AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 40
Skipagata 9 Akureyri Verslunar- og skrifstofuhúsið við Skipagötu 9 var tekið í notkun 1997. Húsið er staðsett í miðbæ Akureyrar. Á fyrstu þremur hæðum hússins eru skrifstofur og sparisjóð- ur, en íbúðir á fjórðu og efstu hæð- inni. Formhugmynd hússins er léttur glerkjarni um aukinn þungum veggskífum. Leitast var við að fella húsið að aðliggjandi bygg- ingum og móta húsið þannig að það tengdi saman opna rýmið austan miðbæjarins og götumynd Skipagötu. Húsbyggjandi er SS Byggir ehf. Arkitekt hússins er Ágúst Hafsteinsson Teiknistofunni Form ehf. Burðarþols- og lagnahönnun var unnin af Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og raflagna- hönnun var í höndum Raftákns ehf. ■ Fjölnota iþróttahús Samkvæmt meirihlutasamþykkt bæjar- stjórnar Akureyrar er ákveðið að hefja undirbúning og framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús á Akureyri á núver- andi kjörtímabili. Sett hefur verið á stofn verkefnislið vegna framkvæmd- arinnar og eiga fulltrúar Akureyrarbæjar og íþrótta- hreyfingarinnar sæti í verkefnisliðinu. Umræður innan verkefnisliðsins hafa verið í þá átt að um alútboð verði að ræða og framkvæmdir hefjist vorið 2001 og þeim Ijúki í síðasta lagi fyrir haustið 2002. Hugmyndir eru uppi um að reisa sams konar mannvirki og Danir en myndirnar sem fylgja þess- ari grein eru einmitt frá Ballerup Idretspark þar sem slíkt mannvirki hefur berið byggt. Áætlanir byggja á því að húsið rúmi knattspyrnu- völl í fullri stærð lagðan fullkomnu gervigrasefni, fjórum fullkomnum hlaupabrautum með annarri langhliðinni og stökkgryfjum ætluðum frjálsíþrótta- fólki, ásamt áhorfendaaðstöðu. Húsið mun verða svokallað fjölnýtihús þar sem fyrirhugað er að nýta það til fjölbreyttrar íþróttastarfsemi sem og ann- arra starfsemi sem hentar í húsinu. Ákvörðun hef- ur verið tekin um að húsið rísi á íþróttasvæði íþróttafélagsins Þórs, fáist til þess fullgild leyfi. Ástæða þessa er að á svæðinu er fyrir félags- og búningsaðstaða sem nýtast mun húsinu. ■ J 38

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.