Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 30
Ég hóf störf á geðsviði LSH sumarið 2020, eftir þriðja námsárið mitt í hjúkrun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á geðsviðinu og einnig störfum sem tengjast áfengis- og vímuefnavandamálum. Ég ákvað þess vegna að sækja um á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild sem var á þeim tíma staðsett á Kleppsspítala og var þá endurhæfingardeild sem sinnti einstaklingum með tvígreiningar. Eftir að ég hóf störf þar vaknaði enn meiri áhugi hjá mér á geðhjúkrun og þeirri vinnu sem felst í starfinu. Í þessari dagbókarfærslu fer ég yfir morgunvakt á virkum degi. Það er mikið um útskriftir, innlagnir, fjölskylduvinnu og meðferðarviðtöl. Áhersla er lögð á teymisvinnu svo vaktin gangi eins áreynslulaust fyrir sig og hægt er miðað við álag og aðstæður. Morgunvaktin byrjar saman inni á vaktherbergi og þar er munnlegt rapport. Mér finnst gott að byrja morgunvaktir á því að fá mér kaffibolla á meðan rapporti stendur. Farið er yfir hvernig kvöldið áður gekk fyrir sig, frekari breytingar á andlegri líðan skjólstæðinga og hvort það sé eitthvað sem þarf að hafa í huga varðandi skipulag morgunvaktarinnar. Eftir rapport fer ég inn á lyfjaherbergi til þess að skoða lyfin fyrir vaktina. Verið er að prófa nýja verkferla á deildinni og koma lyfjatæknar til að taka saman morgunlyfin. Ég sest við tölvuna og fer yfir lyfin hjá hverjum og einum svo ég hafi betri yfirsýn. Ég sé að þrír skjólstæðingar eru skráðir á forðasprautu og skrái það hjá mér. Eftir þessa yfirferð les ég mig aðeins til um skjól- stæðingana sem ég er skráð á, en þeir eru tveir á þessari vakt. Ég undirbý mig svo fyrir morgunfund og les mig til um breytingar og annað sem þarf að taka fyrir á þeim fundi. Þegar búið er að undirbúa morgunlyfin fer ég með þau til skjólstæðinganna, býð þeim góðan daginn og kanna líðan þeirra. Mér finnst mjög gott að nota lyfjagjafatímann á morgnana til að opna daginn með mínum skjólstæðingunum þann daginn. Morgunfundurinn er haldinn með öllum meðferðaraðilum deildarinnar, sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og ráðgjafar. Farið er yfir hvern og einn skjól- stæðing og hvaða meðferðaleiðir eru nýttar. Ég mætti á fundinn þegar komið var að því að ræða mína skjólstæðinga en þennan dag var fyrirhuguð útskrift hjá öðrum skjólstæðingi mínum og var farið yfir þá þætti sem þyrfti að undirbúa fyrir útskrift. Læknir á vaktinni bað mig um að taka saman lyf fyrir fjóra daga fyrir skjólstæðing minn sem átti að útskrifast svo hann fengi lyfjarúllu með sér heim. Fór ég þá inn á lyfjaherbergi og byrjaði að undirbúa lyfjatiltekt. Stuttu seinna talaði ég við skjólstæðinginn og móður hans, gaf honum síðustu vítamínsprautuna sem hann var skráður á og lyfin til þess að taka með heim. Læknirinn Va kt in m ín Morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma Meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma er 16 rúma legudeild sem skiptist í 10 bráðapláss og sex endurhæfingarpláss. Deildin var opnuð í janúar 2022, þegar geðrofsteymi móttökugeðdeildar og sérhæfð endurhæfingargeðdeild sameinuðust í eina deild. Deildin tekur á móti sjúklingum með bráðan og alvarlegan geðrænan vanda og sinnir jafnframt endurhæfingu fólks með geðrofssjúkdóma og algengar fylgiraskanir eins og kvíða, þunglyndi og vímuefnavanda (tvígreiningarvandi). Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á meðferðargeðdeild geðrofssdjúkdóma. Katrín Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, 33A Umsjón: Sigríður Elín Ásmundsdóttir / Myndir: Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.