Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 24

Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Alþjóðlega áhugaleiklistarhátíðin (AITA/IATA) árið 2023 verður haldin í Debrecen, Ungverjalandi dagana 19.-25. júní 2023. Þema hátíðarinnar er Friður. AITA/IATA, eða International Amateur Theatre Association, sameinar og tengir saman áhuga- leikhópa, samfélagsleikhús og viðlíka samtök um allan heim, alla þá sem eiga sameiginlega ástríðu leikhússins. Er hátíðin fyrst og fremst tileinkuð tengslamyndun íbúa heimsins, auk réttindum manna, þá er kemur að listum og menningu, óháð þjóðerni, tungumáli, kyni, kynhneigð, þjóðernisuppruna eða trúarbrögðum svo eitthvað sé nefnt. AITA/IATA leiðir fólk saman með það fyrir augum að miðluð verði þekking og iðkun á sviði leiklistar til að dýpka skilning, skapa ný tækifæri og efla áhugaleikhúsageirann á heimsvísu. Er hátíðin afar vel sótt af meðlimum á heimsvísu og því einstakt tækifæri til þess að efla tengslanetið og njóta sýninganna og alls sem upp á er boðið. Frekari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð BÍL í info@ leiklist.is eða í síma 551-6974. /SP Alþjóðleg áhugaleiklistarhátíð: Tenging leiklistarunnenda um heim allan Þema hátíðarinnar nú í ár er friður. Mynd / leiklist.is Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum frumsýndi Fólkið í blokkinni þann 24. febrúar í Freyvangi. Miðasala er hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500. Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja frumsýndi Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson föstudaginn 3. mars við mikinn fögnuð áhorfenda. Þó nokkrar sýningar eru í boði og miðapantanir í síma 8691118 og á netfanginu gylfi1sig@gmail.com. Ávaxtakarfa Leikfélags Húsavíkur er í fullum gangi, miðapantanir eru á netfanginu midi@leikfelagid.is eða í gegnum síma 464-1129, tveimur tímum fyrir sýningu. Á döfinni ... Leikfélag Húnaþings vestra er á fullu þessa dagana að æfa söngleikinn Himinn og jörð sem saminn var af leikstjóranum sjálfum, Ármanni Guðmundssyni. Var handritið unnið í kringum lög Gunnars Þórðarsonar en einhverjir muna eftir plötu hans, Himni og jörð sem gefin var út 1981 og inniheldur sum laganna, sem alls eru sautján talsins í leikverkinu. Verk Ármanns var samið sérstaklega fyrir leikflokkinn og fjallar um tilraunir geimvera frá plánetunni Gakóvest. Þær vilja komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn alheimsins sem einmitt er staðsett á jörðinni vegna þess að þar er ástin sterkasta tilfinningin. Eitthvað misreikna geimverurnar sig því ástin er enn hættulegri en þær gera sér grein fyrir. Danshöfundur er Chantelle Carey og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir en um 40 manns koma að söngleiknum. Um er að ræða afar hressandi og skemmtilegan söngleik sem á erindi við alla aldurshópa. Sýnt verður í fimm skipti, dagana 5.-10. apríl, og hefjast sýningar kl. 21 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opnar húsið klukkustund áður og miðasalan fer fram á adgangsmidi.is. /SP Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Leikfélag Húnaþings vestra: Himinn og jörð MENNING Leikfélag Mosfellssveitar: Dýrin í Hálsaskógi Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á dögunum hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir meistara ævintýranna, Thorbjørn Egner. Verkið er vel þekkt og fá áhorfendur að upplifa samfélagið í skóginum og sjá kunnuglegum persónum á borð við söngelsku músina hann Lilla og hinn lævísa Mikka ref bregða fyrir. Dýrin í skóginum með Lilla klifurmús í fararbroddi búa við stöðugan ótta af því að verða étin af refnum og öðrum rándýrum í þeirra nánasta umhverfi, sem sjá ekki ástæðu til þess að afla sér matar á annan hátt. Þau taka þó af skarið og ákveða að útbúa ný lög í skóginum, svo allir geti búið saman í friði. Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14 og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða enda allt að verða uppselt. Miðasalan er á tix.is en einnig eru upplýsingar á Facebook-síðu félagsins. /SP Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju. Myndir / Eyþór Árnason. Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl. Mynd / Aðsend.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.