Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 67
Ómar Hjalti Sölvason, Þorlákur Axel Jónsson og Markus Hermann Meckl
67 ..
Auk frumbreytanna aldurs, kyns, tekna og atvinnustöðu vildu rannsakendur einnig kanna í aðhvarfs-
greiningunni hvort búsetuáform hefðu tengsl við viðhorf þátttakenda. Í fyrra líkaninu voru tengslin
könnuð út frá frumbreytunum aldur, kyn og menntun. Í seinna líkaninu var stjórnað fyrir tekjum, at-
vinnustöðu og svo búsetuáformum á Íslandi. Ekki var unnt að gera sambærilega athugun á mun eftir
sveitarfélögum og hjá Íslendingum þar sem ekki var nægjanlegur fjöldi svara af öllum svæðunum.
Niðurstöðurnar má skoða hér að neðan í töflu 4.
Tafla 4. Línuleg aðhvarfsgreining á aðlögunarhugmyndum innflytjenda að íslensku
samfélagi
Líkan 1 Líkan 2
b β b β
Fasti 7,55* 7,71*
Aldur 18-25 ára “+ +* “+ + “+ + “+ +
26-40 ára “-0,12* -0,03 “-0,26* -0,05
41-66 ára 0,44* 0,08 0,20* 0,04
67-80 ára “0,73* 0,02 “0,57* 0,15
Kyn Konur “+ +* “+ + “+ + “+ +
Karlar “0,39* 0,08 “0,53* 0,10
Menntun Grunnskólapróf “0,99* 0,08 “0,76* 0,06
Iðnnám “0,45* 0,06 “0,29* 0,04
Stúdentspróf “0,24* 0,05 “0,14* 0,03
Háskólanám “+ +* “+ + “+ + “+ +
Tekjur Mánaðartekjur “-0,15* -0,06
Atvinna Er ekki í vinnu “0,01* 0,01
Er í hlutastarfi “-0,19* -0,03
Er í fæðingarorlofi “-0,11* -0,01
Er í fullri vinnu “+ + “+ +
Búsetuáform á Íslandi Til lengri tíma “0,74* 0,15
Til skemmri tíma “+ + “+ +
“* = p < 0.05
“+ + = Viðmiðunarflokkur
Líkan 1: R2 = .027 Líkan 2: R2 = .047
Niðurstöður aðhvarfsgreiningar í líkani 1 í töflu 4. sýndu að tölfræðilega marktæk tengsl (m.v. 95%
vissu) voru á milli viðhorfa innflytjenda og bakgrunnsþáttanna kyns, aldurs og menntunar. Í líkani 2
kom fram að mánaðartekjur og búsetuáform höfðu einnig slík tengsl. Atvinnustaða hafði í hvorugu
líkaninu tölfræðilega marktæk tengsl (sjá töflu 4) við útkomubreytuna. Lægri tekjur og meiri sam-
lögunarvæntingar fylgjast að. Sterkustu tengslin eða fimmtungur úr staðalfráviki eru milli búse-
tuáforma á Íslandi, að ætla að búa hér í meira en áratug, og aukinna væntinga um aðlögun. Í heild
sýnir líkan 2 með öllum breytunum veik tengsl þessara frumbreyta saman við útkomuna (R² = 0,05).
Athyglisvert er hversu stór hluti skýringargildisins, sem þó kemur fram, verður rakinn til búsetuá-
forma innflytjenda.