Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 68

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 68
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi 68 .. Umræður Í þessari grein var reynt að staðsetja hugmyndir Íslendinga og innflytjenda um aðlögun að íslensku samfélagi út frá þeim hugmyndum sem mest hefur á borið á sviði innflytjendarannsókna undanfarinna ára. Út frá þeim fræðilegu hugmyndum voru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hverjar eru væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi? Að hvaða marki verður þeim lýst sem samlögunarstefnu? Hvernig tengjast þessar hugmyndir félagslegum bakgrunni fólks og fjölgun innflytjenda? Jafnframt þessum spurningum voru settar fram þrjár rannsóknartilgátur. Í tilgátu 1 voru tengsl skoðuð á milli þjóðfélagsstöðu fólks og afstöðu til samþættingar og samlögunar. Fram kom bæði hjá Íslendingum (tafla 2) og innflytjendum (tafla 3) að með hærri aldri eru meiri væntingar um samlögun. Það er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna á viðhorfum heimamanna til innflytjenda (Bridges og Mateut, 2014; Callens o.fl., 2019). Það sama gildir um tengsl menntunar og viðhorfa til innflytjenda og fjölmenningar. Í rannsókn Callens og fleiri (2019) á viðhorfum íbúa Lúxemborgar til innflytjenda kemur fram að þeir sem áttu styttri skólagöngu að baki voru líklegri til að aðhyllast samlögunarstefnu heldur en þeir sem höfðu háskólapróf. Sú niðurstaða okkar að karlar geri meiri kröfur um samlögun innflytjenda en konur er einnig í samræmi við það sem aðrar rannsóknir hafa fundið (Bridges og Mateut, 2009; Þóroddur Bjarnason o.fl., 2019). Velta má fyrir sér mögulegum ástæðum þess, en í grein Þórodds Bjarnasonar og fleiri (2019) er það nefnt sem möguleg ástæða að karlar sjái innflytjendur fremur sem ógn við eigin atvinnustöðu, og þá um leið einnig sem ógn um afkomu sína, heldur en konur. Við finnum því sömu tengsl á Íslandi og finnast í öðrum löndum hvað varðar menntun og aldur. Athygli vekur að í þessari rannsókn hafa breytur sem lýsa stöðu fólks á vinnumarkaði, atvinnustaða og áætlaðar mánaðartekjur ekki sterk tengsl við samlögunarvæntingar. Einnig að eftir því sem fólk hefur hærri tekjur hefur það minni væntingar um samlögun (tafla 3). Samantekið fær tilgáta um tengsl þjóðfélagsstöðu og hugmynda um samlögun stuðning af þessari rannsókn. Í þeim erlendu rannsóknum þar sem tekjur eru sérstaklega greindar eins og hér er gert eru áhyggjur af atvinnustöðu og afkomu taldar vera vísar að neikvæðari viðhorfum í garð innflytjenda. Hatton (2016) tekur undir þá afstöðu en undirstrikar að það eigi sérstaklega við á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis. Niðurstöður þessarar rannsóknar má því hugsanlega að hluta til skýra með efna- hagslegum uppgangi á Íslandi eftir bankahrunið 2008. Eftir skarpa niðursveiflu á árunum 2008 til 2010 styrktist atvinnu- og efnahagsástand á Íslandi og hélst fremur gott fram til ársins 2020. Jafn- framt því var atvinnuleysi á Íslandi fremur lágt, eða einungis um 2,9% hjá aldursflokknum 25–64 ára á höfuðborgarsvæðinu og um 1,6% í öðrum landshlutum árið 2019 (Hagstofa Íslands, 2019C). Íslendingar litu því kannski ekki á innflytjendur sem ógn við sitt eigið starfsöryggi og óttuðust ekki samkeppni af þeirra völdum á vinnumarkaði. Í tilgátu 2 var skoðað hvort innflytjendur væru meira samþættingarlega sinnaðir en Íslendingar. Niðurstöður okkar benda til þess að Íslendingar sjálfir geri ekki ríka kröfu um samlögun innflytjenda að siðum og venjum íslensks samfélags. Til marks um það segjast 66% innflytjenda vera sammála því að þeir innflytjendur sem hingað flytja eigi að taka upp siði og venjur íslensks samfélags á meðan einungis 42% Íslendinga telja það nauðsynlegt. Þær niðurstöður stangast að hluta á við niðurstöður Callens og fleiri (2015) þar sem rannsökuð voru viðhorf innfæddra og innflytjenda til aðlögunar og fjölmenningar í Lúxemborg. Þar tóku ríkisborgarar Lúxemborgar í ríkari mæli þá afstöðu að innflytjendur samlöguðust samfélaginu og tækju upp siði og venjur heimamanna. Fyrsta kynslóð innflytjenda lagði aftur á móti ríkari áherslu á samþættingarleg viðhorf. Íslenskan hefur löngum verið Íslendingum hugleikin og staðfesta niðurstöður rannsóknarinnar að svo sé. Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda í könnuninni fyrir Íslendinga taldi mikilvægt að þeir innflytjendur sem settust að á Íslandi lærðu íslensku. Að sama skapi taldi einnig meirihluti innflytjenda að íslenskukunnátta væri mikilvæg þegar kæmi að aðlögun að íslensku samfélagi. Þennan vilja innflytjenda til þess að læra íslensku, og kröfu Íslendinga um að þeir geri það, mætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.