Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 58
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi
58 ..
tölur VIF (e. variation inflation factor). Mælitölugildi yfir 10 á VIF og þolmarkatala undir 0,2 þykir
benda til þess að samfylgni milli frumbreyta sé of mikil (Field, 2015). Ólíklegt er að svo sé í þessari
rannsókn, þar sem VIF mælitölugildin náðu í engum tilfella 10 og þolmörk voru í öllum tilfellum
yfir 0,2. Telja höfundar því að gögnin uppfylli skilyrði línulegrar aðhvarfsgreiningar.
Niðurstöður
Í þessari rannsókn var unnið sérstaklega með svör 3395 Íslendinga. Í fyrstu þremur dálkum töflu 1
kemur fram hvernig þátttakendur skiptust á breytur rannsóknarinnar hvað varðar fjölda og hlutfall.
Karlar voru 1654 (49%) og konur 1741 (51%) (tafla 1). Rúmlega helmingur þátttakenda var á aldr-
inum 41–66 ára (54%) og fæstir á aldrinum 18–25 ára eða 6%. Þegar menntun þátttakenda er skoðuð
kemur í ljós að flestir hafa lokið háskólanámi eða um 38% og fæstir segja að stúdentspróf sé þeirra
hæsta prófgráða eða um 16%.
Tafla 1. Væntingar Íslendinga til aðlögunar innflytjenda eftir bakgrunnsþáttum
Hópur Fjöldi % Meðaltal ÖB 95% Prófgildi p-gildi
Allir þátttakendur 3395 100 7,9 7,8 - 8,0
Kyn
Karlar 1654 49 *8,2 8,0 - 8,3 5,2¹ < 0,001
Konur 1741 51 7,7 7,6 - 7,8
Aldur
18-25 ára 204 6 6,6 6,3 - 6,9 123,8² < 0,001
26-40 ára 748 22 6,9 6,7 - 7,1
41-66 ára 1844 54 *8,0 7,9 - 8,1
67-80 ára 599 18 *9,3 9,1 - 9,5
Mánaðartekjur (fyrir skatt)
Undir 200 þ. ISK. 159 6 *7,8 7,4 - 8,3 14,7² < 0,001
200-399 þ. ISK. 811 29 8,5 8,3 - 8,7
400-599 þ. ISK. 771 27 7,5 7,4 - 7,7
600-899 þ. ISK. 710 25 7,6 7,4 - 7,8
900-1.199 þ. ISK. 241 9 7,5 7,2 - 7,9
1.200 þ. ISK eða hærri 124 4 7,4 6,9 - 7,9
Menntun (Hæsta prófgráða)
Grunnskólapróf 659 22 *8,6 8,4 - 8,8 64,3² < 0,001
Iðnnám 700 24 *8,5 8,3 - 8,7
Stúdentspróf 454 16 *7,5 7,3 - 7,8
Háskólanám 1117 38 7,2 7,0 - 7,3
Atvinnustaða
Er ekki í vinnu 777 23 *8,8 8,6 - 9,0 42,0² < 0,001
Hlutastarf 536 16 7,5 7,3 - 7,8
Fæðingarorlof 29 1 7,2 6,5 - 7,9
Fullt starf 2033 60 7,7 7,6 - 7,8
Hefur viðkomandi búið erlendis?
Já 1124 33 *7,3 7,1 - 7,5 9,5¹ < 0,001
Nei 2271 67 8,2 8,1 - 8,3
¹ t-próf tveggja óháðra úrtaka; ² einhliða dreifigreining