Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 43

Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Dieci Agri Max Power X2 er sérstaklega hannaður fyrir landbúnaðargeirann og við hönnun hans var lögð áhersla á að tryggja hámarksafköst, minnka kostnað og hámarka uppitíma. Dieci Agri Max Power X2 er gríðar öflugur lyftari og nær 50 km hraða á klst. Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun. Sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 30 metrar. Aukabúnaður er í miklu úrvali á lyftarana svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar, margar gerðir af skóflum og svo framvegis. Hafðu samband í dag Hafðu samband við sérfræðinga okkar varðandi Dieci skotbómulyftara með því að hringja í síma 510 9100 eða sendu okkur fyrirspurn á salah8@veltir.is eða komdu til okkar í kaffi til að ræða málin í glæsilegri þjónustumiðstöð okkar að Hádegismóum 8. Hjá okkur starfar framúrskarandi teymi fagmanna sem búa yfir áratuga reynslu í söluráðgjöf og þjónustu við atvinnutæki. Dieci á Íslandi | Hádegismóar 8 | Sími 510 9100 | salah8@veltir.is DIECI á Íslandi | VELTIR Byltingarkennd nýjung í Dieci Agri Max Power X2 Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi. Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) var þátttakandi á búgreinaþingi 2023 sem haldið 22. og 23. febrúar. Deildin var stofnuð síðasta sumar, en þá var einungis fiskeldisfyrirtækið Landeldi hf. innan deildarinnar. Fyrir búgreinaþing varð fyrirtækið Geo Salmo aðili að deildinni og eftir þing bættist fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) við. Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, var endurkjörinn formaður deildarinnar á þinginu og verður fulltrúi hennar á Búnaðarþingi 2023. Í stjórn með honum eru Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo og Lárus Ásgeirsson frá ILFS. Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð síðasta sumar, á sama tíma og deild landeldis innan BÍ. Aðild að þeim eiga Samherji og Matorka auk þeirra þriggja fyrirtækja sem eru í búgreinadeild BÍ. Við stofnun ELDÍS var viljayfirlýsing undirrituð við BÍ um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu. „Það sem er efst á baugi hjá okkur er að deildin ætlar að beita sér fyrir bættum ferlum í tengslum við úrvinnslu umsókna til hins opinbera. Þá ætlar deildin að kortleggja lög og reglur um söfnun úrgangs og leggja mat á það hvort og þá hvað gæti hamlað nýsköpun á sviði endurnýtingar eldisúrgangs til áburðargerðar,“ segir Þorvaldur formaður að afloknu búgreinaþingi. Hann verður fulltrúi deildar landeldis á Búnaðarþingi 22. og 23. mars. /smh Landeldisbændur: Endurnýting eldisúrgangs til áburðargerðar Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Á búgreinaþingi var Jóhann Gísli Jóhannsson endurkjörinn sem formaður deildar skógarbænda. Ný stjórn var kosin með smávægilegum breytingum. Tíu ályktanir voru sam- þykktar til áframhaldandi umræðu á Búnaðarþingi í lok mars. Í stjórn skógarbænda eru núna, ásamt Jóhanni Gísla, Guðmundur Sigurðsson og Hrönn Guðmundsdóttir. Ný í stjórn eru Laufey Leifsdóttir og Dagbjartur Bjarnason. Sighvatur Jón Þórarinsson og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir létu af sínum stjórnarstörfum. Skógarbændur samþykktu ályktun sem beindi því til Búnaðarþings að beita sér fyrir að aukið fjármagn í búvörusamningunum væri hugsað í skjólbeltaræktun, enda væri ávinningurinn mikill hvað uppskeruauka varðar. Þrjár ályktanir snertu á loftslags- málum. Til að byrja með var ákall eftir að gera skógareigendum mögulegt að meta kolefnisbindingu eldri skóga og fá tækifæri til að nýta hana til kolefnisjöfnunar í búrekstri sínum. Enn fremur var lagt til að kolefnisbinding í nytjaskógi yrði viðurkennd sem skógarafurð. Í greinargerð þeirrar ályktunar segir: „Deilur hafa verið um hvort kolefnisbinding fylgi trénu sem afurð eða ekki. Ráðuneyti og Alþingi hafa viðurkennt að skógur sé í eign landeigenda, en ekki viðurkennt að kolefnisbindingin í nytjaskóginum sé eign landeiganda að sama skapi eða fylgi trénu sem slíku. Af þessum orsökum er nauðsynlegt að kolefnisbinding verði almennt viðurkennd sem skógarafurð í nytjaskógrækt.“ Að auki var vísað til ramma- samnings ríkisins við Bændasamtök Íslands, sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í framleiðslu með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. „Skógrækt er best þekkta leiðin til kolefnisbindingar og til að geta staðið við kolefnishlutlausan íslenskan landbúnað árið 2030 er nauðsynlegt að þeir peningar sem ætlaðir eru til Skóg-BÍ fari til þeirra verkefna sem samningurinn kveður á um,“ segir í greinargerð. Skógarbændur óskuðu eftir að aukinnar varúðar verði gætt við innflutning á afurðum sem geta borið með sér plöntusjúkdóma og meindýr, en tilefnið er nýlega veitt heimild matvælaráðuneytisins til innflutnings á trjábolum með berki. Að auki samþykktu skógarbændur ályktun sem kallaði eftir annarri nálgun á sauðfjárbeit. Í greinargerðinni er sagt brýnt að taka til greina hagsmuni fleiri en sauðfjáreigenda þegar kemur að regluverki í kringum beit. Skógarbændur vilja; „girða búsmalann inni þar sem honum er ætlað að vera frekar en að girða hann úti.“ /ÁL Skógarbændur: Tíu ályktanir og breyting á stjórn Ný stjórn deildar skógarbænda. Frá vinstri, Laufey Leifsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, Hrönn Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Á myndina vantar Dagbjart Bjarnason. Mynd / ÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.