Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 96

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 96
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 96 .. 12 mánuði í senn, og að leiguverð miðist áfram við þá fjárhæð húsaleigu sem áður gilti uppreiknuð samkvæmt neysluvísitölu. Slíkt kemur ekki fram með jafn skýrum hætti í samningi hins félagsins, Hemstaden (áður Heimavellir) (e.d.), en fram kemur að leiguverð breytist í takt við neysluvísitölu og samkvæmt samtali við starfsmann félagsins er það viðmiðið hjá félaginu. Þrátt fyrir að neyslu­ vísitalan geti hækkað skarpt, eins og til dæmis í kjölfar hrunsins 2008, hafa leigjendur hjá þessum leigufélögum í það minnsta fyrirfram skilgreind viðmið á þróun mánaðarleigu. Eins og komið hefur fram leigðu flestir viðmælenda rannsóknarinnar húsnæði af einkaaðila, þó í einhverjum tilfellum einkahlutafélagi í eigu einstaklings. Í 4. gr. Húsaleigulaga er kveðið á um að „Leigusamningur um húsnæði skal vera skriflegur.“ Hins vegar kemur fram í 10. gr. „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra“ (Húsaleigulög 1994 nr. 36). Algengt var að húsaleigu­ samningar viðmælenda rannsóknarinnar væru gerðir til eins árs í senn, með þriggja mánaða upp­ sagnarfresti en möguleika á endurnýjun eftir árið. Einhverjir nefndu að hafa gert samning til tveggja ára eða ótímabundinn. Tímabundnir leigusamningar til eins eða tveggja ára í senn eru mjög algengir eða 67% samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs (2018b, 14). Í sömu könnun kemur þó einnig fram að 19% leigjenda eru ekki með skriflegan leigusamning í gildi. Lægst var hlutfall skriflegra leigusamninga hjá þeim sem leigðu af ættingjum og vinum, en mjög hátt hjá þeim sem leigðu af sveitarfélagi, einkareknu leigufélagi eða á stúdentagörðum (Íbúða­ lánasjóður 2018b, 13). Nokkur dæmi voru um að viðmælendur voru ekki með formlegan leigu­ samning. Má þar nefna Mikolaj, einhleypan Pólverja sem leigir herbergi í íbúð með tveimur öðrum þar sem eldhús og baðherbergi voru sameiginleg. Hann hafði ekki gert formlegan leigusamning þrátt fyrir að hafa búið þar í tvö ár. Einn meðleigjenda viðkomandi hafði gert samning við eiganda, sem Mikolaj vissi engin deili á, og framleigði síðan hinum í íbúðinni. Einhverjir viðmælenda fengu húsnæðisbætur en fáir meðal þeirra sem voru af erlendum uppruna fengu slíkar bætur. Ástæður þess voru meðal annars að viðkomandi hafði ekki formlegan húsaleigu­ samning eða taldi tekjur sínar vera of háar til að eiga rétt á slíkum bótum. Í einhverjum tilfellum höfðu leigusalar komið í veg fyrir að samningar væru þinglýstir en slíkt er skilyrði fyrir umsókn um húsnæðisbætur. Fulltrúi félagasamtaka sem rætt var við nefndi að meðal fólks af erlendum uppruna sem leitaði til félagsins væri af og til fólk sem væri ekki vel upplýst um réttindi sín. Dæmi voru um fólk á leigu­ markaði sem stóð í þeirri trú að það að þiggja húsnæðisbætur gæti komið í veg fyrir eða tafið um­ sókn um ríkisborgararétt. Það er þó eingöngu ef fólk þiggur framfærslustyrk frá sveitarfélagi sem það getur haft áhrif á rétt til að sækja um ríkisborgararétt (Útlendingastofnun e.d.). Max, Þjóðverji búsettur í Reykjavík, hafði kannað hvort hann ætti rétt á húsnæðisbótum: Ég las einu sinni í gegnum þetta, og þá sá ég að ég á ekki rétt á því [húsaleigu­ bótum] og líka, ég las um leigu og þá var eitthvað svona eins og að ef hæðin á húsnæðinu er ekki 2.5 að hæð, eða ég veit ekki töluna, þá má ekki leigja það út. Lofthæðin mín er lægri og ég veit ekki, bý ég hér löglega eða ekki, ég veit það ekki? Einn viðmælenda, þýsk kona, taldi suma leigusala sækjast eftir því að fá leigjendur sem væru ekki of meðvitaðir um réttindi sín og sagði: „Ég held að kannski hafi ég upplifað jákvæða fordóma ... ein­ hverjir leigusalar sögðust frekar leigja útlendingum heldur en Íslendingum vegna þess að þeir vita minna um réttindi sín.“ Það eru þá væntanlega leigusalar sem sjá hag sinn í því að upplýsa leigjendur ekki um rétt sinn eða framfylgja ekki þeim reglum sem gilda á þessum vettvangi. Erfiðleikar og óöryggi Erfiðleikar og óöryggi á leigumarkaði endurspegluðust í mörgum þáttum og við drögum hér fram leiguverð, ástand húsnæðis og möguleikann á að missa húsnæðið. Í nýlegri könnun kom fram að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.