AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 26
GÍSLI GÍSLASON, ARKITEKT Útlit norðurhlið. GLERARTORG aö er fyrst og fremst staöurinn og umhverfiö sem hefur gefiö okkur hug- myndina aö byggingunni. Markmiö okkar var aö ná fram heildstæðri ver- slunarmiðstöð meö sterka ímynd, sem félli vel aö umhverfi og bæjarmynd, og notagildi sem leiöir langt inn í nýtt árþúsund. Verslunarmiöstööin er nálægt miöju byggöarinn- ar á Akureyri og einungis í fimm mínútna göngu- færi frá miöbæ Akureyrar. Verslunarmiðstöðin ligg- ur viö þrjár meginumferðaræðar og afmarkast af þeim, Glerárgötu í austri, Borgarbraut í noröri, Þórunnarstræti í suöri og nýrri gegnumakstursgö- tu, Verksmiðjuvegi í vestri. Svæöiö var áöur verk- smiðjusvæði Sambandsins. Nú er þar starfsemi íslensks skinniðnaðar hf. auk ýmiss konar iön- aðar- Þjónustu og verslunarstarfsemi. Verksmiðju- svæöiö var áöur ein lóð sem var skipt upp í tvær sjálfstæðar lóðir. Arkís ehf. vann deiliskipulagstil- lögu að austurhluta lóöarinnar í samráöi viö Skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar sem sá um formlegan frágang hennar. Breytingar og endurbætur voru gerðar á gatnakerfinu til aö tryggja sem best um- ferðaröryggi og aökomu aö svæðinu. Borgarbraut- in var færö til norðurs og hringtorg sett á gatnamót Borgarbrautar og Verksmiðjuvegar. Endurhönn- un var einnig gerö á gatnamótum Þórunnarstrætis og Verksmiðjuvegar. Aökomuleiö aö verslunarmiö- stööinni er frá Þórunnarstræti og Borgarbraut. Útfærslan byggist á aö nýta 4000 m2 verksmiöju- hús íslensks skinniðnaðar hf. Byggt var 28 metra (5000 m ) viö langhliðar verksmiðjuhússins. Aö austanveröu er 6 metra yfirbyggð verslunargata sem tengist verslunargötu aöalinngangs. Aöalaö- komuhliö aö byggingunni er aö austanveröu en auk þess eru inngangar viö norður- og suöurenda verslunargötunnar. Bifreiðastæði eru fyrir 365 bifreiöar aö austan viö aöalaökomuhliö verslunarmiöstöövarinnar. 24

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.