AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 79

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 79
Vesturhlið. í nágrannalöndunum er lögö áhersla á aö tengj- a safnaðarstarfið einhverri félagslegri þjónustu. Algengt er aö tengja félagsmiðstöð unglinga eða leikskóla kirkjunni. Hér í Grafarvogskirkju sem er um 3000 m2 að stærð er að finna útibú borg- arbókasafns Reykjavíkur ásamt rúmgóðum söl- um, þar sem fram fara samkomur sem tengjast ekki nauðsynlega hefðbundnu kirkjustarfi. Sjálft kirkjurýmið er með bekkjum sem rúma tæplega 300 manns en þegar það hefur verið opnað og tengt safnaðarsölum í eitt rými verður til salur sem tekur allt að 1100 manns í sæti. Höfundar hafa lagt sig fram um að kirkjan endur- spegli nútímaarkitektúr án þess þó að fylgja tískusveiflum líðandi stundar í byggingarlist. Þess var gætt að fara varlega með allar órökstuddar formhugmyndir en leita frekar til upphafsins og sækja innblástur frá sjálfri Biblíunni og sögu krist- innar trúar í gegnum aldirnar. Þannig töldu þeir að ná mætti fram niðurstöðu sem þyldi sífelldar breytingar komandi ára í tísku og viðhorfum. ■ Akureyrí býður ykkur velkominl

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.