Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 69

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 69
Ómar Hjalti Sölvason, Þorlákur Axel Jónsson og Markus Hermann Meckl 69 .. túlka sem samlögunarviðhorf. Þessar niðurstöður gefa tilefni til aukinnar vitundar stjórnvalda og almennings um mikilvægi kennslu og námskeiða í íslensku fyrir innflytjendur á Íslandi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis sem og erlendis benda einmitt til þess að kunnátta, færni og vilji til þess að læra móðurmál móttökusamfélagsins geti haft talsverð áhrif þegar kemur að viðhorfum móttökusamfélagsins í garð innflytjenda og haft áhrif á aðlögun innflytjendanna að móttökusamfélaginu (Cook, 2016). Athyglisvert er að niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að meirihluti innflytjenda telur það mikilvægt að taka upp siði og venjur íslensks samfélags á meðan minnihluti Íslendinga er þeirrar skoðunar. Sú afstaða virðist svo styrkjast þegar langtímamarkmið innflytjenda um búsetu á Íslandi eru skoðuð. Sýn fólks á samlögun og lengd búsetu falla því í einn farveg. Í tilgátu 3 var skoðað hvort væntingar Íslendinga um aðlögun innflytjenda aukist eftir því hvort innflytjendum hefur fjölgað í nærumhverfinu. Almennt kom ekki fram tölfræðilega marktækur munur á viðhorfum Íslendinga til aðlögunar innflytjenda milli búsetusvæða. Niðurstöðurnar gefa því ekki til kynna að íbúar í þeim sveitarfélögum þar sem innflytjendum hefur fjölgað mest undanfarin ár hafi önnur viðhorf en þau sem finnast í þeim sveitarfélögum þar sem minni fjölgun hefur verið. Þessi niðurstaða mælir gegn hugmyndum um að miklum innflutningi fólks fylgi sjálfkrafa samfélagslegt álag eða vandamál sem endurspeglist í neikvæðum pólitískum viðhorfum til innflytjenda og er í samræmi við rannsóknir þar að lútandi (Scipioni o.fl., 2020). Á Íslandi virðist aftur á móti ekki gilda að viðhorf séu sterkari eða neikvæðari eftir því sem byggðirnar eru fámennari og dreifðari. Hér gildir almennt að hærri aldur, karlmennska, minni menntun og lægri tekjur tengjast auknum samlögunarvæntingum í garð innflytjenda en munur eftir búsetu er ekki áberandi. Athyglisvert er að Íslendingar búsettir í hverfinu Hlíðar í Reykjavík hafa minni væntingar um samlögun en íbúar annarra svæða. Á sama tíma hallast bæði Íslendingar og innflytjendur að ríkari aðlögun innflytjenda að siðum heimamanna og að þeir nemi íslensku. Eins og gefur að skilja eru nokkrir annmarkar á rannsókn eins og þessari. Helst má hér nefna úrtaksaðferð við könnun á meðal innflytjenda. Snjóboltaúrtak skilar ekki slembiúrtaki og rafræn þátttaka á samfélagsmiðlum gerir það að verkum að ekki er hægt að stýra því að könnunin rati til setts markhóps. Þá er vert að athuga að gögnum hafði þegar verið safnað og því ekki kostur á að breyta spurningum þannig að lykilspurningar féllu að stöðluðum mælikvarða fyrir samlögunar- og samþættingarvæntingar. Því má deila um styrk mælitækisins í þessari rannsókn. Út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar er ekki hægt að draga afgerandi ályktanir hvað varðar afstöðu almennings til samþættingar eða samlögunar. Vegna skorts á rannsóknum á þessu sviði getum við ekki fullyrt að um breytingu frá fyrri tíð sé að ræða. Hins vegar gefa niðurstöður okkar til kynna hver staða mála er og geta jafnframt gert okkur kleift, með frekari rannsóknum, að greina þróun í innflytjendamálum á Íslandi. Þessari rannsókn var ætlað að svara spurningum varðandi ríkjandi hugmyndir Íslendinga og innflytjenda um aðlögun að íslensku samfélagi. Tilraun var gerð til að staðsetja viðhorf Íslendinga til samlögunar og gera grein fyrir væntingum íslensks samfélags til aðlögunar innflytjenda. Jafnframt var skoðað hvort munur væri á milli hugmynda innflytjenda um aðlögun að íslensku samfélagi og svo aftur væntinga Íslendinga til aðlögunar innflytjenda. Samkvæmt kvarðanum sem notaður var við rannsóknina gefa niðurstöðurnar til kynna að bæði Íslendingar og innflytjendur hallist í átt að samþættingarstefnu frekar en samlögunarstefnu. Þá kom ekki fram munur á viðhorfum Íslendinga til aðlögunar innflytjenda eftir því hversu mikil hlutfallsleg fjölgun innflytjenda hafði orðið í nærsamfélagi þeirra. Ef litið er til bakgrunnsþátta hjá Íslendingum eru breyturnar aldur, kyn, menntun og reynsla af búsetu erlendis þeir þættir sem helst hafa tengsl við væntingar Íslendinga til aðlögunar innflytjenda. Að sama skapi, ef litið er til bakgrunnsþátta hjá innflytjendum, eru það breyturnar aldur, kyn menntun og áform um búsetulengd á Íslandi sem hafa mest tengsl við hugmyndir innflytjenda um aðlögun að íslensku samfélagi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.