Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 82

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 82
Fatlað fólk í hamförum 82 .. tök þeirra við gerð viðbragðsáætlananna varðandi COVID-19 eða fyrr. Landssamtökin Þroskahjálp höfðu frumkvæði að samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið við að búa til upplýsinga- bækling um kórónuveiruna og bólusetningar á auðlesnu máli (Þroskahjálp, e.d.) en daglegar upp- lýsingar um framvindu faraldursins var hins vegar ekki að finna á auðskildu máli og var heimasíðan covid.is mjög óaðgengileg og flókin. Afleiðingar þess að ekki er haft samráð við fatlað fólk við gerð viðbragðsáætlana má til dæmis sjá í liðnum um upplýsingagjöf til almennings í áætlun vegna COIVD-19. Eins og fram hefur komið getur ekki allt fatlað fólk nýtt sér þær upplýsingar sem ætlaðar eru meirihluta almennings. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (2020) hafi sérstaklega nefnt aðgengi að upplýsingum í tilmælum sínum varðandi aðstæður fatlaðs fólks í COVID-19 heimsfaraldrinum þá er fatlað fólk hvergi nefnt sem hópur sem sérstaklega þurfi að gæta að varðandi aðgengi að upplýsingum í landsá- ætluninni. Þar stendur meðal annars: Við hvert atvik þarf að skilgreina hóp sem mikilvægt er að upplýsingar nái til (dæmi: Aldraðir, barnafjölskyldur, ferðamenn, íbúar ákveðins svæðis) og finna bestu leið til að miðla upplýsingum (dæmi: Vefur, sjónvarp, útvarp, dagblöð, samfélagsmiðlar, tölvupóstur, bæklingar). Að lokum þarf að kanna hvort einhver tími sólarhrings sé betri en annar til að koma upplýsingum á framfæri (dæmi: Kvöldfréttir sjónvarps). (Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, 2020). Þegar tryggja á fötluðu fólki aðgengi að upplýsingum þarf að gæta þess að þær séu á auðlesnu máli og á mismunandi formi sem hentar ólíkum þörfum. Mikilvægt er að bjóða upp á hljóðskrár, punktaletur fyrir blint fólk eða margmiðlunarefni sem er aðgengilegt fyrir þau sem eru táknmálstalandi (Armi- tage og Nellums, 2020; Sabatello et al., 2020). Ef heimasíða almannavarna (almannavarnir.is) er skoðuð má gagnrýna hana fyrir að bjóða ekki upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta en einnig eiga vefþulur erfitt með að lesa efni síðunnar. Þegar leiðbeiningar um náttúruvá eru skoðaðar sést að aldrei er gert ráð fyrir að fólk sé fatlað. Við gerð þessara leiðbeininga er ekki stuðst við viðmið um algilda hönnun enda ná þær ekki til allra. Samkvæmt leiðbeiningum almannavarna skal sá sem lendir í aurskriðu krjúpa og verja höfuðið, leita til hátt liggjandi staða eða „leita skjóls í húsum og loka gluggum og millihurðum og dvelja þeim megin sem snýr undan fjallshlíðinni“ (Almannavarnir, e.d.-b). Sömu sögu er að segja um leið- beiningar um viðbrögð í jarðskjálftum en margt fatlað fólk getur ekki farið „undir borð eða rúm“ eða kropið „niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg“ í jarðskjálfta (Almannavarnir, e.d-d.). Hér er ekki verið að draga í efa gagnsemi leiðbeininganna fyrir flesta heldur frekar að draga athyglina að því að ekki eru neinar leiðbeiningar sem henta fólki sem býr við skerta hreyfigetu eða á auðlesnu máli. Þegar aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði 2020 þurfti fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna að rýma bæinn líkt og aðrir bæjarbúar. Engin búsetuþjónusta fyrir fatlað fólk er á svæðinu en samkvæmt félagsþjónustu Múlaþings (Félagsþjónusta Múlaþings, munnleg heimild 2. mars 2021) þá er smæð bæjarins slík að ekki væri líklegt að einhver gleymdist eða kæmist ekki úr bænum. Jarðhræringar á Reykjanesi 2020 urðu til þess að gerð var viðbragðsáætlun fyrir íbúðakjarna í Grindavík ef til eldgoss kæmi og rýma þyrfti bæinn. Í rýmingaráætlun bæjarins (Grindavíkurbær, e.d.) er í forgangi bíll frá ferðaþjónustu fatlaðs fólks en honum er ætlað að koma íbúum íbúðakjarna fyrir fatlað fólk ásamt starfsmanni út úr bænum til næstu fjöldahjálparstöðvar eða viðeigandi úrræða eins og til dæmis á hjúkrunarheimili. Samkvæmt upplýsingum frá Hlín Sigurþórsdóttur (munnleg heimild, 2. mars, 2021) sem er forstöðuþroskaþjálfi í íbúðakjarnanum eru verkefni viðbragðsaðila skýr ef til bráðarýmingar vegna náttúruhamfara kæmi. Hún nefnir sem dæmi að töskur séu tilbúnar með lista yfir þá hluti sem nauðsynlegir eru með í för og búið sé að tryggja að allir starfsmenn viti og þekki sín hlutverk. Allir íbúar kjarnans verða sóttir af sama bíl og starfsmaður fylgir þeim. Auk þess hefur starfsfólk kjarnans rætt jarðskjálftana og rétt viðbrögð við íbúana til að tryggja sem best öryggi allra og að íbúum sé ekki valdið óþarfa áhyggjum. Slík viðbrögð eru til fyrirmyndar og eru verk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.