Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 98

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 98
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 98 .. bjuggu í eigin húsnæði (Húsnæðis­ og mannvirkjastofnun 2020a, 10). Viðmælendur rannsóknarinnar bjuggu í mjög ólíku húsnæði, allt frá því að leigja herbergi með aðgengi að sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi, upp í íbúð eða raðhús. Einhleypir töldu margir hagkvæmara að leigja herbergi, á meðan fjölskyldufólkið sóttist eftir íbúðum eða húsum. Flestir bjuggu í einhvers konar fjölbýli. Flestir töldu ástand húsnæðisins í góðu lagi en dæmi voru um að fólk hafði búið við verri skilyrði. Nokkrir viðmælenda greindu frá því að slæmt ástand húsnæðis hefði í einhverjum tilfellum verið ástæða þess að þeir fluttu úr leiguhúsnæði. Óánægja með viðbrögð leigusala við ábendingum um slæmt ástand var oft ein helsta ástæða slæmra samskipta. Viktorija, kona frá Serbíu búsett í Hafnar­ firði, sagði: Það var mygla og við gátum ekki, þú veist, komist í samband við þá, þeir svör­ uðu ekki tölvupóstum, skilaboðum og símtölum, þú veist, það voru alls kyns vandamál, við áttum, þú veist, að framvísa samningnum hjá sýslumanninum og þeir létu ekki sjá sig, þú veist það var alls kyns svona hlutir. Max var sömuleiðis ósáttur við aðgerðir leigusala í tengslum við leka í íbúð hans: „Bara í síðustu viku tókum við eftir að það væri vatn að leka úr veggnum á baðherberginu, og við létum leigusalann vita og hann setti bara eitthvað yfir það, svo það kemur ekki lengur út. En við höldum að það sé kannski ekki vandamálið, kannski ætti hann, já ... að laga það, í alvörunni.“ Annar viðmælandi, Ingi­ björg, greindi frá töluverðum sprungum og leka í þaki sem hafði slæm áhrif á ástand hússins. Eftir að hafa gert leigufélaginu viðvart var gerð úttekt, en ekki farið í lagfæringar. Umfang viðgerðanna er slíkt að ekki verður íbúðarhæft í húsnæðinu meðan á viðgerð stendur. Því þorði Ingibjörg ekki lengur að kvarta yfir vandamálinu, af ótta við að leigusamningi hennar yrði þá sagt upp og hún hús­ næðislaus þar sem annað leiguhúsnæði er vandfundið. Ekki voru allir ósáttir við viðbrögð leigusala við ábendingum um ástand húsnæðis. Rakaskemmdir höfðu komið upp í íbúð Sverris, sem sagði: „Það var léleg einangrun í tveimur gluggasyllum, sem voru líklega rakaskemmdir, og við unnum það í samráði við húseiganda að laga það.“ Samkvæmt 17. gr. húsaleigulaga á leigjandi „kröfu til hlutfallslegrar lækkunar á leigu meðan eigi hefur verið bætt úr annmörkum á hinu leigða húsnæði.“ Viðmælendur virtust þó almennt ekki vel upplýstir um þessi réttindi sín og minntist enginn þeirra á að hafa gert kröfu um slíkt. Viðmælendur greindu frá erfiðri upplifun við að missa húsnæði og þurfa að flytja. Fjölskyldu­ fólkið meðal viðmælenda hafði almennt meiri áhyggjur en einhleypir karlmenn. Erfiðleikar við að finna húsnæði höfðu í för með sér að fólk gat ekki endilega gert ráð fyrir að finna eitthvað annað í sama hverfi til að gera börnum sínum kleift að vera í sama skóla og halda tengslum við vini. Berglind og Ingibjörg misstu báðar eigið húsnæði og höfðu í kjölfarið verið með húsnæði á leigu sem eigandi seldi og höfðu þær þá ekki annarra kosta völ en að flytja með fjölskyldur sínar. Í tilfelli Ingibjargar tókst henni ekki að finna annað leiguhúsnæði í sínu sveitarfélagi á Suðurlandi og neyddist til að flytja á höfuðborgarsvæðið. Þetta kom fjölskyldunni illa þar sem elsta barnið var þá á miðju ári í 10. bekk og yngri börnin sátt í sínum skóla. Sem dæmi nefndi Arndís einnig að leiguíbúð sem hún og fjölskylda hennar var í hefði verið seld meðan þau bjuggu þar, en leigusali hennar hafði þá boðið aðra stærri og dýrari íbúð í staðinn, sem þau tóku. Henni fannst mikið óöryggi fólgið í tímabundnum leigusamningum. Þar sem þau gátu aldrei séð lengra fram í tímann höfðu þau ekki komið sér eins vel fyrir og ef um eigið húsnæði væri að ræða. Einhverjir hinna viðmælendanna deildu þessu viðhorfi og höfðu áhyggjur af því að missa leiguhúsnæði sitt. Aðspurður um hvort það væri mikið óöryggi fólgið í því að vera leigjandi á Íslandi svaraði einn viðmælandi, Sverrir: „Já eða einhver húsráðandi eða eigandi ef þau búa þarna ákveða frekar að þau vilji skipta einhverjum út. [...] sérstaklega ef þú ert ekki með leigusamning.“ Í sumum tilfellum var óvissan um framtíðina einnig sá þáttur sem hafði bein áhrif á að hversu miklu marki einstaklingar gerðu húsnæði að „sínu eigin,“ eins og Sverrir orðar það. Berglind, sem vísað var til fyrr, bendir til dæmis á: „Þegar þú ert búin að vera á leigumarkaði þá ertu kannski ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.