Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 81

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 81
Kristín Björnsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir 81 .. grunnskólanum sem telst vera aðgengilegt húsnæði. Í kjölfarið var fólki útvegað herbergi á hótelum eða það fór til ættingja sinna og vina en þess var gætt að allir fatlaðir íbúar Seyðisfjarðar kæmust í aðgengilegt skjól (Félagsþjónusta Múlaþings, munnleg heimild 2. mars 2021). Priestley og Hemingway (2007) benda á að þrátt fyrir að munur sé á hamförum af völdum nátt- úru og af mannavöldum þá veldur ýmiss konar vanræksla og félagslegt óréttlæti því að afleiðingar og eftirmálar náttúruhamfara geti flokkast sem hamfarir af mannavöldum. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir þá er hægt að milda afleiðingar þeirra með því að minnka varnarleysi fátækra og jaðarsettra hópa. Sterk tengsl eru á milli alvarlegra afleiðinga hamfara og fátæktar auk þess sem náttúruvá er stór hindrun í að uppræta fátækt á þróunarsvæðum (Alþjóða- bankinn og Sameinuðu þjóðirnar, 2010). Um allan heim býr fatlað fólk við lakara heilsufar, minni menntunarmöguleika, takmarkaðri efnahagslega þátttöku og hærra hlutfall fátæktar en ófatlað fólk (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 2011) sem en þetta eru afleiðingar ableískra viðmiða samfélags- ins. Ef fötlun verður til í samspili fólks með skerðingar og umhverfisins, líkt og segir í íslenskum lögum, má leiða að því líkum að umhverfið, ekki síður en skerðingin sjálf, geti haft áhrif á alvarleika fötlunarinnar. Að sama skapi má halda því fram að afleiðingar náttúruhamfara séu félagslegar eða samspil náttúru og mannanna verka og því mögulegt að draga úr alvarleika þeirra með því að ryðja úr vegi manngerðum ógnum og óréttlæti (Priestley og Hemingway, 2007). Viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar um viðbrögð Þegar upplýsingum er safnað um afleiðingar hamfara fyrir fatlað fólk er áberandi hvernig sagan virðist endurtaka sig. Hver fellibylurinn á fætur öðrum dregur fatlað fólk til dauða og í hvert sinn sem það gerist eru viðbragðsáætlanir gagnrýndar (Fujii, e.d.; McDermott o.fl., 2016; Peek og Stough, 2010; Priestley og Hemingway, 2007; Wisner, 2002). Það er hlutverk almannavarna hvers lands eða landsvæðis að endurmeta viðbragðsáætlanir og áhættuþætti þegar hættu- eða neyðarástandi lýkur. Þrátt fyrir að endurbætur séu gerðar þá virðist þeim ekki alltaf framfylgt eins og raun bar vitni í árás- unum á Tvíburaturnana 2001 þegar björgunarstólarnir voru ekki notaðir. Í kjölfarið var gerð skýrsla um þann lærdóm sem draga mátti af atburðunum en þar kemur einmitt fram að viðbragðsaðilar hafi, líkt og svo oft áður, ekki gert ráð fyrir sérþörfum fatlaðs fólks, hvorki á meðan hættuástand ríkti né í þeirri neyðar- og áfallaaðstoð sem veitt var eftir að turnarnir hrundu (The Center for Independence of the Disabled in New York, 2004). Hvergi er minnst á fatlað fólk í viðbragðsáætlunum íslenskra almannavarna, en fjarvera hópa í opinberum skjölum getur gefið mikilvægar upplýsingar um stöðu þessara hópa í samfélaginu. Þrátt fyrir að ýmsir aðilar eins og Bændasamtökin, Vegagerðin og verslunareigendur hafi skilgreind hlut- verk, svo einhver dæmi séu nefnd, hafa samtök fatlaðs fólks ekkert formlegt, skriflegt eða skilgreint hlutverk í þessum áætlunum. Íslensk yfirvöld eru lögum samkvæmt skuldbundin til að eiga virkt samráð við samtök fatlaðs fólks varðandi öll málefni er tengjast lífi og aðstæðum þess. Gísli Björns- son, Ragnar Smárason, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir (2020) hafa útbúið handbók um samráð sem ætluð er þeim sem standa fyrir samráði, ríki og sveitarfélögum, og fötluðu fólki sem tekur þátt í samráðinu. Í handbókinni er samráð skilgreint með eftirfarandi hætti: Samráð felst í því að stjórnmálafólk, embættisfólk og aðrir sem eru leiðandi í þjónustu fyrir fatlað fólk afli upplýsinga og fái ráðgjöf frá fötluðu fólki. Samráð felst í því að veita fötluðu fólki völd og tækifæri til þátttöku við að semja lög og reglur er varða það sjálft. (Gísli Björnsson, o.fl., 2020, bls. 5) Hingað til hafa almannavarnir ekki haft samráð við fatlað fólk eða samtök þess í sinni áætlanagerð og er Freyja Haraldsdóttir (2020) meðal þeirra sem hafa gagnrýnt almannavarnir og stjórnvöld fyrir að bregðast fötluðu fólki í heimsfaraldrinum. Hún bendir á að þrátt fyrir alla þá náttúruvá sem ógni öryggi Íslendinga séu engar áætlanir sem miði að því að vernda öryggi fatlaðs fólks. Hún heldur fram að stjórnvöld og almannavarnir hafi ekki sýnt neinn áhuga á samráði við fatlað fólk og sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.