AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 24
Grunnmynd. og allan skautasalinn. Gestir sjá í einni sjón- hendingu hvernig húsiö er skipulagt. Á vinstri hönd er afgreiðsla meö miðasölu og veitingasölu, en til hægri eru búnnigsklefar og stigi á áhorfendapalla. Aöstaöa fyrir almenning til aö fara á skauta er til vinstri viö austurvegg skautasalarins. Búningsklef- ar fyrir iökendur skautaíþrótta eru til hægri og er gengið aö þeim eftir gangi meðfram skautasvell- inu. Á hægri hönd þegar komið er inn í anddyrið er breiður stigi sem liggur upp á áhorfendapallana. Þeir eru stallaöir fyrir sæti í þrem rööum. Samtals er pláss fyrir 600 áhorfendur í sætum og stæöum á áhorfendapöllum og svölum. Af svölum yfir and- dyri er gengiö í skrifstofur og félagsrými Skauta- félags Akureyrar. Snyrtingar fyrir áhorfendur eru í tengslum viö and- dyri við hliðina á aðalinngangi. Starfsmanna- aöstaöa er í noröausturhorni hússins í tengslum iö eldhús og afgreiðslu. Geymsla fyrir íshefil er á suðurgafli hússins og loftræsisamstæður og frystivélar þar viö hliðina. BYGGING NYRRAR STRÝTU í HLÍÐARF VIÐ AKURE Ljósmynd Hermann Sigtryggsson Viö efri endastöö stólalyftu í Hlíöarfjalli í 700 m hæö yfir sjó var þjónustu- miöstöð fyrir skíðafólk sem heitir Strýta. Hún var byggö 1967. Hún vék fyrir nýrri og fullkomnari þjónustu- miöstöð á sama stað á haustdögum 1999. Bygging nýju Strýtu hófst í júli 1999 og vígsla hússins fór fram 25.mars 2000. Forsætisráöherra Davíð Oddsson tók húsið formlega í notkun aö viöstöddu fjöl- menni. Nýja Strýta er rússneskt bjálkahús 120 fermetr- ar aö grunnfleti. Húsiö er kjallari og tvær hæöir. í kjall- ara er snyrtiaðstaöa, spennistöö og geymslur. Á jarö- hæö er veitingaaðstaða, eldhús og rúmgóður salur og á efri hæö er aðstaða fyrir tímatöku á skíðamótum, vinnu- og fundaherbergi og félagsaðstaöa fyrir skíöaráö Akureyrar. ■ I

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.