AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 49
Ibúðarsvœðí í miðborg Reykjavíkur Borgarráö samþykkti nýlega fimmta áfanga Þróunaráætlunar miðborgar. í þessum áfanga er mótuö stefna um íbúðarbyggð á miðborgarsvæðinu. íbúðarbyggðinni er skipt í þrjá hluta vegna mismunandi aðstæðna á svæðinu, sbr. texta og kort. Á íbúðarsvæðum miðborgarsvæðisins er stefnt að því: ■ að styrkja íbúðarsvæði á miðborgarsvæði (svæðið milli bláu og rauðu línunnar á korti), ■ að styrkja búsetu í miðborginni (svæðið innan rauðu línunnar á korti), ■ að samræma notkun við jaðar miðborgar (svæð- ið rétt utan rauðu línunnar á korti). f samþykkt borgarráðs er kveðið nánar á um hvernig ofangreindri stefnu skuli náð: 1. íbúðarsvæði á miðborgarsvæði Á þessum svæðum er megináhersla lögð á að vernda og bæta íbúðarbyggð og umhverfi hennar. Almennt verður veitt heimild til að byggja íbúðar- húsnæði svo fremi byggingin fellur vel að þeirri byggð sem fyrir er og uppfyllir kröfur um gott að- gengi. Við stækkun húsnæðis þarf að gæta ítrustu varfærni við hönnun. Ekki verður veitt heimild til uppbyggingar sem skaðar yfirbragð svæðisins, nábýli og trjágróður. Núverandi íbúðarhúsnæði og íbúðarlóðum ber að halda sem slíkum nema í einstaka undan- tekningum. Spornað verður gegn því að húsnæði sem ekki er notað til íbúðar vaxi að umfangi og ekki verður veitt heimild til notkunar til létts iðnaðar, undir skrifstofur eða ámóta ef hætta er á að starfsemin valdi íbúum stöðugu ónæði eða auki verulega umferð. Þar sem slík starfsemi er nú þegar og ekki er hægt að gera nauðsynlegar úr- bætur verður hvatt til þess að fyrirtækið verði flutt og húsnæðinu breytt í íbúðir. Lögð verður áhersla á að viðhalda hverfisverslunum á svæðinu. 2. íbúðir í miðborginni Á svæðinu er megináhersla lögð á að styrkja búsetu í íbúðum á efri hæðum. Miðborgin er þó, samkvæmt Aðalskipulaginu 1996-2016, skilgreind sem kjarni blandaðrar starfsemi og aðalverslunar- svæðis. Heimild til uppbyggingar íbúða, endurbóta á íbúðum og breytingar húsnæðis í íbúðir í mið- borginni verður veitt ef hún uppfyllir tiltekna skil- mála og stangast ekki á við stefnumörkun borgar- yfirvalda á svæðinu, sem fram kemur í Aðalskipulaginu. Ljóst er að í einhverjum mæli verður hávaði við íbúðir í miðborginni meiri en æskilegt er á íbúðar- svæðum en við hönnun íbúðarhúsnæðis og end- urbætur gamalla íbúða skal leitast við að halda óþægindum af völdum hávaða í lágmarki. Vegna nálægðar við almenningssamgöngur og bílastæðahús verða ekki gerðar ítrustu kröfur til fjölgunar bílastæða vegna byggingar nýs íbúðar- húsnæðis eða breytingar annars konar húsnæðis í íbúðir. í stað þess verður gefinn kostur á að greiða fyrir bílastæði. Ekki verða gerðar kröfur um leiksvæði á lóð vegna byggingar nýrra íbúða. 3. íbúðir á íbúðarsvæðum við jaðar miðborgar- innar Á þessum svæðum er megináhersla lögð á að samræma búsetu á íbúðarsvæðum í nágrenni við miðborgarstarfsemi. Leitast verður við að halda óþægindum af völdum hávaða í lágmarki með þeim aðgerðum sem tækar eru. Við hönnun íbúð- arhúsnæðis og breytingar á eldra húsnæði skal leitast við að takmarka óþægindi af völdum há- vaða. Eins og í miðborginni verða ekki gerðar ítr- ustu kröfur til fjölgunar bílastæða vegna byggingar nýrra íbúða. Veitt verður heimild til uppbyggingar nýs verslunarhúsnæðis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnan fyrir íbúðarsvæðin er mun ýtar- legri en hér er lýst. Stefnuna og Þróunaráætlun miðborgar í heild er að finna á vef Reykjavíkur- borgar „reykjavik.is/skipulag". Stefnan verður út- færð í deiliskipulagi sem kynnt verður síðar. ■ 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.