Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 44

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 44
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli 44 .. Gallinn við nálægðina er m.a. þau slæmu áhrif sem hún getur haft á einkalíf lögreglumanna (Buttle o.fl., 2010). Það getur t.a.m. dregið dilk á eftir sér að eiga við vini og ættingja sem brjóta af sér. Hins vegar geta dreifbýlislögreglumenn sjaldnast sagt sig frá málum því enginn kemur í þeirra stað. Starfið getur stundum verið erfitt þar sem maður þekkir alla og vinir mínir hafa stundum ekki talað við mig í ár. Þetta hefur svolítið áhrif á einkalífið . . . Maður missir ákveðin mannréttindi við að starfa í lögreglunni . . . Þetta fylgir því að maður starfar í litlu samfélagi. Þú ert almenningseign í rauninni (Óttar). Mikill sýnileiki dreifbýlislögreglumanna hefur einnig áhrif á fjölskyldumeðlimi viðkomandi, sem stundum eru t.d. áreittir vegna tengsla sinna við lögregluna. Algengara er þó að lögreglumönnum sjálfum sé hótað (Ólafur Örn Bragason, 2006). Viðmælendur sögðu að nálægðin gerði lögreglu- starfið flóknara og reyndu að setja mörk, með misgóðum árangri. „Því fámennari sem staðurinn er, því erfiðara er [að halda skýrum mörkum milli vinnu og einka- lífs]. Vinnan er líka öðruvísi því maður býr líka í samfélaginu“ (Anna). Klemma dreifbýlislögreglu- manna felst í því að þeir vilja skila góðu verki en lifa í góðri sátt við samfélagið þess utan. Hættan við nálægðina er þó sú að hún gleypi lögreglumenn, sem búa þegar í hálfgerðu „fiskabúri“ þar sem nærsamfélagið fylgist grannt með þeim (Oliver og Meier, 2004): „En á móti kom að þú þurftir eigin- lega að vinna málin út frá því að þú gætir síðan lifað í sama samfélagi. Þú gast ekki leyft þér að vera að fara fram úr þér á nokkurn hátt eða gera mistök“ (Óttar). Lykilatriði hvað þetta varðar, að mati viðmælenda, er að vera kurteis og fagmannlegur, lesa samfélagið rétt, nálgast aðstæður af mýkt og hugsa til framtíðar. Þetta krefst varkárrar ákvarðanatöku; þess að finna jafnvægi milli strangrar túlk- unar lagabókstafsins og þess hvað er best til langframa. Dæmi: Í stað þess að bregðast alltaf harka- lega við þegar einhver brýtur lög leggja dreifbýlislögreglumenn áherslu á langtímalausnir (Slade, 2012), s.s. aðvara við minniháttar brot og einblína á alvarleg mál. Tilslakanir geta hins vegar komið í bakið á mönnum: Á meðan það var gott að tala við fólk og hafa fólkið með sér, þá mátti aldrei gefa of mikinn slaka því þá misstum við bara virðinguna. Og það var erfið lína að eiga við, hvenær þú ættir að ganga harðar fram og hvenær ekki og auðvitað var það bara alltaf matsatriði (Orri). Viðmælendur nefndu dæmi um lögreglumenn sem voru of stífir eða gáfu of mikinn slaka og liðu fyrir það. Ýmsir fræðimenn undirstrika sérstaklega í þessu samhengi að hörð löggæsla sé óviðeig- andi í dreifbýli og að fólk samþykki ekki slíka nálgun (Wood og Trostle, 1997; Wooff, 2017). Dreif- býlislöggæsla er m.ö.o. jafnvægislist sem byggist fyrst og fremst á árangursríkum samskiptum og gagnkvæmu trausti. Mjúk löggæsla: Góð samskipti eru lykillinn Mannleg samskipti einkenna lögreglustarfið öðru fremur og árangursrík löggæsla veltur einkum á góðri samvinnu og trausti almennings (Skogan, 2005). Traust þýðir hér að almenningur treystir því að lögreglan sé starfi sínu vaxin og hafi góð áform, n.t.t. „að segja að við treystum ykkur þýðir að við trúum því að þið hafið góðar fyrirætlanir gagnvart okkur og að þið séuð hæf til þess að framkvæma það sem við treystum ykkur til að gera“ (Hardin, 2006:17). Þetta er auðvitað öðruvísi [dreifbýlislöggæsla], þú hefur mikið sjálfstæði í því að vinna einn og samskiptin við fólk eru allt öðruvísi og nándin miklu meiri. Ég hef starfað á höfuðborgarsvæðinu, svo ég hef samanburðinn, og samskiptin eru allt öðruvísi. Menn leysa frekar málin [í dreifbýli] með því að tala saman frekar en hitt [með valdbeitingu], eins og er til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.