Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
FRÉTTIR
| S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s |
| B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 |
Límtré-Timbureiningar
Stálgrind
Yleiningar
PIR
Steinull
Jarfi 16016 frá Helgavatni í
Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut
nafnbótina besta naut fætt árið
2016 og viðurkenningu sem
Nautastöð Bændasamtaka Íslands
veitti á búgreinaþingi kúabænda.
Ræktendur Jarfa 16016 eru
Ágústa Ó. Gunnarsdóttir, Karitas Þ.
Hreinsdóttir og Pétur og Vilhjálmur
Diðrikssynir á Helgavatnsbúinu
og tóku þau Karitas og Pétur við
viðurkenningunni úr höndum
Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur,
fráfarandi formanns deildar
kúabænda, og Sveinbjörns Eyjólfs-
sonar, forstöðumanns Nauta-
stöðvarinnar. Jarfi hefur fengið
mikla notkun að sögn Sveinbjörns,
hann er vinsæll kynbótagripur
og fáheyrt sé að gripir fái viðlíka
dreifingu. Guðmundur Jóhannesson,
ráðunautur í nautgriparækt hjá
RML, fór nokkrum orðum um
Jarfa 16016 fyrir afhendingu
viðurkenningarinnar. Í umsögn um
dætur Jarfa segir meðal annars:
„Dætur Jarfa eru góðar
mjólkurkýr þar sem mjólkurmagn
og hlutföll verðefna í mjólk liggja
um meðallag. Þetta eru fremur
smáar kýr og háfættar, bolgrunnar
og útlögulitlar með sterka yfirlínu.
Malirnar eru grannar, aðeins hallandi
og þaklaga. Fótstaða er sterkleg
en aðeins þröng. Júgurgerðin er
úrvalsgóð, júgurband mjög áberandi,
festa mjög mikil og þau frábærlega
vel borin. Spenar eru frekar stuttir og
grannir en mjög vel settir. Mjaltir eru
mjög góðar og mjaltagallar fátíðir.
Skap þessara kúa er ákaflega gott
og skapgallaðir gripir vandfundnir
í hópnum.“ /ghp
Á búgreinaþingi deildar sauðfjár -
bænda á dögunum var tillaga
samþykkt þar sem því er beint til
ÍSTEX að ullarflokkum sé fjölgað
um tvo.
Að flokkunum SF1 (svartflekkótt)
og MF1 (móflekkótt) sé bætt við þar
sem skortur sé á ull til framleiðslu á
prjónabandi. Hjá ÍSTEX hafa slíkir
flokkar verið til umræðu en eins og
staðan er núna eru önnur verkefni
í forgangi.
Með tillögunni, sem kom
frá fagnefnd búgreinadeildar
sauðfjárbænda, fylgir greinargerð
þar sem fram kemur að í ljósi þess
að skortur sé á ull til að hægt sé að
búa til stórar lotur af garni með því
að blanda saman allri svartflekkóttri
ull og allri móflekkóttri ull – og
gera úr þessum tveimur litum úrvals
prjónaband. „Þeir yrðu ekki eins
milli ára, en fengju þá lotunúmer
tengd hverju ári og væri eins og
góð vín flokkuð eftir árgerðum,“
segir í tillögunni.
Ekki í forgangi eins og er
Sigurður Sævar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir
að eins og staðan sé núna vanti
helst lambsull og hreina sauðaliti,
en kannski ekki akkúrat þessa
liti. „Þá myndu aukaflokkar auka
vinnu bænda í flokkun, ásamt
því að tefja þvott, auka liti í
framleiðslu og öllu því sem fylgir
því. Framleiðslan í Mosfellsbæ
er nálægt hámarksafköstum og
nú þegar svipaðir litir í Léttlopa,
Álafosslopa og Plötulopa.
Þá skiptir rétt markaðssetning
öllu máli. Stóra spurningin er hvort
eftirspurn og hærra verð fylgi í
raun,“ segir Sigurður.
Hann bætir því við að allt þetta
þurfi að skoða mjög vel áður en
ákvörðun er tekin um að fjölga
flokkum. „Allt þetta þarf að skoða
mjög vel áður en ákvörðun er tekin
um að fjölga flokkum.
Þetta er nokkuð sem við förum
yfir reglulega, en eins og staðan er
þá eru önnur verkefni í forgangi.
Hér mætti meðal annars nefna að
nýta betur ull af veturgömlu fé til
að auka magn af fínni og mýkri ull.“
Eftirspurn eftir náttúrulegum
litum að aukast
„Þessir tveir flokkar hafa verið
ræddir hér innanhúss undanfarin
ár, til að minnka mislitan annan
flokk (M2) og leita leiða til að auka
verðmæti. Mislit lambsull var fyrsta
skrefið sem var tekið og fékkst úr
því mjúk og góð ull sem notuð er
í handprjónaband.
Þá fylgdi svartur og mórauður
annar flokkur sem nýttur er til
að spara litarefni og 1. flokks
sauðaliti í bandlitum sem þola það.
Þvottastöðin á Blönduósi hefur
undanfarin ár búið til sérstakan
náttúrulegan lit, „silver grey“, með
að fjarlægja mórauðan hluta. Þessi
litur hefur verið seldur erlendis
í náttúrulegt gólfteppi ætluð fyrir
skemmtiferðaskip þar sem liturinn
fær að njóta sín. Ístex fær um 20-25
prósent hærra verð en annars fengist.
Þannig að tækifæri fyrir liti sem
breytast eftir lotum er til staðar og þá
virðist eftirspurn eftir náttúrulegum
litum að aukast,“ segir Sigurður
Sævar. /smh
Sauðfjárbændur vilja
fjölga ullarflokkum
– Ekki í forgangi hjá ÍSTEX eins og er
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX. Mynd / smh
Jarfi frá Helgavatni
besta nautið
Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hefur reynst farsæll
kynbótagripur. Mynd / Nautastöð BÍ
Pétur Diðriksson og Karitas Þ.
Hreinsdóttir tóku við viðurkenningu
Jarfa á búgreinaþingi. Mynd /ÁL
Bændablaðið
kemur næst 23. mars
Alþingi:
Þátttaka innlendra framleiðenda
á tollkvótum til skoðunar
Tollkvótar og þátttaka afurða-
stöðva í kaupum á þeim voru
til umræðu á þingfundi Alþingis
mánudaginn 6. mars síðastliðinn.
Tilefnið var fyrirspurn Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns
Viðreisnar, um lækkun tolla og
gjalda á innfluttar matvörur.
Þorgerður Katrín spurði
matvæla- ráðherra hvort hún hafi
beitt sér fyrir lækkun tolla og
gjalda á innfluttar matvörur til að
berjast gegn verðbólgu. Enn fremur
spurði hún hvort ráðherra ætlaði
að kappkosta að breyta reglum um
tolla og úthlutun tollkvóta sem geti
leitt til lækkunar á matvöruverði.
Hún sagðist vilja að innlendum
afurðastöðvum og vinnslustöðvum
verði óheimilt að bjóða í eða sækjast
eftir tollkvótum.
„Við vitum það alveg, og
ráðherra á að vita það, að þegar
flett er upp hverjir eru eigendur
LL42, Mata, þetta eru náttúrlega
aðilar sem eru tengdir stærstu
landbúnaðarframleiðslu hér á landi
og þeir eiga ekkert að vera að bjóða
í eða sækjast eftir tollkvótum með
það eina að markmiði að halda
þeim fjarri og halda verðinu uppi.
Þannig eru íslenskir neytendur ekki
að njóta góðs af þessari litlu glufu
sem þó fæst með tollkvótunum.“
Í tilsvörum vék Svandís
Svavarsdóttir matvælaráðherra að
þátttöku innlendra framleiðenda
á tollkvótum. „Það er ekki til að
einfalda umræðu um tollvernd að
þau fyrirtæki sem starfa í skjóli
tollverndar séu þátttakendur í slíku.
Bara svo það sé sagt.“
Hún sagði að matvælaráðuneytið
væri með nýtingu á tollkvótum
til skoðunar og nefndi að
Samkeppniseftirlitið væri enn
fremur með slík mál til skoðunar.
Verð hækkar meira í Evrópu
Í tilsvari benti matvælaráðherra
einnig á að tollar á innfluttar matvörur
væru litlir í samanburði við EFTA
löndin. Hún vísaði í gögn Hagstofu
Evrópusambandsins og sagði að
verð á svínakjöti hefði hækkað um
18,4% á síðasta ári að meðaltali í
Evrópu á meðan það hækkaði um
12% hér. Á sama tíma hefði verð
á kjúklingi hækkað um 23,5% í
Evrópu en 14,6% á Íslandi. Verð á
drykkjarmjólk hækkaði um 31% í
Evrópu en eingöngu um 8% hér.
„Ég er ekki að nefna þessar
tölur til þess að sýna fram á
það að við höfum algjörlega
sambærilegar tölu í einhvers konar
stöðugleikaumhverfi heldur til
að sýna fram á það hvað þessar
forsendur geta verið breytilegar í
heimsfaraldri, í stríðsástandi o.s.frv.
Þannig það eru ótvíræðir hagsmunir
að skapa skilyrði fyrir öfluga
matvælaframleiðslu á Íslandi.“ /ghp
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og
Svandís Svavarsdóttir. Myndir / Alþingi