Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 52

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 52
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi 52 .. ents (age, gender, education, income, labour market position and place of residence) and whether their attitudes could be categorized as assimilation or integration. We ran descriptive statistics and a linear regression analysis of the relationship between socio-demographic variables and integration expectations. Results indicate that both immigrants and locals felt that im- migrants should try to learn Icelandic. Immigrants reported higher levels of expectation for other immigrants compared to locals. Higher age, being male and lower education are factors associated with increased expec- tations of assimilation into Icelandic society. Inconsistent with previous studies, our findings suggest there is little to no relationship between the proportion of immigrants in their communities and Icelandic respondents‘ attitudes towards immigrant integration-assimilation. Keywords: Integration policy – Immigrants– Group-threat – Assimilation Inngangur Síðastliðna tvo áratugi hefur hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda á Íslandi vaxið hratt. Sam- kvæmt mælingum Eurostat (2019) voru að meðaltali um 33,5 innflytjendur á hverja 1000 íbúa á Ís- landi árið 2018. Það hlutfall er það þriðja hæsta í Evrópu á eftir Lúxemborg (40,5) og Möltu (54,6) (Eurostat, 2019). Saga innflytjenda á Íslandi er fremur stutt en að sama skapi er framvindan hröð. Segja má að allt fram undir níunda áratug síðustu aldar hafi íslenskt samfélag verið fremur lokað og einsleitt (Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafsdóttir, 2010) en í kjölfar uppsveiflu í íslensku at- vinnulífi um miðjan 10. áratug síðustu aldar jókst mikið þörfin fyrir vinnuafl (Anna Wojtynska o.fl., 2011) og með tilkomu alþjóðasamninga og inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1994 opnaðist fyrir flæði erlends vinnuafls til Íslands (Utanríkisráðuneytið, 2019). Á þessum tíma tók innflytjendum á Íslandi að fjölga verulega. Fyrir árið 1996 hafði hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjöldanum verið undir 2%. Árið 2012 var sú tala komin upp í 8% og svo upp í 13% árið 2018 (Hagstofa Íslands, 2018). Sambærilega þróun mátti einnig greina hjá hinum Norðurlöndunum eftir stækkun ESB árið 2004. Átti það bæði við um fólk sem leitaði vinnu til skamms tíma og þá sem vildu setjast þar að. Sú þróun var einna mest áberandi í Noregi og á Íslandi (Dølvik og Eldring, 2008). Í upphafi árs 2018 voru 43.736 innflytjendur á Íslandi (Hagstofa Íslands, 2018). Umræða um áhrif þessarar þróunar á íslenskt samfélag hefur aukist undanfarin ár. Hagstofa Íslands skilgreinir innflytjanda sem einstakling sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báðar ömmur (Hagstofa Íslands, 2018). Árið 2007 setti íslenska ríkið fyrst fram stefnu um aðlögun innflytjenda á Íslandi. Hún átti að tryggja öllum íbúum landsins jöfn tækifæri til að verða virkir þátttakendur samfélagsins (Félagsmálaráðu- neytið, 2007). Í stefnunni var ekki skilgreint til hlítar hvað felst í orðinu aðlögun. Í tillögu að nýrri útgáfu af stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum (Þingskjal nr. 305/2018–2019) er hugtakið aðlögun heldur ekki skilgreint sérstaklega. Þó er talað um að rauði þráðurinn í umræðunni um aðlögun inn- flytjenda sé ávallt sá að: „viðhorf heimafólks ráði úrslitum, mikilvægt sé að fram fari uppbyggileg samfélagsumræða sem leidd er af stjórnvöldum og hnitmiðaðir og vel skilgreindir langtímaferlar séu virkir“ (Þingskjal nr. 305/2018–2019). Hér skilgreinum við aðlögun sem ferlið þegar heimamenn og innflytjendur lagast hvorir að öðrum. Spurningar vakna um hvaða áhrif fjölgun innflytjenda hefur á íslenskt samfélag. Hverjar eru væntingar og viðhorf Íslendinga til þessara nýju íbúa landsins og hverjar eru hugmyndir innflytjenda um aðlögun að íslensku samfélagi? Með greiningu á gögnum úr rannsókninni „Samfélög án að- greiningar?“ er í þessari grein leitast við að svara þeirri spurningu með samanburði á viðhorfum Ís- lendinga og innflytjenda til aðlögunar að íslensku samfélagi. Í fyrsta hluta greinarinnar er fjallað um fræðilega sýn á menningarlega aðlögun, samþættingarstefnu, samlögunarstefnu og hópógnarkenn- inguna. Síðan er gerð grein fyrir fyrri rannsóknum á efninu sem þýðingu hafa fyrir þessa rannsókn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.