AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 16
DR. BJARKI JÓHANNESSON, FORSTÖÐUMAÐUR ÞRÓUNARSVIÐS BYGGÐASTOFNUNAR
AKUREYRI íljósi
BYGGÐAÞRÓUNA
Fólksflutningur frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins er alvarlegt
vandamál hérlendis. Fólksflutningur var
mjög mikill um miðbik aldarinnar, en
síðan dró úr honum um sinn og jafn-
vægi virtist náð. Þetta jafnvægi hélst
um nokkurt skeið, en á síðasta áratug hafa flut-
ningarnir til höfuðborgarsvæðisins aukist á ný.
Jafnframt hefur íbúum fækkað víðast hvar á lands-
byggðinni og störfum hefur einnig fækkað, einkum
í landbúnaði og fiskveiðum. Þó er hæpið að tala
um landsbyggðina sem eina heild, og mestur hef-
ur brottflutningurinn verið á Vestfjörðum og Austur-
landi.
Suðvesturhornið, sem nýtur nálægðar við höfuð-
borgarsvæðið, hefur lengst af haldið íbúatölu sinni
og jafnvel sýnt fjölgun. Það svæði sem stendur
sterkast utan suðvesturhornsins er Eyjafjarðar-
svæðið, einkum Akureyri og nágrenni, þar sem
bæði hefur orðið fjölgun íbúa og ársverka á síðari
árum.
Fróðlegt er að skoða sterka stöðu Akureyrar í
Ijósi þeirra þátta, sem mest áhrif hafa haft á
byggðamynstur síðustu áratuga. Það eru einkum
fjórar orsakir, sem valda þeim breytingum, sem nú
eru að verða á byggðamynstrinu, og hafa leitt til
stórfenglegra fólksflutninga af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins. Þær eru breytingar á land-
búnaði og fiskveiðum, aukinn hluti þekkingar í
framleiðslu og breytt gildismat fólks.
Frumvinnslugreinarnar
Fækkun starfa í landbúnaði má rekja til vél-
væðingar og breyttra rekstrareininga. Þessi fækk-
un byrjaði snemma á öldinni og hún stendur enn.
Fyrst í stað stóðu flutningarnir oft til nærliggjandi
þéttbýlisstaða, eins og Akureyrar, og íbúafjöldi
bæjarins tvöfaldaðist á árunum frá 1940-1970.
14