Bændablaðið - 09.03.2023, Page 44

Bændablaðið - 09.03.2023, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Tillögurnar eru alls 31 og dreifast á sjö málaflokka sem hver snýr að tilteknum hluta virðiskeðju lífrænnar matvælaframleiðslu og innviðum þeirra. Áætlunin er liður í áherslum ríkisstjórnarinnar sem birtast í stjórnarsáttmálanum þar sem fram kemur að tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sé lykilþáttur í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar, þar sem eftirspurn eftir vottuðum lífrænum vörum fari vaxandi. Sambærileg áætlun við Norðurlöndin og ESB Áætlunin styðst við sambærilega stefnumótun annarra Norðurlanda og Evrópusambandsins (ESB), sem hafa sett sér markmið um aukna hlutdeild lífrænna afurða, bæði í landbúnaðarframleiðslu og á neytendamarkaði. Því sé efling lífrænnar framleiðslu á Íslandi liður í að styrkja samkeppnisstöðu landsins, auk þess sem lífrænar aðferðir viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í jarðvegi og eru hluti hringrásarhagkerfisins. Engar tölur til um markaðshlutdeild á Íslandi Í aðgerðaráætlun Environice kemur fram að ESB hafi sett markmið um að árið 2030 verði að minnsta kosti 25 prósent af öllu landbúnaðarlandi innan sambandsins komið með lífræna vottun og að þá hafi jafnframt orðið veruleg aukning í lífrænu lagareldi. Sérstök aðgerðaráætlun var samþykkt vorið 2021 til að fylgja markmiðunum eftir sem fól í sér þrjú undirmarkmið; örva eftirspurn og tryggja traust neytenda, styðja við aðlögun og styrkja alla virðiskeðjuna og stuðla að því að lífrænn landbúnaður skapi fordæmi, þar með talið með því að bæta framlag lífræns landbúnaðar til umhverfislegrar sjálfbærni. Í bakgrunnsupplýsingum fyrir aðgerðaráætlunina kemur fram að árið 2020 hafi 3,4 prósent af landbúnaðarlandi Evrópusambandsins verið komið með lífræna vottun og að í 15 löndum sambandsins hafi hlutfallið verið hærra en tíu prósent. Á heimsvísu hafi hlutfallið verið 1,6 prósent. Almennt hafi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum farið vaxandi og hafi heildarveltan í greininni numið 121 milljarði evra á heimsvísu árið 2020. Það ár hafi markaðshlutdeild þessara vara verið hæst í Danmörku af Evrópusambandslöndunum, um 13 prósent, en Sviss og Austurríki komu þar næst á eftir með um tíu prósent. Engar tölur eru til á Íslandi um hlutdeild þessara vara. Efling lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi – Gæti haft í för með sér fjölda jákvæðra áhrifaþátta á náttúru og samfélag Í byrjun þessa árs skilaði ráðgjafarfyrirtækið Environice tillögum til matvælaráðherra að aðgerðaráætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Fram til þessa hefur Ísland ekki sett sér markmið um hlutfall lífræns vottaðs lands af landbúnaðarlandi né um markaðshlutdeild lífrænnar vöru, ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum. Environice leggur til að stefnt verði að því að árið 2030 verði tíu prósent af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið lífrænt vottað. Árið 2020 var það hlutfall 0,3 prósent, aðeins Grænland er neðar á lista landa innan Evrópska efnahagssvæðisins með núll prósent. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Í DEIGLUNNI Tillögurnar 31 skipt niður á efnisflokkana sjö 1. Aðlögunar- og rekstrarstyrkir 1.1. Heildarendurskoðun reglugerða Ráðist verður í heildarendurskoðun á ákvæðum reglugerða sem gilt hafa um stuðning við lífræna framleiðslu, einkum reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020 og reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021. Markmiðið með endurskoðuninni er að reglugerðirnar endurspegli nýtt fyrirkomulag (sjá aðgerðir 1.2-1.7 hér að neðan) og geri það sem aðgengilegast. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið 1.2. Aðlögunarsamningar Í stað núverandi aðlögunar styrkja verði boðið upp á sjö ára aðlögunar- samninga við framleiðendur sem hyggjast hefja lífræna framleiðslu. Á grundvelli þessara samninga verði veittir styrkir yfir tveggja til þriggja ára tímabil til að mæta kostnaði nýrra framleiðenda vegna lögbundinnar aðlögunar að lífrænni framleiðslu undir eftirliti vottunarstofu, þ.m.t. kostnaði vegna breytinga á húsakosti, endurnýjunar tækjabúnaðar, endur- ræktunar, lækkunar tekna vegna minni framleiðslu, efnagreininga, námskeiða, ráðgjafar, skýrslugerðar og fyrstu úttekta vottunarstofu. Samningar miðist við að vottun fáist að þessum tíma liðnum og að eftir það verði veittir áframhaldandi styrkir til loka samningstímans til að standa undir kostnaði vegna lækkunar tekna, námskeiða, ráðgjafar, skýrslugerðar, úttekta og vottana. Fjárhæðir miðist við að á þessum síðari hluta samningstímans standi styrkir að öllu leyti undir fimm síðasttöldu kostnaðarliðunum, allt að tiltekinni hámarksupphæð fyrir hvern lið. Framleiðendum sem þegar hafa hafið aðlögun eða fengið vottun á síðustu árum verði einnig boðnir aðlögunarsamningar þar til sjö ár eru liðin frá því að aðlögun þeirra hófst, þá með þeim hætti að sá aðlögunarstuðningur sem þeir hafa þegar notið komi til frádráttar. Í öllum aðlögunarsamningum verði ákvæði um riftun og uppgjör ef framleiðandi ákveður að hætta í aðlögunarferli eða endurnýja ekki vottun á samningstímanum. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 1.3. Fjárfestinga- og tækjastyrkir Auk styrkja skv. aðlögunarsamningum (sbr. aðgerð 1.2) verði samningshöfum, sem og öðrum framleiðendum með lífræna vottun, boðnir sérstakir fjárfestinga- og tækjastyrkir til kaupa á sérhæfðum búnaði sem stuðlar að aukinni framlegð og bættri nýtingu lífræns áburðar, svo sem til kaupa á róbótum, niðurfellingarbúnaði til áburðardreifingar, tækjum til safnhaugagerðar o.fl. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 1.4. Styrkir vegna flutninga á aðföngum Auk styrkja skv. aðlögunarsamningum (sbr. aðgerð 1.2) verði samningshöfum boðnir sérstakir styrkir til að greiða flutning á lífrænum áburði frá aðilum utan búsins, t.d. sem nemur kostnaði vegna allt að tveggja 20 tonna bílfarma á ári. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 1.5. Sérstakur stuðningur við hóp vottun Sérstakir að lögunar samningar verði boðnir framleiðendum sem uppfylla skilyrði reglugerða um hópvottun.6 Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 1.6. Sérstakur stuðningur við afurðastöðvar Sérstakir styrkir verði boðnir afurðastöðvum til að mæta kostnaði vegna lífrænnar vottunar. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Matvælastofnun 1.7. Álag á almennar suðningsgreiðslur Við endurskoðun búvörusamninga verði gert ráð fyrir að lífrænum framleiðendum verði greitt sérstakt álag á almennar stuðningsgreiðslur með vísun til jákvæðra áhrifa framleiðslunnar á almannagæði (sjá skýringar). Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 2. Aðföng 2.1. Úttekt á nýtingu matarleifa og annars lífræns efnis til áburðar eða fóðurs Lokið verði við yfirstandandi greiningar á mögulegri framleiðslu á áburði og fóðri sem uppfyllir skilyrði reglugerða um aðföng í lífrænni framleiðslu, bætt við frekari greiningum ef ástæða þykir til og í framhaldinu tekin ákvörðun um stuðning við lífræna áburðarvinnslu. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Matís og RML 3. Rannsóknir, kennsla, ráðgjöf, nýsköpun og vöruþróun 3.1. Grunnnámskeið um lífræna framleiðslu Gerður verði sérstakur samningur við Landbúnaðarháskóla Íslands um skyldunámskeið um lífræna framleiðslu við upphaf háskólanáms við skólann. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og ný- sköpunar ráðuneytið 3.2. Prófessorsstaða við Land búnaðar háskóla Íslands Stofnuð verði staða prófessors á sviði lífrænnar framleiðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands og staðan mönnuð sérfræðingi sem uppfyllir hæfniskröfur. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið 3.3. Efling rannsókna og kennslu við Landbúnaðarháskóla Íslands Tiltekinni lágmarksprósentu af fram- lögum til rann sókna í land búnaði verði varið til rannsókna á sviði lífrænnar framleiðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands undir stjórn prófessors við skólann (sbr. aðgerð 3.2). Jafnframt verði stutt sérstaklega við þátttöku skólans í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á sviði lífrænnar ræktunar, þ.m.t. verkefnum um kolefnisbúskap og líffræðilega fjölbreytni í efstu lögum jarðvegs. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið 3.4. Námsbraut um lífræna framleiðslu Í framhaldi af stofnun prófessorsstöðu (sbr. aðgerð 3.2) verði komið á sérstakri námsbraut um lífræna framleiðslu á háskólastigi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þannig verði námsframboð skólans á þessu sviði aukið og aðgangur framleiðenda og annarra að endurmenntun bættur. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið 3.5. Bætt aðstaða til rannsókna Sérstöku fjármagni verði varið til uppbyggingar á aðstöðu til rannsókna og verklegrar kennslu í lífrænni ræktun við íslenska háskóla, vegna rannsókna í búfjárrækt, jarðrækt, útiræktun, ylrækt, fiskeldi og áburðarframleiðslu. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið 3.6. Bætt aðstaða til verklegrar kennslu Sérstöku fjármagni verði varið til uppbyggingar og lagfæringa á aðstöðu til verklegrar kennslu í lífrænni ræktun við Garðyrkjuskólann á Reykjum / Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið 3.7. Efling ráðgjafar fyrir lífræna framleiðendur Gerður verði nokkurra ára samningur (7 ár til að byrja með) við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) um fast árlegt framlag til uppbyggingar þekkingar sem nýtist í ráðunautaþjónustu og annarri ráðgjöf til lífrænna framleiðenda, þ.m.t. ráðgjafar um ræktun, fóðrun, búfjárhald, markaðs- og kynningarstarf, lög, reglur, umsóknarferli og skýrsluhald. Í samningnum verði sérstakt ákvæði um að framleiðendur sem hafa hug á að hefja lífræna ræktun geti fengið heimsókn ráðgjafa sem gera myndi lauslega úttekt á möguleikum viðkomandi býlis til að hefja lífræna ræktun og benda á atriði sem þarfnast breytinga til að svo geti orðið. Í samningnum verði ákvæði um árleg skil skýrslu með ítarlegum upplýsingum um ráðstöfun framlagsins á nýliðnu ári. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 3.8. Stuðningur vegna erlendra samskipta Boðnir verði sérstakir styrkir til að auðvelda heimsóknir erlendra sérfræðinga og kynnisferðir framleiðenda til að fræðast um lífrænar aðferðir og tækni í nágrannalöndum. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við Bændasamtök Íslands 3.9. Stuðningur við nýsköpun og vöruþróun Árlega verði úthlutað sérstökum styrkjum úr Matvælasjóði til að styðja við nýsköpun og vöruþróun í lífrænni framleiðslu. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið 3.10. Stuðningur við rannsóknir og þróun vegna lífræns fiskeldis Tiltekinni lágmarksprósentu af styrkjum úr Fiskeldis sjóði og Um hverfis sjóði sjókvíaeldis verði beint til verkefna á sviði lífræns lagareldis. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið 4. Opinber innkaup 4.1 Lífrænt vottaðar vörur í innkaupastefnu Stefna ríkisins um opinber innkaup verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að innkaup á lífrænt vottuðum vörum og vörum úr nærumhverfi fái aukið vægi, svo sem með ákvæðum um tiltekið lágmarkshlutfall lífrænnar vöru í innkaupunum og um innra verðmat sem tryggir lífrænum vörum og vörum úr nærumhverfi tiltekið forskot í verðsamanburði. Í þessu sambandi verði sett töluleg markmið um hlutdeild lífrænnar vöru í innkaupunum og sérstaklega hugað að innkaupum fyrir mötuneyti á vegum ríkisins. Jafnframt verði leitað eftir samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi hvatningu til sveitarfélaga um sambærilega markmiðssetningu og áherslur við innkaup. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Ríkiskaup og Samband íslenskra sveitarfélaga 4.2 Lífrænt vottaðar vörur í „Grænum skrefum“ Gátlistar „Grænna skrefa“ í ríkisrekstri verði endurskoðaðir með það að leiðarljósi að innkaup og framboð á lífrænt vottuðum vörum og vörum úr nærumhverfi fái aukið vægi. Ábyrgð: Matvælaráðuneytið í samvinnu við umhverfis-, orku og loftslags- ráðuneytið og Umhverfisstofnun Biobú er eina lífrænt vottaða mjólkurvinnsla landsins. Mynd / smh Einn atkvæðamesti framleiðandi lífrænt vottaðrar matvöru er Móðir Jörð í Vallanesi. Mynd / smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.