AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 13
Loftmynd afAkureyri. Ljósm. Emil Þór. Akureyri framtíðarbœr landsins og hefur veriö verslunar- þjónustumiöstöð Noröurlands frá 16. öld. Viö þúsaldamót búa í „höfuðborg hins bjarta Noröurs” rúm 15000 manns og þar er miöja samgangna og viðskipta Norðlendinga, sem bygg- ist á traustum grunni fiskveiða, landbúnaöar og þjónustu. Á undanförnum misserum hefur átt sér stað mikil breyting á atvinnuháttum í bænum. Verslun og þjónusta hefur aukiö vægi sitt verulega meöan ýmsar iðngreinar hafa átt undir högg aö sækja. Meö opnum Glérártorgs hófst nýr kafli í verslunar- sögu bæjarins og meö tilkomu annarra nýrra versl- ana í bæjarfélaginu munu neytendur á þjónustu- svæöinu njóta góös af og ennfremur er áhrifa þessa þegar farið aö gæta í hækkun á launa- töxtum verslunarfólks. Ný fyrirtæki á sviði upplýs- ingatækni hafa litiö dagsins Ijós og þau sem fyrir voru hafa aukiö starfsemi sína. Gamla iönaðar- stórveldiö á Akureyri er liöiö undir lok og tækifæri á sviöi hátækni, þjónustu og upplýsinga eru á næstu grösum. Framundan eru mörg verkefni á vegum sveitar- félagsins, einstaklinga og fyrirtækja og viö lítum björtum augum fram á veginn. Samt sem áöur ber aö halda vöku sinni og búa í haginn því fyrr eöa síðar mun draga úr spennu á vinnumarkaði. Upp- bygging nýrra atvinnugreina, sem taka miö af og tengjast m.a. þeirri starfsemi sem fyrir er á svæö- inu, er meöal þess sem viö munum byggja á. í þessu sambandi er nærtækast aö líta til frekari uppbyggingar sem byggir á starfsemi Fjóröungs- sjúkrahússins, Háskólans á Akureyri og öflugum matvælaiönaöi. 11

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.