Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Markaðir 149,9 kr Evra 140,55 kr USD 168,49 kr Pund 322,5156 kr 95 okt bensín 327,4506 kr Díesel 17,63 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,79 USD Korn (USD/sekkur) 29,1 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1368 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,81 USD Ostur (USD/pund) 4875 EUR Smjör (EUR/tonn) Afar áhugaverð staða er komin upp á nautakjötsmarkaðinum á Íslandi þar sem hækkandi verð á erlendu nautakjöti er ekki að draga úr vilja innflytjenda til að kaupa meira. Almennt er viðskiptum á innfluttu nautakjöti hagað eins og um sé að ræða hefðbundna munaðarvöru. Það sem einkennir helst viðskipti með munaðarvöru umfram nauðsynjavöru er að þau bregðast frekar við verðbreytingum. Til dæmis kaupir fólk um það bil jafn mikið magn af klósettpappír og eldsneyti, sama hvernig verðið á þeim þróast, en ef verðið á bíómiðum hækkar er líklegra að fólk horfi frekar á myndir heima hjá sér. Tengist það því að annað er nauðsynjavara en hitt er munaðarvara. Undanfarin ár hefur sem sagt verið neikvætt samband á milli verðlags og magns á innfluttu nautakjöti en í fyrra færðist bæði hins vegar í sömu átt, magn jókst á sama tíma og verð hækkaði. Bendir þetta til þess að verið sé að kaupa nautakjöt á öðrum forsendum nú en áður. Íslenskir bændur í nautakjötsframleiðslu benda á að þetta sé merki um hvernig hvatakerfi hafi verið beitt til þess að draga úr nautakjötsframleiðslu á landinu og að nú sé gat á markaðnum sem þurfi að fylla. Íslensk nautakjötsframleiðsla var minni árið 2022 en árið á undan og fækkun hefur verið á nautkálfum í eldi undanfarin tvö ár og því gæti framleiðsla minnkað enn frekar. Á sama tíma jókst stærð tollkvóta á nautakjöti meira en fjórfalt. Hvatinn til að flytja inn hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og til að ýta enn frekar undir innflutning jókst straumur ferðamanna mikið á milli ára. Nú neyðast og heild- og endursöluaðilar til að auka innflutning meira en þau hefðu eflaust kosið á þessu verðlagi til þess að mæta eftirspurn. Forvitnilegt verður að sjá hvernig þróun á nautakjötsmörkuðum verður á þessu ári og því næsta. Afurðastöðvar brugðust sumar hverjar við nautakjötsskorti í byrjun árs með því að bjóða bændum hærra afurðaverð og slá af kröfum um stærð gripa. Nautakjötsmarkaðurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár og mögulegt er að nú sé nýr veruleiki genginn í garð fyrir íslenska nautakjötsbændur. /SFB Nýr veruleiki á nautakjötsmarkaði? Hækkandi verð á erlendu nautakjöti er að draga úr kaupvilja innflytjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.