AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 35
Arið 1993 var haldin hönnunarsam- keppni um nýbyggingu við Sund- laug Akureyrar ásamt breytingum á eldra húsnæði, sundlaugarsvæði og aðalaðkomu Sundlaugarinnar. Á grundvelli undangenginnar samkeppni ákvað bæjarstjórn Akureyrar að semja við Arkitektastof- una Form á Akureyri um hönnun á nýbyggingu og breytingum á núverandi húsnæði ásamt yfirum- sjón með verkinu, Teiknistofu Halldórs Jóhanns- sonar um landslagshönnun, Verkfræðistofu Norð- urlands um burðarþols- og lagnahönnun og Verk- fræðistofuna Raftákn um raflagnahönnun. Eldra húsnæði Sundlaugar Akureyrar var byggt árið 1956 og hýsti eina innilaug, auk útilaugar og tveggja útipotta. í nýbyggingunni er aðalanddyri, búningsklefar kvenna og yfirbyggður pottasalur, ásamt herbergi fyrir kennara og mótstjóra. í kjallara eru fjölnota búningsklefar, sem ætlaðir eru fjölskyldum og fötl- uðum einstaklingum með aðstoðarfólki, ásamt tæknirýmum. Búningsklefar karla á jarðhæð í eldra húsnæði voru endurnýjaðir. Á efri hæðinni, þar sem áður voru búningsklefar kvenna, er í gangi vinna við framkvæmdir á gufubaði og sólarlömpum, ásamt starfsmannaaðstöðu. í kjallara er lokið við fram- Aðalinngangur. 33

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.