Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 59
Ómar Hjalti Sölvason, Þorlákur Axel Jónsson og Markus Hermann Meckl
59 ..
Af þeim sem gáfu upp áætlaðar mánaðartekjur sögðust flestir vera með 200–399 þúsund krónur á
mánuði eða um 29%. Fæstir eða um 4% sögðust hins vegar vera með 1.200 þúsund krónur á mánuði
eða meira. Rúmlega 60% voru í fullu starfi á meðan langfæstir sögðust vera í fæðingarorlofi eða um
tæpt 1%. Athyglisvert er að 23% þátttakenda skilgreina sig ekki í vinnu. Útskýringin liggur í því
að ekki var sérstaklega spurt að því í könnuninni hvort viðkomandi væri á eftirlaunum eða hættur
að vinna vegna aldurs. Af 599 þátttakendum á eftirlaunaaldrinum 67–80 ára sögðust 76% ekki vera
í vinnu. Um þriðjungur svarenda sagðist hafa búið um einhvern tíma erlendis. Á móti sögðust um
67% þátttakenda aldrei hafa búið erlendis.
Eins og sjá má í töflu 2 var unnið með svör 2141 þátttakanda í könnuninni á meðal innflytjenda.
Af þeim tilgreindu 717 að þeir væru karlar (34%) en 1424 konur (66%) (tafla 2). Það hlutfall nær
ekki að endurspegla kynjahlutfall innflytjenda á Íslandi, því samkvæmt tölum Hagstofu Íslands yfir
innflytjendur eru karlar í meirihluta (Hagstofa Íslands, 2019a). Aldursskipting þátttakenda hjá inn-
flytjendum var nokkuð í takt við tölur Hagstofu Íslands frá árinu 2019 sem sýna svipaða aldurs-
skiptingu hjá innflytjendum á Íslandi.
Tafla 2. Hugmyndir innflytjenda um aðlögun að íslensku samfélagi eftir bakgrunnsþáttum
Hópur Fjöldi % Meðaltal ÖB 95% Prófgildi p-gildi
Allir þátttakendur 2149 100 7,9 7,8 - 8,0
Kyn
Karlar 717 33 *8,2* 8,0 - 8,3 3,9¹ < 0,001
Konur 1424 67 7,7 7,6 - 7,9
Aldur
18-25 ára 268 13 7,9 7,6 - 8,2 7,5² < 0,001
26-40 ára 1258 59 7,7 7,5 - 7,8
41-66 ára 601 28 *8,2* 8,1 - 8,4
67-80 ára 10 < 1 *8,8* 6,9 - 10,7
Mánaðartekjur (fyrir skatt)
Undir 200 þ. ISK. 212 10 *8,1* 7,7 - 8,5 1,3² 0,266
200-399 þ. ISK. 1003 48 7,9 7,7 - 8,0
400-599 þ. ISK. 618 29 7,9 7,7 - 8,1
600-899 þ. ISK. 219 10 7,8 7,5 - 8,2
900-1.199 þ. ISK. 30 2 7,0 6,1 - 7,9
1.200 þ. ISK eða hærri 19 1 7,3 5,8 - 8,8
Menntun (Hæsta prófgráða)
Grunnskólapróf 83 4 *8,6* 8,0 - 9,1 9,2² < 0,001
Iðnnám 249 12 *8,4* 8,1 - 8,7
Stúdentspróf 660 32 *8,0* 7,8 - 8,2
Háskólanám 1046 52 7,7 7,5 - 7,8
Atvinnustaða
Er ekki í vinnu 221 10 *8,1* 7,7 - 8,4 0,5² 0,633
Hlutastarf 277 13 7,8 7,5 - 8,1
Fæðingarorlof 56 3 7,7 7,1 - 8,4
Fullt starf 1579 74 7,9 7,8 - 8,0
Hversu lengi hyggst þú búa á Íslandi?
Til lengri tíma 868 42 *8,2* 8,1 - 8,4 7,4¹ < 0,001
Til skemmri tíma 1182 58 7,4 7,3 - 7,6
¹ t-próf tveggja óháðra úrtaka; ² einhliða dreifigreining