Bændablaðið - 09.03.2023, Side 39

Bændablaðið - 09.03.2023, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Jarðir, lóðir og fasteignir Ertu að fara í framkvæmdir, kaupa eða selja? Við þekkjum þetta vel og aðstoðum í ferlinu. Nánari upplýsingar: viggo@landvit.is Sími 824 5066 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Hótel Saga: Skiptum á þrota- búinu lokið Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum þann 22. september 2021, var bú Hótel Sögu ehf., við Hagatorgi í Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum þrotabúsins lauk þann 28. febrúar síðastliðinn Áslaug Árnadóttir lögmaður, skipuð skiptastjóri í þrotabúinu, segir að strax við upphaf skipta hafi legið ljóst fyrir að þrotabúið ætti þó nokkuð af lausafjármunum. Lýstar kröfur í búið námu 734.914.263 milljónum króna auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag. Að sögn Áslaugar voru samþykktar veðkröfur að fjárhæð 36.752.543 milljónum króna og voru þær greiddar að fullu. Auk þess sem samþykktar forgangskröfur að fjárhæð 73.043.026 milljónum króna voru greiddar að fullu. Upp í samþykktar almennar kröfur að fjárhæð 625.118.694 milljónir króna voru greiddar 8.361.559 milljónir króna, eða um 1,33%. „Lögð var mikil vinna í að afla upplýsinga um eignirnar og mögulegt verðmæti þeirra. Eignirnar voru staðsettar í húsnæði hótelsins við Hagatorg, en húsnæðið er rúmlega 18.000 fermetrar. Um var að ræða eldhústæki og innréttingar í eldhús, húsgögn í um 235 hótelherbergjum auk húsgagna í fundarherbergjum, á tveimur veitingastöðum, í Súlnasal og í almennum rýmum. Einnig voru stórir kælar í húsinu, líkamsræktarsalur og mikið af ýmiss konar húsbúnaði.“ Áslaug segir að sala á lausafé hafi hafist í desember 2021 og lokið vorið 2022. „Fljótlega var ljóst að umfang munanna var svo mikið að kaupa þurfti aðstoð við söluna. Einnig var keypt aðstoð við að farga þeim lausafjármunum sem ekki var mögulegt að selja og aðstoð við tæmingu húsnæðisins.“ /VH Eignirnar voru staðsettar í húsnæði hótelsins við Hagatorg, en húsnæðið er rúmlega 18.000 fermetrar. Mynd / H.Kr Áslaug Árnadóttir, lögmaður og skiptastjóri í þrotabúi Hótel Sögu. Mynd / Aðsend Bændablaðið á Instagram & Facebook

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.