Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 12

Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 FRÉTTIR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Örmerkingarmönnum hrossa býðst samstarf við Matís Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur hrossa var ýtt úr vör hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sl. mánudag, 6. mars. Nú býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. „Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna. Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum,“ segir í tilkynningu frá RML. Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað. Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni. Mynd / Aðsend Búgreinadeild sauðfjárbænda: Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðnu búgreinaþingi að beina því til ráðuneytis landbúnaðarmála að ljúka hið snarasta endurskoðun reglugerðar um sauðfjársjúkdóma. Tryggja þurfi að gripir sem hafa verið greindir með verndandi arfgerð gegn riðu verði ekki skornir niður í hjörðum þar sem riða kemur upp, eins og þekkt er erlendis. Tillagan barst úr fagnefnd þingfulltrúa og við kynningu á henni kom fram að jákvæð viðbrögð hefðu fengist úr ráðuneytinu við þessum hugmyndum. Ráðuneytið hefur haft tillögur frá Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni að nýjum reglum frá því í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli. Von á fjölda lamba í vor með verndandi arfgerð Í Bændablaðinu í október var fjallað um málið í samhengi við undanþáguheimild sem Matvælastofnun fékk til að gefa út leyfi fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum, með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti, yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Þá fengust þau svör úr ráðuneytinu um breytingartillögur yfirdýralæknis að þær hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur“, sagði þá í svarinu úr ráðuneytinu. Mikið ræktunarstarf hefur síðan verið unnið og von er á þúsundum lamba í vor þar sem líkur eru á að beri ýmist verndandi arfgerðir eða mögulega verndandi arfgerðir. Samkvæmt núverandi reglugerð verður að skera niður allt fé í hjörðum þar sem riða kemur upp. Í nýlegu svari ráðuneytisins um stöðu málsins kemur fram að ráðuneytið vinni nú að því í samvinnu við yfirdýralækni. Búast megi við breytingum á reglum þar sem tekið verður tillit til þessara hagsmuna. /smh Gimsteinn frá Þernunesi er með ARR-arfgerð, sem er viðurkennd verndandi gegn riðusmiti. Hann var næstvinsælasti sæðingahrútur sæðingastöðvanna í síðustu vertíð. Mynd / Eyþór Einarsson. Sauðfjárbændur vilja ljúka endurskoðun reglugerðar um sauðfjársjúkdóma hið snarasta. Mynd / smh Aðalfundur ÍSTEX: Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda á Hótel Natura í Reykjavík fimmtudaginn 23. febrúar. Þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á liðnu rekstrarári hafi verið 67,1 milljón króna. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu er ekki lagt til að arður sé greiddur af hlutafé heldur sé hagnaðurinn notaður til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins vegna mögulegra fjárfestinga á næstu misserum. Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar framkvæmdastjóra var aðalfundurinn ágætlega sóttur miðað við fyrri ár. Helstu tíðindin af fundinum séu góð afkoma félagsins og að enn þá sé mikil eftirspurn eftir lopavörum, auk þess sem þörf sé á fjárfestingu í bandframleiðslu. Sú breyting varð á stjórn ÍSTEX að Unnsteinn Snorri Snorrason fer út en Jóhann Ragnarsson tekur hans sæti. Stjórnina skipa að öðru leyti þau Gunnar Þórarinsson formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Halla Eiríksdóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir. /smh Skaftárhreppur: Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orustustöðum í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Hótelið mun heita Stracta Orustustaðir líkt og Stracta hótel Hreiðars Hermannssonar á Hellu, en hann er eigandi hótelsins. Átta svítur verða á hótelinu og þá verður boðið upp á ísböð. Hótelið verður um sjö þúsund fermetrar að stærð en hönnuðir gera ráð fyrir að hægt sé að byggja það í áföngum. „Svona stór uppbygging er gríðarlega atvinnuskapandi en mikill fjöldi mun starfa við verkefnið á uppbyggingartíma. Þegar rekstur er kominn af stað myndum við áætla að þörf væri á 65 stöðugildum við hótelið, sem liggur einnig í margs konar þjónustu við hótelið og gesti. Eins myndast störf vegna annarrar starfsemi sem áætlað er að reka á jörðinni sem lýtur til dæmis að ræktun, landgræðslu og skógrækt. En hugmyndafræðin á bak við verkefnið snýr að sjálfbærri uppbyggingu sem þarfnast sérfræðiþekkingar á misjöfnum sviðum,“ segir Margrét Gísladóttir, sem vinnur að verkefninu með Hreiðari. Heildarkostnaður við byggingu hótelsins verður um níu milljarðar króna. Enn er þó óljóst hvenær hótelið verður tekið í notkun. „Við ætluðum okkur náttúrlega að vera komin lengra í ferlinu en ýmsar steinvölur í veginum hafa varnað því,“ segir Margrét. /MHH Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu. Mynd /MHH Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX. Mynd / smh Bændablaðið www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.