AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 61
Áhrjf garðborgarinnar á fslandi
í byrjun 20. aldarinnnar voru engar mengandi
iönaöarborgir á íslandi og húsnæðisvandamál al-
þýöunnar voru minniháttar hérlendis miðaö viö
þaö sem gerðist erlendis. Skipulagsvandamál ís-
lensku sjávarþorpanna voru aö vísu ærin en þau
stöfuöu fremur af byggingarlegri ringulreiö en
þröngbýli og óheilnæmu umhverfi. Þaö er því rétt-
mætt aö spyrja hvort ríkjandi skipulagshugmyndir
í vestrænum iönaöarsamfélögum ættu eitthvert
erindi til íslands á fyrstu áratugum 20. aldarinnar.
Tveir helstu frumkvöðlar skipulagsgeröar hér á
landi, þeir Guöjón Samúelsson arkitekt og Guö-
mundur Hannesson læknir, höföu kynnt sér ýmis-
legt í sambandi viö skipulag erlendra bæja og ríkj-
andi hugmyndafræði, meöal annars garöborgar-
hugmynd Howards. Ákveöin áhrif alþjóölegra
skipulagshugmynda í tillögum þeirra Guðmundar
og Guöjóns, frá 1924 til 1938, eru hinsvegar um-
deilanleg. í nýlegum skrifum Péturs H. Ármanns-
sonar og Bjarna Reynarssonar^um skipulag
Reykjavíkur á fyrri hluta aldarinnar hefur veriö full-
yrt aö skipulagshugmyndir þeirra félaga og skipu-
lagsgerð í Reykjavík á þriöja og fjórða áratug
aldarinnar hafi verið undir ákveönum áhrifum frá
garðborgarstefnunni eða garöborgarheföinni. Ef
réttlætanlegt er aö líta á garöborgarstefnuna sem
samnefnara þeirra skipulagshugmynda sem voru
ríkjandi á tímabilinu 1880-1930, þá eru umræddar
fullyröingar e.t.v. réttmætar. Það er hinsvegar full-
mikil einföldun að kenna viöburöaríkt tímabil í
skipulagssögunni einvöröungu viö þá stefnu. Eins
og oft vill verða um fræðileg hugtök, sem margir
skrifa um án þess að styðjast við frumheimildir,
veröa þau meö tímanum útþvæld og vilja fjarlægj-
ast smám saman upprunalega merkingu sína.
Þaö liggur vart Ijóst fyrir hvaö hin svokallaða garö-
borgarstefna stóö í raun fyrir né hvaöan hún var
upprunnin, þó alltaf sé freistandi aö kenna hana
einfaldlega viö hinn „viðurkennda” upphafsmann
sinn Ebenezer Howard. í flestum ritum er Howard
nefndur faöir garöborgarstefnunnar enda stefnan
kennd viö heitiö á bók hans. Hinsvegar er það
alkunna meöal fræöimanna aö þær hugmyndir
sem Howard prédikaöi höföu áöur birst á prenti og
jafnvel verið framkvæmdar aö vissu marki, eins og
áöur hefur veriö vikiö aö. Ef gengið er útfrá því aö
hugmyndir Howards séu kjarninn í garðborgar-
stefnunni þá er ekki réttmætt aö fullyrða aö Guö-
mundur og Guöjón hafi veriö undir ákveönum
áhrifum frá þessari stefnu. Það er eftirtektarvert aö
Skipulag Reykjavíkur 1927. Guðjón Samúelsson er að
líkindum aðalhöfundur tillögunnar. Skipulagið var
lagt fram til auglýsingar í byrjun árs 1928. Það hlaut
aldrei staðfestingu og var aðeins fylgt eftir á afmörk-
uðum svæðum enda flæddi byggðin fljótlega yfir ytri
mörk þess. Skipulagshugmyndir Guðjóns birtast í
hvað heillegastri mynd á svæðinu sunnan Landakots-
túns.
Guðmundur minnist hvergi á Ebenezer Howard í
riti sínu Um skipulag bæja frá 19166 og tekur eng-
in skipulagsdæmi frá Letchworth og Hampstead
Garden Suburb sem byggðar voru aö einhverju
leyti á hugmyndafræði Howards. Guömundur
sækir dæmin fremur til þýskra garöborga eöa
garðúthverfa og einkum til fyrirmyndarbæjanna
Port Sunlight og Bourneville á Englandi sem byg-
göir voru fyrir tíma garöborgarhugmyndar
Howards. Guðmundur nefnir þó „sveitaborgirnar”
nokkrum sinnum í ritinu, einkum í sambandi viö
endurbótastefnur í jaröeignamálum. Svo virðist
sem Guðmundi hafi þótt tillaga Howards um
almenningseign á bæjarlandinu hvað markveröust
í garðborgarhugmyndinni.7
Ljóst er aö frumkvöölar íslenskrar skipulags-
geröar voru undir áhrifum þess bæjarumhverfis
eða skipulags sem skapað var á fyrstu áratugum
20. aldarinnar, og gjarnan hefur veriö kennt, rang-
lega eöa réttilega, viö garðborg Howards. Hins-
vegar er óhætt aö fullyrða aö þessi áhrif koma
óvíöa skýrt fram í skipulagstillögum þeirra Guö-
mundur og Guöjóns. Megineinkenni hverfaskipu-
lags þeirra Unwins og Parkers eru vart greinanleg
í tillögu Guöjóns aö skipulagi innan Hringbrautar í
Reykjavík frá árinu 1927. Gatnakerfi skipulagstil-
lögunnar frá 1927 er fremur formfast og rand-
byggö er ríkjandi húsagerð. í tillögunni er ekki gert
ráð fyrir neinum botngötum í íbúðarhverfum og
sennilega er þaö ekki fyrr en áriö 1939 aö botn-
59