Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 37

Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 þurfi aðkomu hrossabænda að búvörusamningum. „Þá er ég ekki að tala um að við eigum að fara inn í styrkjakerfið eins og aðrar búgreinar heldur þarf að tryggja fjármuni í utanumhald vegna íslenska hestakynsins svo hægt sé að öðlast betri yfirsýn, svo við getum sinnt leiðtogahlutverki okkar og í umgjörð og utanumhald er því við kemur. Greinin byggir á arfleifð íslenskrar menningar og ég tel að hestamennskan eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um ókomna tíð. Það var mikil innspýting á sínum tíma þegar Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hrinti af stað átaksverkefni í uppbyggingu á reiðhöllum um land allt sem olli algjörri byltingu á aðstöðu og reiðmennsku. Nú tel ég að það sé kominn tími til að marka framtíðarsýn í samstarfi við stjórnvöld og koma íslenska hestinum á föst fjárframlög frá ríkinu. Áhugavert væri jafnframt að skoða lækkun á virðisaukaskatti eins og stundum hefur verið umræða um og var ein af niðurstöðum skýrslu sem unnin var árið 2009 fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Lækkun á virðisauka í 11% skatthlutfall gæti verið mikill hvati fyrir greinina innanlands eins og stjórnvöld gerðu til að mynda fyrir ferðaþjónustuna vegna sölu á gistiþjónustu með góðum árangri. Einnig er afar mikilvægt að hafa næga fjármuni eyrnamerkta í rannsóknir. Það er til dæmis tímaspursmál hvenær við þurfum að svara hver efri þyngdarmörk á knöpum séu fyrir okkar hestakyn og þá þurfum við að vera með þekkingu á reiðum höndum.“ Vill vera í virku samtali við félagsmenn Nanna telur mikil tækifæri felast í aukinni nýliðun í hestamennskunni. „Það er í raun og veru átak sem stöðugt þarf að sinna enda samkeppnin mikil. Við þurfum að sjálfsögðu að passa upp á stofnvernd íslenska hestsins og viðhalda erfðabreidd hans. Ein af stóru áskorunum sem stjórn búgreinadeildar hrossabænda stendur frammi fyrir er að fá fleiri félagsmenn inn til að sameina krafta sína innan Bændasamtakanna sem ég bind miklar vonir við að verði – sér í lagi ef við fáum aðkomu að búvörusamningum. Einnig mun ég leggja mikið upp úr því að taka samtal við grasrótina og kalla eftir skoðunum félagsmanna, hvort sem er í beinum samtölum eða fundarherferðum. Síðan verður vonandi hægt að nýta Bændatorgið innan BÍ til þess að vera í virku samtali við félagsmenn.“ VANDAMÁL Í ELDSNEYTI?? Dísel bætiefnið frá eyðir öllum raka í eldsneytiskerfum, hreinsar spíssa og kemur því í veg fyrir sveppamyndun. Það geta því sparast töluverðir fjármunir með því að nota DIESEL SYSTEM CLEAN MOTUL Á ÍSLANDI WWW.MOTULISLAND.IS SÍMI 462-4600 Stórlækkað verð á Diesel System Clean í 10L umbúðum. Hægt að panta í vefverslun Hinn nýi formaður búgreinadeildar hrossabænda mun leggja mikið upp úr því að taka samtal við grasrótina og kalla eftir skoðunum félagsmanna í beinum samtölum og fundarherferðum. Stóðhesturinn litfagri Ellert frá Baldurshaga nýkominn úr vatnsþjálfun. Jón er knár knapi. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.