Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 66

Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en upp úr aldamótum finnast ungar og með því staðfest fyrsta varp eyruglu á Íslandi. Fyrst um sinn var ekki fylgst að neinu ráði með því hvernig landnámið þróaðist. En um og upp úr 2010 var gert átak í að fylgjast betur með hvernig landnáminu miðaði. Eyrugla er skógarfugl og í þeim löndum sem hún þekkist er hún þekkt fyrir að nýta sér hreiður annarra fugla sem gera sér hreiður í trjám. Hér á Íslandi eru mest lágreistir skógar og lítið um aðra stóra fugla sem gera sér hreiður sem eyruglan getur nýtt sér. Það er því líklegt að hérna verpi þær mest á jörðinni. Öfgar í veðráttu og lítill fjölbreytileiki í fæðuframboði gerir Ísland nokkuð krefjandi fyrir landnema eins og uglu sem verpir einungis einu sinni á ári. Ef varp misferst er líklegt að það verði ekki reynt aftur fyrr en að ári liðnu. Nú er áætlað að hér séu um 15-20 pör. Það virðist því vera að hægt og rólega fjölgi pörum þótt varpstofninn sé vissulega enn þá mjög lítill. Eyruglan á eina náskylda frænku sem er brandugla og vel þekktur varpfugl um allt land. Þær geta reynst nokkuð líkar og ekki óalgengt að þeim sé ruglað saman. Eyruglan hefur þessi stóru einkennandi fjaðureyru sem hún dregur nafnið sitt af en branduglan hefur líka fjaðureyru, bara mun minni. Það sem tekur af allan vafa eru síðan þessi stóru appelsínugulu augu eyruglunnar á meðan branduglan hefur gul augu. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson FRÆÐSLA Svo virðist sem litagleðin sé allsráðandi í tískuheiminum, en meðal þess sem var á toppnum á tískuvikunni nýverið er bæði gult, bleikt, gull og loðið. Nýyfirstaðin tísku­ vika hausts 2023 (fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig) bauð upp á ýmis skemmtilegheit en frá Milan sýndi m.a. Gucci skærbleika loðfeldi, silfurdress og aðra gleði. Tískuvikan í London var að sama skapi skrautleg og kom sígilda merkið Burberry skemmtilega á óvart. Löngum þekkt fyrir klassíska jarðartóna skörtuðu nú módel þess skærum bleikum, gulum og bláum litum enda hafði hönnuður línunnar, Daníel Lee, bæði farið offari í litatryllingi auk þess að hafa blásið upp hið köflótta staðalmynstur Burberry. Útkoman kom þó skemmtilega á óvart og ekki annað hægt að segja en litadýrðin sem nú tröllríður merkinu muni ekki fara framhjá neinum. Daníel Lee hefur áður hrist upp í hlutunum á svipaðan hátt, en einhverjir muna e.t.v. eftir tvisti hans á hönnun undir merkjum Bottega Veneta fyrir nokkrum árum. Bottega Veneta er vel þekkt, m.a. fyrir staðalhönnun sína á töskum, þar sem efnið er fléttað saman. Með það í huga útfærði Daníel fatnað þar sem fléttað mynstrið lék stærstan þátt í því sem gladdi augað. Hann leikur nú sama leik undir merkjum Burberry og er útkoman afar áhugaverð. H a f a f l e i r i tískuveldi tekið þá ákvörðun að litadýrðin verði allsráðandi í haustlínum sínum og áhugavert að leita þar fanga. Að minnsta kosti geta þeir sem langþreyttir eru orðnir á drapplitum tónum, sem oft ráða ríkjum á þeim tíma árs, sett upp sparibrosið og látið sig hlakka til haustsins. Í bland við litadýrðina er gull áberandi og hafa gullstígvél skotið upp kollinum vítt og breitt um lendur tískunnar nýverið. Það er því enginn maður með mönnum nema að verða sér úti um a.m.k. eitt slíkt par svona fyrir haustið, en gylltir fylgihlutir eru einnig, eða verða, hæstmóðins er nær dregur hausti. Nú er bara um að gera að fara að leita sér fanga fyrir þessa skemmtilegu árstíð sem fram undan er – grafa upp gyllta fylgi­ hluti og pússa gyllta skartið. Athuga svo hvort einhvers staðar leynist ekki litríkir gervipelsar sem má bursta rykið af. Annars fyrir þá sem hata liti þá má alltaf grípa í svart. Góðar stundir. /SP Tíska: Litríkt og lokkandi Gucci haust '23 hér, fyrstu tvö módelin talin frá vinstri, svo uppblásið mynstur hönnuðar Burberry. Til hliðar má sjá hina margumræddu tösku Bottega Veneta, en sami hönnuður vann með það mynstur á árum áður. Svo má ekki gleyma staðalútbúnaði haustsins, gullstígvélunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.