AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 48
ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, VERKEFNISSTJÓRI
Verndun og uppbygging í miðborg
Reykjavíkur
Borgarráð samþykkti nýlega fjórða
áfanga Þróunaráætlunar miðborgar. í
þessum áfanga er mótuð stefna um
verndun og uppbyggingu á miðborg-
arsvæðinu. í verndun og uppbyggingu
miðborgarsvæðisins er stefnt að því:
■ Að tryggja varðveislu svæða, götumynda og
bygginga sem hafa sérstakt menningarsögulegt
og/eða fagurfræðilegt gildi fyrir borgina.
■ Að taka til sérstakrar umfjöllunar og endurnýt-
ingar þau svæði og byggingar sem ekki þjóna
lengur hlutverki sínu eða þar sem umhverfinu er
áfátt.
■ Að hönnun bygginga og almenningsrýmis í mið-
borginni sé í hæsta gæðaflokki og falli vel að þeir-
ri heild sem fyrir er.
í samþykkt borgarráðs er kveðið nánar á um
hvernig ofangreindri stefnu skuli náð. Það er með-
al annars gert með stefnumarkandi ákvörðunum
og er þeim skipt í þrjá hluta.
Samantekt um
verkefniö
Þróunaráætlun
miðborgar
ný leið
tií uppbyggirtgar og framfara
K«
1. Verndunarsvæði
Borgaryfirvöld lýsa því yfir að þau vilja vernda og
styrkja tiltekin einkenni á afmörkuðum miðborgar-
svæðum sem hafa sérstakt menningarsögulegt og
/eða fagurfræðilegt gildi fyrir borgina. Svæðin eru
alls 29 og er þeim skipt í þrjá flokka eftir eðli vernd-
unar.
2. Varðveisla einstakra bygginga
Myndaðir hafa verið fjórir verndunarflokkar fyrir
einstakar byggingar.og einkenndir með litum: blár,
rauðgulur, rauður og grænn. Byggingar í tveimur
fyrstu flokkunum njóta verndar samkvæmt
þjóðminjalögum og þurfa borgaryfirvöld því ekki
að beita sér fyrir verndun þeirra. Hins vegar hyggj-
ast borgaryfirvöld beita sér fyrir verndun eða friðun
húsa í hinum flokkunum tveimur vegna listræns
eða sögulegs gildis og mikilvægis þeirra í borgar-
umhverfinu:
■ Hús sem huga ber að friðun á - það er hafa
hugsanlega sérstakt varðveislugildi (rauður flokk-
ur).
■ Merkar 20. aldar byggingar-það er hús með list-
rænt gildi, 30 ára og eldri, höfundardæmi (grænn
flokkur).
3. Nýbyggingar, viðbyggingar og lagfæringar á
húsnæði á miðborgarsvæði
Þegar sótt er um leyfi til nýbyggingar, viðbygg-
ingar eða lagfæringar á húsnæði á miðborgar-
svæði meta borgaryfirvöld meðal annars staðsetn-
ingu á lóð, stærðarhlutföll, efnisnotkun og litaval,
fyrirkomulag glugga og hurða, áhrif á umhverfi og
gæði nærliggjandi bygginga. Stefnan og þær
stefnumarkandi ákvarðanir sem henni fylgja eru
mun ýtarlegri en hér er lýst. Þá fylgir stefnunni
greinargerð þar sem meðal annars koma fram
upplýsingar um einstök verndunarsvæði og bygg-
ingar. Stefnuna og Þróunaráætlun miðborgar í
heild er að finna á vef Reykjavíkurborgar „reykja-
vik.is/skipulag“. Stefnan verður útfærð í deiliskipu-
lagi sem kynnt verður síðar. ■
46