Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 80

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 80
Fatlað fólk í hamförum 80 .. Þegar sjónum er beint að því sem tekur við að hamförum loknum kemur í ljós að oft er ekki gert ráð fyrir að veita þurfi fötluðu fólki upplýsingar á öðru formi en meirihluta fólks eða að það geti þurft á sérhæfðum stuðningi að halda. Árið 1989 olli fellibylurinn Húgó mikilli eyðileggingu í borginni Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Nokkur dauðsföll urðu í fellibylnum og var eyðilegging mikil. Upplýsingagjöf til almennings fór að mestu fram í gegnum útvarp og dæmi voru um heyrnarskert fólk sem var dögum saman án aðstoðar án þess að eiga möguleika á að nálgast upplýsingar um það hvernig bregðast ætti við og hvert það ætti að leita eftir aðstoð (McDermott o.fl., 2016). Þúsundir heimila eyðilögðust í fellibylnum og mikið kapp var lagt á að koma öllum í skjól. Þegar finna átti úrræði fyrir fatlað fólk sem þurfti aðstoð í daglegu lífi í Charleston var brugðið á það ráð að koma þeim fyrir á stórum stofnunum og dvöldu margir þar mánuðum saman fjarri vinum og ættingjum. Ekkert var gert til að tryggja að fólkið gæti verið í samskiptum við vini og ættingja og hafði það mjög slæmar afleiðingar fyrir andlega heilsu margra (McDermott o.fl., 2016). Ástandið sem skapaðist í Charleston og víða annars staðar eftir svipaðar veðurhamfarir er afhjúpandi fyrir samfélagið í þessum borgum. Margt fatlað fólk missti bæði húsnæði sitt og aðstoðina, og þar af leiðandi sjálfstæði sitt og neyddist til að flytja á stofnun (Priestley og Hemingway, 2007). Eftirmálar hamfara Í kjölfar hamfara kemur oft í ljós hversu lítið framboð er af aðgengilegu og hagstæðu húsnæði og hversu brothætt kerfin eru sem veita fötluðu fólki aðstoð (McDermott ofl., 2016; Priestley og Hemingway, 2007). Stór hluti fatlaðs fólks býr við erfiðar fjárhagslegar aðstæður (Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin og Alþjóðabankinn, 2011; Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, 2013) sem getur þýtt að húsnæði þess er ekki öruggt eða að það getur ekki staðið undir endurbótum á húsnæði sem hefur skemmst í hamförum. Auk þess eru margar stofnanir fyrir fatlað fólk illa undir hamfarir búnar og hafa til dæmis ekki gert viðbragðsáætlanir um það hvernig eigi að rýma húsnæði þegar hætta steðjar að. Eins býr margt fatlað fólk við félagslega útskúfun sökum fordóma og mismununar í samfélaginu sem getur leitt til þess að það er án stuðningsnets þegar hamfarir dynja yfir (Wisner, 2002). Algengt er að tímabundin neyðarskýli og neyðarhúsnæði sem nota á til lengri tíma séu óað- gengileg fötluðu fólki (Alexander, 2011). Þegar ljóst var í upphafi árs 2020 að COVID-19 væri að valda heimsfaraldri og að sjúkrastofnanir gætu ekki annað öllum þeim sem veiktust brugðu mörg ríki heims á það ráð að byggja bráðabirgðasjúkrahús og skýli sem voru sérstaklega ætluð COVID-19 sjúklingum. Sem dæmi var opnuð sérstök göngudeild við Landspítala í Fossvogi í gömlu leikskóla- húsnæði í eigu spítalans (Landspítali, 2020). Samkvæmt upplýsingum frá Ragnari Frey Ingvarssyni (munnleg heimild 30. september 2020) yfirlækni var bráðabirgðagöngudeild COVID-19 sett upp með miklum hraði og var helmingur herbergja aðgengilegur fötluðu fólki. Áhersla var lögð á inn- gildandi vinnubrögð (e. inclusive approach) á deildinni þar sem komið var til móts við þarfir sjúkl- inga og ef þeir gátu ekki komið á göngudeildina fór heilbrigðisstarfsfólk í vitjanir í heimahús. Hann nefndi sérstaklega aðkomu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem hefði lagt ríka áherslu á að betra væri að sinna ákveðnum hópum á heimilum sínum þar sem þeir upplifðu sig í öruggu umhverfi. Þetta er gott dæmi um það hvernig þekking og skilningur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á mismunandi aðstæðum vó upp á móti takmörkuðu aðgengi að göngudeildinni og þeirri þjónustu sem þar var veitt. Á Íslandi starfrækir Rauði krossinn fjöldahjálparstöðvar um land allt sem ætlað er að bjóða þolendum náttúruhamfara öruggt skjól. Í flestum tilfellum eru þessar stöðvar í skólum, félagsheimilum eða samkomuhúsum (Rauði krossinn, e.d.) og í einhverjum tilfellum er um að ræða gamlar bygg- ingar með takmörkuðu aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk. Um miðjan desember 2020 féllu aurskriður á Seyðisfirði með þeim afleiðingum að hús bárust með flóðinu og öryggi almennings var ógnað. Það varð til þess að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir neyðarstigi í bænum og var um allsherjar rýmingu íbúa að ræða. Allir gáfu sig fram við fulltrúa almannavarna í félagsheimilinu Herðubreið en um er að ræða húsnæði sem var byggt á árunum 1946–1956 og því löngu fyrir staðla um algilda hönnun. Þaðan fóru allir íbúar upp í Egilsstaði þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.