Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 91

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 91
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 91 .. hlutfall einstaklinga á leigumarkaði mikið (Jón Rúnar Sveinsson 2020, 48). Algengt var að fólk byggði sjálft sitt húsnæði, þar sem áhersla var á samhjálp og sjálfsbjargarviðleitni. Fyrsta löggjöf Alþingis varðandi húsnæðismál landsmanna í lok þriðja áratugarins sneri að stofnun sjóðs sem m.a. lánaði fé til byggingar og endurbóta íbúðarhúsa í sveitum landsins, en skömmu síðar voru lög um verkamannabústaði samþykkt (Jón Rúnar Sveinsson 2005, 23–24). Ólíkt því sem tíðkaðist erlendis voru íslensku verkamannabústaðirnir ekki leiguíbúðir heldur lán fyrir séreign sem laut ákveðnum skilyrðum hvað varðaði sölu þeirra (Jón Rúnar Sveinsson 2010, 53). Eins og umfjöllun Jóns Rúnars (2005) undirstrikar virtist eignarformið hafa verið næstum sjálfgefið fyrirkomulag fyrir þá sem settu kerfið á fót, sem var þvert á áherslu verkamannabústaða í öðrum löndum þar sem leigufyrirkomu­ lagið réði ríkjum (bls. 24). Eftirstríðsárin einkenndust af ríkri áherslu á séreign og lánum til einstaklinga til að byggja eigið húsnæði. Fáar leiguíbúðir voru byggðar og þá fyrst og fremst sem úrræði fyrir þá allra verst settu. Áherslan á séreign endurspeglast vel í því að þegar verkalýðsfélögin börðust fyrir byggingu félags­ legra íbúða á miðjum sjöunda áratugnum lögðu þau ríka áherslu á söluíbúðir (Jón Rúnar Sveinsson 2005, 31). Frá 1953 til 1979 giltu í raun engin húsaleigulög á Íslandi og þrátt fyrir takmarkaða lána­ möguleika í gegnum Húsnæðismálastofnun og viðskiptabanka áttu um 85% Íslendinga heima í eigin húsnæði árið 1983 (bls. 33). Séreignastefnan náði enn frekari fótfestu á áttunda og níunda áratugnum þegar óðaverðbólga var viðvarandi og margir „fjárfestu“ í steypu til þess að viðhalda raunvirði fjár­ festinga sinna (Sigurður Hallur Stefánsson o.fl. 2013, 23). Þessi áhersla stjórnvalda á séreign var þó einnig gagnrýnd, m.a. af Leigjendasamtökunum, sem stofnuðu húsnæðissamvinnufélagið Búseta árið 1983 (Jón Rúnar Sveinsson 2005, 36). Níundi áratugurinn markaði miklar breytingar á húsnæðismálum á Íslandi, þrátt fyrir að séreigna­ stefnan hafi haldið mikilvægi sínu, líkt og Jón Rúnar Sveinsson bendir á (2005). Aukin áhersla var lögð á byggingu félagslegs húsnæðis, sér í lagi félagslegar eignaríbúðir, þó einnig væri um að ræða aukningu á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum (bls. 38). Upphaf 21. aldar markaði svo fráhvarf frá félagslegum íbúðum. Árið 2004 voru gerðar breytingar á Íbúðalánasjóði í anda þeirra hugmynda að hinn „frjálsi“ markaður í formi viðskiptabanka ætti að hafa mest vægi á húsnæðismarkaði. Íbúða­ lánasjóður, sem tók árið 1999 við af Húsnæðisstofnun ríkisins sem „grunnur húsnæðislánakerfis í eigu ríkisins“ (bls. 39), varð þá eins konar milliliður fyrir viðskiptabanka en ekki lánastofnun fyrir almenning (bls. 40). Fyrir leigjendur skipti einnig máli að árið 1995 var sett á fót húsaleigubótakerfi, sem fól þá í sér að leigjendur fengu aukið aðgengi að fjármagni frá ríkinu til að létta undir húsnæðis­ kostnaði sínum (Jón Rúnar Sveinsson 2020, 49). Árin á Íslandi eftir hrunið árið 2008 einkenndust í fyrstu af háværri umræðu um eflingu leigu­ markaðarins, enda margar fjölskyldur nýbúnar að missa húsnæði sitt. Þetta kom fram í skýrslu sem verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilaði Félags­ og húsnæðismálaráðherra árið 2014, þar sem lögð var áhersla á að styðja við leigumarkaðinn (Framsóknarflokkurinn 2014). Í sömu skýrslu var lagður grunnur að svokölluðu „Fyrstu fasteign leiðinni“, sem heimilaði fólki að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu fasteign og einnig til að greiða inn á lánin (Skatturinn e.d.), áþekkt sparimerkjunum. Félags­ og húsnæðismálaráðherra lagði í kjölfarið áherslu á að gera ætti leiguhúsnæði að raunhæfum búsetukosti (Félagsmálaráðuneytið 2013). Sú stefna var úr takti við ríkjandi séreignastefnu. Á Íslandi var hlutfall einstaklinga á leigumarkaði fyrir hrun 2008 í kringum 12% en fór í 16% í kjölfar hruns og hélst á þeim slóðum (Íbúðalánasjóður 2019a), en þó veitir ný könnun Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar (2020a, 4) vísbendingar um að hlutfallið fari lækkandi. Samkvæmt könnun­ inni eru 13% einstaklinga á leigumarkaði. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Nýleg rannsókn Íbúða lánasjóðs (2018a, 6) sýnir að meðaltal íbúa á heimili sem búa í eigin húsnæði er 2,96 íbúar en meðaltalið á leigumarkaði er 2,38 einstaklingar, eða að jafnaði um 20% færri á hverju heimili sem er í eigu leigusala samanborið við heimili í eigu ábúanda. Því hefur um fjórðungur heimila verið á leigumarkaði, þó svo að lægra hlutfall einstaklinga á landsvísu sé í þeirri aðstöðu. Samkvæmt tölum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.