Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 54

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 54
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi 54 .. sen, 2016). Samlögunarstefnan getur því þróast í átt til aðskilnaðar og jafnvel valdið togstreitu og átökum á milli innflytjenda og móttökusamfélagsins (de Haas o.fl, 2020). Berry (1997) telur að ekki sé unnt að koma á samþættingarstefnu í samfélögum þar sem ekki er víðtækt samþykki fyrir gildum menningarlegs fjölbreytileika. Molina og Rodríguez-García (2018) segja að margt bendi til þess að í móttökusamfélagi þar sem ekki er fyrir einhugur um samþætt- ingarstefnu geti samfélagsleg áföll á borð við efnahagskreppu, óeirðir eða hryðjuverk gert sam- félagið andhverft samþættingarstefnunni (Molina og Rodríguez-García, 2018). Það er í samræmi við hugmyndir Bourhis og fleiri (1997) sem telja að ef ekki sé samræmi á milli hugmynda móttöku- samfélagsins og innflytjenda um það hvernig aðlögunni sé háttað geti skapast vandamál og jafnvel ágreiningur á milli hópa. De Haas og fleiri (2020) telja að slíkt ástand sé kjörfarvegur fyrir po- púlisma og kynþáttafordóma, þar sem auðvelt sé að kenna minnihlutahópum um allt sem miður fer. Kenningunni um hópógnun (Hjerm, 2009) (e. group threat theory), sem lýsir upplifun meirihlutans þegar honum finnst stafa ógn af nýjum samfélagshópi vegna ótta við samkeppni um takmörkuð gæði og mögulega pólitíska þátttöku minnihlutans, var ætlað að skýra slík átök. Rannsóknir á viðhorfum til innflytjenda Vöxtur hefur verið í rannsóknum á innflytjendamálum á Íslandi undanfarin ár. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum hafa beinst að upplifun innflytjenda sjálfra (Kjartan Ólafsson og Markus Meckl, 2013; Stéphanie Barillé og Markus Meckl, 2016), hinu menningarlega sjónarhorni á fordóma á Íslandi (Kristín Loftsdóttir, 2013) og viðhorfum atvinnurekenda til innflytjenda á ís- lenskum vinnumarkaði (Anna Wojtynska o.fl., 2011; Kristín Loftsdóttir o.fl., 2016). Niðurstöður rannsóknar Evu Heiðu Önnudóttur frá árinu 2009 um viðhorf Íslendinga til innflytjenda bentu til þess að Íslendingar teldu að innflytjendur ættu að taka upp siði og hefðir þess lands sem þeir flytja til. Jafnframt að afstaða Íslendinga til innflytjenda hafi orðið neikvæðari eftir því sem innflytjendum hefur fjölgað. Ekki kom fram munur á viðhorfum fólks eftir aldri í þessu tilliti (Eva Heiða Önnudótt- ir, 2009). Niðurstöður Þórodds Bjarnasonar og fleiri (2019) úr rannsókn á tengslum búsetuflutninga á norðanverðu Íslandi og viðhorfa til innflytjenda bentu til þess að þeir sem tilheyra aldurshópnum 67 ára og eldri væru almennt umburðarlyndari í garð innflytjenda en þeir sem væru yngri. Þá bentu niðurstöður þeirrar rannsóknar einnig til þess að þeir Norðlendingar sem flust höfðu búferlum á æv- inni væru umburðarlyndari gagnvart innflytjendum heldur en þeir sem höfðu alltaf búið á sama stað. Erlendar rannsóknir eru ríkulegri á þessu sviði (de Haas o.fl., 2020). Í rannsókn Kosic, Mannetti og Sam frá 2006 kemur fram að þeir sem hafa neikvæð viðhorf í garð innflytjenda kjósi fremur sam- lögunarstefnu en samþættingarstefnu. Niðurstöður rannsókna benda einnig til þess að aldur tengist viðhorfum fólks í garð innflytjenda. Þannig benda niðurstöður Bridges og Mateut (2014) til þess að þeir sem eldri eru hafi neikvæðari viðhorf í garð innflytjenda. Rannsóknir benda jafnframt til þess að konur séu heldur meira samþættingarlega þenkjandi en karlar (Bridges og Mateut, 2014; Þór- oddur Bjarnason o.fl., 2019). Fjölmargar rannsóknir sýna að fólk með hærri menntun er jákvæðara í garð innflytjenda (Easterbrook o.fl., 2016) og síður hlynnt samlögunarstefnu (Callens o.fl., 2019; Verkuyten, 2009). Í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (Scipioni o.fl., 2020) segir að hlutfallslegur fjöldi innflytjenda á tilteknum svæðum spái ekki fyrir um neikvæð viðhorf gagnvart innflytjendum eða líkur á að fólk kjósi stjórnmálaflokka sem tala fyrir ströngum reglum gagnvart innflutningi fólks. Efnahagslegir og lýðfræðilegir þættir á borð við háan aldur, litla menntun og lágar tekjur og að búa í fámenni og þar sem byggðin er dreifð geri það aftur á móti. Samkvæmt þessu þarf ekki að gera ráð fyrir að hlutfall innflytjenda af íbúafjölda tengist viðhorfum en það er áhugavert rannsóknarefni hvort hlutfallsleg fjölgun innflytjenda gerir það. Aftur á móti má gera ráð fyrir að fámenni, dreifbýli og lágar tekjur tengist því að fólk aðhyllist samlögunarstefnu. Þær rannsóknir sem bera saman viðhorf heimamanna og innflytjenda sýna oftast einhvern mun á viðhorfum þessara hópa (Callens o.fl., 2019). Í þeim rannsóknum hafa heimamenn nánast undantekn- ingalaust verið hlynntari samlögunarstefnu heldur en innflytjendur (Callens o.fl., 2019). Hugsanlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.