Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 79
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 79 Ritrýnd grein | Peer review atriði sem hér hafa verið rakin sýna nauðsyn þess að fræðsla um smokka þurfi að fjalla um fleira en að þeir komi í veg fyrir kynsjúkdóma og þungun. Aðrar rannsóknir hér á landi og erlendis hafa einnig sýnt fram á að ungu fólki finnst það ekki fá næga kynfræðslu og að breyta megi áherslum hennar en þessar rannsóknir draga þó ekki sérstaklega fram skort á þekkingu varðandi smokkanotkun (Cense o.fl., 2020; Kolbrún Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020; McCormack, 2015). Í þessari rýnihóparannsókn komu fram neikvæð viðhorf til smokkanotkunar, það væri óþægilegt að nota þá og notkunin dragi úr ánægju kynlífsins. Eigindleg rannsókn Smith og félaga (2012) meðal ungra manna sýndi einnig fram á svipaða niðurstöðu varðandi minni ánægju af kynlífi við smokkanotkun. Önnur eigindleg rannsókn Davis og félaga (2014) meðal ungra karlmanna (21-35 ára) gaf góða lýsingu á því hvernig þeir fóru að því að sannfæra ungar konur um það að kynmök án smokka væru miklu betri og ánægjulegri. Slíkar aðferðir komu ekki fram í þessari rýnihóparannsókn. En rýnihóparannsóknin leiddi einnig í ljós að það voru til staðar ýmsir erfiðleikar við að nálgast smokkinn og þeir töldu smokkinn vera mjög dýran. Síðan þessi rannsókn fór fram þá hafa smokkasjálfsalar verið settir í alla framhaldsskóla. Var sú aðgerð á vegum Embættis landlæknis. Hefur hún væntanlega auðveldað ungum mönnum aðgengi að smokkum. Jafnframt er nú komin sjálfsafgreiðsla í stórmörkuðum. Annað sem ætti að vera einfalt að framkvæma er að foreldrar geri smokkinn aðgengilegan á sínum eigin heimilum og því þurfi ekki að reyna á erfið kaup á smokkum. Jafnframt telja ungu mennirnir að smokkar séu mjög dýrir en í viðræðum við þá kom fram að þeim fannst ekki dýrt ef hver smokkur kostaði 100 krónur. Það verð er hærra en raunverð smokka er til dæmis í Bónus þar sem stykkið er á 55-69 krónur. Í þessari rýnihóparannsókn kom einnig fram að sumir ungir karlmenn virtust eiga í erfiðleikum með að tjá sig við kynlífsfélaga um smokkanotkun. Það bendir til þess að þá skorti þjálfun í að tjá sig þegar á hólminn er komið. Í rannsókn McCormick (2015) kom fram að þeir sem voru í föstum samböndum áttu yfirleitt auðvelt með að ræða um smokkinn en oft reyndust þessar samræður erfiðari þegar um skyndikynni eða nýja kynlífsfélaga var að ræða. Í rannsókn Tschann og félaga (2010) meðal ungs fólks var greint frá mismunandi tjáningaleiðum til að nota smokkinn. Að ræða mögulega áhættu og koma skilaboðum skýrt áleiðis með eða án orða voru árangursríkar leiðir til smokkanotkunar. Hvetjandi þættir smokkanotkunar Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir ungu karlmenn sem virtust vera öruggari með sjálfan sig reyndust ekki vera í miklum vanda með smokkanotkun. Þeir virtust gera sér grein fyrir þeim mögulegu afleiðingum þess að nota ekki smokk, lýstu jákvæðum viðhorfum til smokkanotkunar og notkunin sjálf virtist ekki vefjast fyrir þeim. Fram komu þau viðhorf hjá ungum karlmönnum í Reykjavík að þeim fannst mikilvægara að koma í veg fyrir óráðgerða þungun en kynsjúkdóma. Þetta viðhorf til varnar þungun kom einnig fram í eigindlegum rannsóknum Breny og Lombardi (2017) og Smith og félaga (2012) meðal ungra karlmanna. Sýnt hefur verið fram á að sjálfstrú skipti miklu máli varðandi smokkanotkun og að kunna að beita samningaleiðum við smokkanotkun spáir hvað mest fyrir um smokkanotkunina (French og Holland, 2013). Þannig geti tjáskiptin verið lykillinn að öruggu kynlífi. Niðurstöður þessarar rýnihóparannsóknar benda til þess að ef ungir karlmenn hér á landi eigi að öðlast færni í að nota smokka markvisst þurfi að huga að mörgum þáttum. Leita þarf leiða við að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins með aukinni þekkingu og færni, til dæmis í tjáskiptum. Fjalla þarf um smokkinn frá upphafi notkunar og þar til hann er fjarlægður auk þess að hafa sýnikennslu í smokkanotkun. Fara þarf í þekkingarleg atriði um smokkinn (tegundir, þykkt, kostnað ...). Taka þarf fyrir neikvæð viðhorf og byggja upp jákvæðni til smokkanotkunar. Leiðrétta þarf þá mýtu að smokkar séu allt of dýrir. Hvetja þarf til þess að einstaklingurinn æfi sjálfur smokkanotkun. Jafnframt þarf að fara í alls kyns aðstæður sem geta komið upp og hvernig skuli vinna með þær. Fara þarf í fjölbreyttar æfingar til að byggja upp færni til að tjá sig við kynlífsfélaga á þægilegan hátt. Til að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks er að jafnaði lögð áhersla annars vegar á kynfræðslu og hins vegar kynheilbrigðisþjónustu. Í framkvæmdaráætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir Evrópu kemur fram að það eigi að efla notkun getnaðarvarna meðal ungs fólks með góðu aðgengi að þeim, dreifingu smokka og bjóða þeim gæðakynheilbrigðisþjónustu (WHO, 2016). Hins vegar stendur Ísland ekki nægilega vel þegar kemur að kynheilbrigðisþjónstu fyrir ungt fólk samanborið við önnur lönd sem náð hafa góðum árangri (Haldre o.fl., 2012). Stefnumótun hér á landi í kynheilbrigðismálum ungs fólks er nauðsynleg til að stuðla að kynheilbrigði þess (Sóley S. Bender, 2009, 2016a, 2016b). Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Helstu styrkleikar rannsóknarinnar felast í því að stjórnandi rýnihópaviðtalanna er reyndur rannsakandi með mikla þekkingu á viðfangsefninu og rýnihópaaðferð (Sóley S. Bender, 2013). Leitaði stjórnandinn margra leiða til að fá fram innihaldsríkar lýsingar og ólík sjónarmið þátttakenda. Í úrtakinu voru ungir karlmenn af höfuðborgarsvæðinu en einnig af landsbyggðinni (Casey og Krugerr, 1994). Stærð rýnihópanna (meðaltal 6 í hóp) var mjög góð að því leyti að auðveldar var að fá alla þátttakendur til að tjá sig um efnið (Dilorio o.fl.,1994). Við gagnagreiningu komu bæði aðalrannsakandi og nemendur að kóðun og flokkun tveggja viðtala til að útbúa greiningaramma (Carter o.fl., 2014). Helstu takmarkanir rýnihóparannsóknarinnar, eins og í öðrum slíkum rannsóknum, fólust í því að við gagnagreiningu reyndist stundum erfitt að greina orðaskil og því var möguleiki að missa af mikilvægu samhengi í orðræðunni. Eins er ekki unnt að alhæfa niðurstöður yfir á unga karlmenn almennt (Leung, 2015). Ályktanir Það er margt sem bendir til þess að sjálfsmynd (s.s. sjálfstrú og sjálfsvirðing) ungra karlmanna skipti miklu máli í tengslum við smokkanotkun. Það er því mjög mikilvægt að byggja upp sterka sjálfsmynd þeirra með fræðslu og færniþjálfun um smokkanotkun. Niðurstöður rannsóknarinnar kalla því á nauðsyn þess að mennta og þjálfa kennara og skólahjúkrunarfræðinga til að standa betur að fræðslu um smokka. Jafnframt er mikil þörf á því að styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu á sviði kynheilbrigðismála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.