AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 59

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 59
Garðborg Ebenezer Howards og áhrif hennar á íslenska skipulagsgerð Ríkjandi skipulagshugmyndir í hinum vestræna heimi á árunum fyrir og eftir aldamótin 1900 miðuöu flestar að því að leysa vanda hinna þéttbýlu iðnað- arborga 19. aldarinnar. Alþýða fólks bjó við þröngan kost í lélegu og heilsuspillandi húsnæði í nágrenni við sótspúandi verksmiðjur. Eigendur lands og húsnæðis í borg- unum hugsuðu um það eitt að hámarka gróða sinn og byggðu háreist margbýlishús í grennd við verksmiðjurnar, sem gátu tekið við ótæpilegum fjölda leigjenda. Borgaryfirvöld voru yfirleitt illa í stakk búin að kljást við vandamálin, fráveitu- og vatnsveitumál voru oft í ólestri svo og almennt eftirlit með byggingarframkvæmdum og yfirvöld höfðu lítið bolmagn til að tryggja framboð á sæmi- legu húsnæði fyrir verkafólk. Að sama skapi gátu þau ekki stjórnað fólksstraumnum til borganna en alþýða kreppuþjáðra sveitanna hélt áfram að flykkjast til þéttbýlisins. Garðborg Ebenezer Howards var í fararbroddi skipulagshugmynda um lausn á vanda iðnaðarborgarinnar. Ebenczer Howard og garðborgin Áriðl 898 gaf Ebenezer Howard, sem annars vann fyrir sér sem hraðritari í þinginu í London, út ritið To-morrow: a Peaceful Path to Real Reform. Rit hans kom aftur út árið 1902 og þá undir betur þekktum titli, Garden Cities of To-morrow. Lewis Mumford, einn áhrifamesti fræðimaður á sviði í fyrri útgáfu rits síns frá I898 setti Howard fram svæðisskipulag garðborganna (e. polycentric Social City), Þar sem gert var ráð fyrir 250 þúsund manns á 66 þúsund ekrum; miðborg með 58 þúsund manns og 6 garðborgir hver með 32 þúsund manns, hver og ein umlukin grænum beltum. skipulagsfræða á 20. öldinni, sagði árið 1965 að ekkert annað rit á sviði skipulagsmála hefði haft meiri áhrif á mótun nútíma skipulagsgerðar en rit Howards.1 Howard taldi að ekki væri mögulegt að endur- bæta gömlu iðnaðarborgina. Því þyrfti að skapa ný sjálfstæð samfélög á ódýru landbúnaðarlandi fjarri umhverfi stórborgarinnar, sem myndu smám saman létta á þrengslunum í miðborginni. Hug- mynd Howards var í raun ekkert sérlega frumleg. Svipaðar hugmyndir höfðu komið fram í skrifum útópískra höfunda á 19. öldinni og það byggða umhverfi sem garðborgirnar áttu að bjóða upp á hafði áður verið skapað, í stærstu dráttum, í „fyrirmyndarbæjum” einstakra iðnjöfra eins og í bæjunum Saltaire, Port Sunlight og Bourneville á Englandi. Hugmynd Howards var hinsvegar vel útfærð og sett fram á svo sannfærandi hátt að hann hreif með sér ýmsa iðnjöfra og stjórnmála- menn til að framfylgja hugmyndum sínum í fram- kvæmd, þó að sumar hugmyndir hans um sam- vinnu og félagslegan jöfnuð í hinum nýju sam- félögum væru verulega róttækar. í megindráttum gekk hugmynd Howards út á 57 HARALDUR SIGURÐSSON, SKIPULAGSFRÆÐINGUR /SAGNFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.