbýlislögreglumenn sinni málum sjálfir, oft frá upphafi til enda, sem er nokkuð sem þéttbýlislögreglumenn gera sjaldnast. Dreifbýlislögreglumenn fá vissulega aðstoð miðlægra tæknideilda, en sökum fjarlægðar er sú aðstoð minni, sérstaklega í smærri málum. Þrátt fyrir að það sé krefjandi að gera „allt“ hjálpar það dreifbýlislögreglumönnum að verða „þúsundþjalasmiðir“. Dreifbýlislögreglumenn læra fljótt að þeir verða sjálfir að takast á við vandann því þeir geta einfaldlega ekki varpað honum annað. Greinilegt er að viðmælendur eru stoltir af fjöl- hæfni sinni og finnst gott, sem dreifbýlislögreglumönnum, að hafa mikið sjálfræði og geta fylgt málum eftir. Erlendar rannsóknir sýna að dreifbýlislögreglumenn eru jafnan ánægðir í starfi og finnst þeir hafa jákvæð áhrif á samfélagið (t.d. Fenwick o.fl., 2012). Viðtölin leiddu það þó fljótt í ljós að það er ekki nóg í dreifbýli að vera fjölhæfur lögreglumaður í ljósi manneklu, ofurálags og skorts á félagsþjónustu. Dreifbýlislögreglumenn þurfa að bæta upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.