Bændablaðið - 09.03.2023, Page 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
Í tilefni af því að alifuglarækt er
búin að slá við sauðkindinni sem
mest framleidda kjötafurð landsins
er gráupplagt að skella í klassískan
miðvikudagskjúklingapottrétt.
Eins og í alla miðvikudags-
pottrétti er um að gera að nýta allt
það grænmetið sem varð undir í
baráttunni að komast sem meðlæti
með sunnudagssteikinni. Brokkolí,
blómkál, grænkál, næpur, hnúðkál,
rauðrófur, gulrætur, sellerí og
jafn vel spínat er allt velkomið út
í pottinn. Góðu fréttirnar eru svo
að af því að það er miðvikudagur
nennum við ekki að vaska upp nema
í mesta lagi pönnu og kannski einn
pott. En slæmu fréttirnar eru að það
er mikilvægt að pannan sé ekki með
„teflon“ húð. Við viljum að kjötið
festist örlítið við botninn til að búa
til brúnt bragð, fond eða skófir eða
hvað við viljum kalla það.
Hasar í einni pönnu
Það er skemmtilegt að blanda bæði
dökku lærkjöti og hvítu bringukjöti
saman til að rétturinn verði ekki of
einsleitur. Kjarnafjölskyldustærð
væri sirka svona:
Fjögur læri og heil bringa. Skera
niður í munnbitastærð, gott að hafa
bringubitana örlítið stærri en þá
af lærunum. Þannig haldast þeir
ljósu safaríkir og þeir dökku verða
örlítið stökkari sem gefur réttinum
skemmtilega áferð.
Bitarnir eru settir í heita olíuborna
pönnu. Passa að hafa bara eitt lag
af kjúklingabitum í botninum á
pönnunni. Þannig má hún ekki vera
af minnstu gerð fyrir þetta magn.
Þarna á kjúklingurinn einmitt að
festast örlítið við botninn og fá
fallegan brúnan lit. Þegar óttinn um
að herlegheitin fari úr brúnum yfir í
svart og allt byrji að brenna er um
að gera að hræra svolítið í og bæta
söxuðu grænmeti við. Allt nema
hvítlaukurinn fer hér út í. Ef þarf að
bæta við af olíu svo ekkert brenni fer
matskeið eða svo af henni út í með
grænfóðrinu.
Hér er góður tími til þess að
krydda. Pipar, smá salt (ekki of
mikið), lauk- og hvítlauksduft sem og
þurrkuð steinselja er ágætis byrjun.
En allt þetta klassíska er í boði líka:
Paprika, chiliduft og allar blöndurnar;
Herbes de provence, Best á kjúllann
og hvað þetta allt heitir á allt við á
miðvikudögum.
Þegar grænmetið er byrjað að
mýkjast og gefa frá sér smá vökva sem
byrjar að losa fondinn af botninum er
hvítlaukur kreistur út í. Gott að setja
með honum klípu af smjöri. Þegar
hann byrjar að ilma eftir nokkrar
sekúndur er komið að því að að
losa restina af þessu botnfasta. Tvær
gusur af hvítvíni, bjór eða bara vatni
ef ekkert er búsið. Skrapa botninn
vel. Þegar vökvinn hefur mestallur
gufað upp er tveimur matskeiðum
hæfilega fullum sáldrað yfir allt
saman og hrært örlítið í. Því næst er
einum og hálfum desilítra af vatni eða
soði, hvort heldur sem er beinaoð eða
bara brimsalt teningasoð, hellt út í.
Þá hálfur desilítri af mjólk og hræra
vel saman. Malla í nokkra stund,
fimmtán mínútur eða svo. Smakka
til með salti og meira af krydderíi ef
það vantar. Bera fram með soðnum
grjónum eða kartöflumús – og þá
helst úr pakka.
Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu
og Pétri og gefum þeim orðið: Við kaupum
býli og rekstur árið 2014 af föður Heiðrúnar,
Eymundi Þórarinssyni, og tókum við bæði
hrossa- og nautgriparækt sem við höfum haldið
áfram með. Saurbær hefur verið í fjölskyldu
Heiðrúnar síðan fyrir aldamót 1900 og er
Heiðrún 5. ættliður sem tekur við.
Býli: Saurbær.
Staðsett í sveit: Fyrrum Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði.
Ábúendur: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og
Pétur Örn Sveinsson.
Fjölskyldustærð: Við hjónin, Árdís Hekla, 5
ára og Halldóra, Sól 2 ára. Hundurinn Lýra og
kisurnar Snotra og Rósa.
Stærð jarðar: Tæpir 250 hektarar, þar af 47
hektarar ræktað land.
Gerð bús: Hrossarækt og nautgriparækt.
Hryssur og unghross í hagagöngu og uppeldi.
Tökum hross í tamningu, þjálfun og sinnum
reiðkennslu. Erum með íbúð í leigu fyrir
ferðaþjónustu.
Fjöldi búfjár: Hrossin okkar eru ca 60.
Rúmlega 20 holdakýr, tæplega 20 naut í
uppeldi. 10 kindur.
Hefðbundinn vinnudagur: Hann getur oft
verið óhefðbundinn! En svona venjulega þá
er gefið í hesthúsinu milli 7-7:30. Svo er
morgunmatur og annað okkar keyrir dæturnar
í leikskóla í Varmahlíð. Svo hefst vinnan í
hesthúsinu við að þjálfa hestana og öllu sem
því tilheyrir.
Hirt er um naut og kýr í fjósinu kvölds og
morgna. Útigangi gefið, lagað það sem þarf
að laga. Reiðkennslu sinnt og íbúðin græjuð
ef það á við. Dagurinn getur annars verið
mismunandi milli árstíða.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin:
Skemmtilegast er að þjálfa góða hesta, taka á
móti heilbrigðu ungviði og heyskapur í góðu
veðri og allt virkar. Það er allt skemmtilegt
þegar það gengur vel. Leiðinlegast eru veikindi
og bilanir af öllu tagi.
Búskapurinn eftir 5 ár: Ná betri árangri í því
sem við erum að gera og frekari uppbygging
eigi sér stað á bænum.
Ísskápurinn: Mjólk, ostur, smjör.
Vinsælasti maturinn á heimilinu: Nautalund
með öllu tilheyrandi, úr eigin ræktun að
sjálfsögðu, hjá okkur fullorðna fólkinu, en
hjá dætrunum er það sjálfsagt grjónagrautur
og slátur.
Eftirminnilegasta atvikið: Það eru mörg
eftirminnileg atvik sem koma upp hugann.
Ef við nefnum frá síðasta ári, þá komst
hestur frá okkur, hann Hlekkur frá Saurbæ, í
úrslit í feiknasterkum A-flokki á Landsmóti,
en Pétur sýndi hestinn og hefur þjálfað og
byggt hann upp.
Einnig áttum við 8. þyngsta nautið yfir
landið í fyrra.
BÆRINN OKKAR
MATARKRÓKURINN
Haraldur Jónasson
haradlur@gmail.com
Hversdagslegur kjúklingur
Saurbær
Pétur Örn og Hlekkur frá Saurbæ á Landsmóti
í sumar.
Nautið Aladín, undan Draumi við störf í sumar.
Tveir rúmlega þrítugir teknir til kostanna.
Fjölskyldan á Saurbæ.
Miðvikudagsalifugl
Kjúklingur: Fjögur læri + ein bringa
Sellerí: Einn stöngull
Gulrætur: Tvær sæmilegar
Laukur: Einn lítill
Brokkolí: Eitt tré eða svo
Hvítlaukur: Tvö-þrjú rif
Vatn: Einn og hálfur dl
Mjólk: Hálfur dl