Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 38
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 o.fl., 2013; Gonzalez Saenz de Tejada o.fl., 2014; Miao og Lin, 2018). Aðgerðin felur í sér meðhöndlun á helstu einkennum slitgtigtar sem eru erfiðleikar við hreyfingu og verkir en þau einkenni eru veigamikil í mælingum á heilsutengdum lífsgæðum. Aðrir þættir sem geta haft neikvæð áhrif á lífsgæði hjá sjúklingum eftir liðskipataðgerð er hærri aldur, hærri líkamsþyngdarstuðull, fjöldi undirliggjandi sjúkdóma og fylgikvillar eftir aðgerð (Neuprez o.fl., 2020). Ýmis önnur einkenni geta verið til staðar hjá liðagigtar- sjúklingum en þau sem að ofan greinir, sem jafnvel þróast út frá eða tengjast megineinkennunum og þar má nefna svefnleysi, lystarleysi, þreytu og meltingartruflanir (Pickering o.fl., 2016; Sveinsdóttir o.fl., 2020). Öll þessi einkenni skerða hæfni fólks til starfa og geta valdið atvinnumissi, örorku eða ótímabærri töku lífeyris (Tilbury, 2014; Larsen o.fl., 2010). Þessir þættir skerða jafnframt lífsgæði en eitt af meginmarkmiðum liðskiptaaðgerðar er að koma sjúklingnum aftur til vinnu sem er mikilvægur mælikvarði á lífsgæði einstaklingsins eftir aðgerðina og iðulega notað til að meta árangur hennar (Tilbury o.fl., 2014). Flýtibatameðferð hjá sjúklingum sem fara í liðskiptaaðgerð hófst á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) árið 2016. Markmið flýtibatameðferðar er að fækka fylgikvillum, fækka legudögum, minnka kostnað og flýta bata (Deng o.fl., 2018). Meðferðin felur í sér aukinn undirbúning og fræðslu fyrir aðgerð, meira eftirlit eftir aðgerð en áður tíðkaðist, auk ákveðnar breytinga í meðferð sem ekki verða raktar hér (Didden o.fl., 2019; Zhu o.fl., 2017). Rannsóknir sýna að dánartíðni hefur lækkað og dregið hefur úr fjölda fylgikvilla samfara notkun flýtibatameðferðar við liðskiptaaðgerðir á neðri útlimum ásamt því að legudögum fækkar úr fáeinum vikum í einn eða örfáa sólarhringa (Deng o.fl., 2018; Zhu o.fl., 2017). Vöntun er á rannsóknum á heilsutengdum lífsgæðum liðskiptasjúklinga og hvaða þættir það eru sem spá fyrir um lífsgæði eftir mjaðmaskiptaaðgerð. Tvær íslenskar rannsóknir fundust þar sem lífsgæði liðskiptasjúklinga (hné eða mjöðm) voru rannsökuð. Önnur rannsóknin (Árún K. Sigurðardóttir o.fl., 2013), notaðist við mælitækið EQ-5D á þrem tímapunktum, fyrir aðgerð, við útskrift og sex til sjö mánuðum síðar. Niðurstöður sýndu að lífsgæðin jukust frá fyrstu til síðustu mælingar. Í hinni rannsókninni (Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2020) voru lífsgæði sjúklinga mæld eftir liðskipti á hné með SF-36v2 á sjúkrahúsi eftir aðgerð, sex vikum og sex mánuðum síðar og jukust lífsgæðin marktækt frá fyrstu mælingu til þeirrar síðustu. Þessi rannsókn hófst í upphafi árs 2016 á sama tíma og flýtibatameðferð var innleidd hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa lífsgæðum sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm á þremur tímapunktum: á sjúkrahúsinu daginn eftir aðgerð (T1), sex vikum (T2) og sex mánuðum (T3) eftir útskrift, með það að markmiði að greina hvaða einkenni og bakgrunnsþættir hafa forspárgildi við lífsgæði sjúklinganna sex vikum og sex mánuðum eftir aðgerð. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem skoðaði m.a. lífsgæði allra sjúklinga sem fóru í valdar skurðaðgerðir á þessu tímabili. Rannsóknarsnið/þátttakendur/úrtak Þýði þessarar framsýnu, lýsandi ferilrannsóknar voru allir sjúklingar sem fóru í valkvæða liðskiptaaðgerð á mjöðm á Landspítala og SAk frá 15. janúar til 15. júlí 2016. Notað var samfellt úrtak sem felur í sér að öllum sjúklingum, sem tilheyra þýðinu og uppfylla skilyrði rannsóknarinnar, var boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttökuskilyrðin voru að sjúklingar væru 18 ára eða eldri, töluðu og skrifuðu íslensku, gistu yfir nótt á sjúkrahúsinu, útskrifuðust heim, væru heima sex vikum og sex mánuðum eftir aðgerð og að hjúkrunarfræðingur, byggt á eigin klínísku mati, teldi þá hæfa til þátttöku í rannsókninni út frá líkamlegu og andlegu ástandi. Mælitæki Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm er háð breytu rannsóknarinnar og til að mæla lífsgæðin var notast við spurningalistann The Short Form Health Survey (SF-36v2). SF-36v2 mælir almenna heilsu með 35 spurningum (svarmöguleikar eru annars vegar já eða nei og hins vegar sex stiga kvarða (e. ordinal rating scale)) sem skiptast í átta þætti sem tengjast sjálfmetnum heilsutengdum lífsgæðum. Fjórir þáttanna mynda flokkana Líkamlegt heilsufar og aðrir fjórir Andlegt heilsufar. Stig hvers flokks og þátta eru frá 0-100. Í töflu 1 er þáttunum lýst, hvað fleiri stig og færri stig gefa til kynna innan hvers þáttar og dæmi gefin um spurningar og svör. Spurningalistinn var lagður fyrir á öllum tímapunktum. Réttmæti og áreiðanleiki mælitæksisins hefur mælst gott í úrtökum bæði heilbrigðra og sjúkra (Ware og Gandek, 1998; Eiríksdóttir, 2011; Maruish, 2011; Sveinsdóttir, 2018). Í þessari rannsókn var Cronbach‘s α frá 0,70 til 0,93 fyrir þættina átta. SF-36v2 var þýtt úr ensku á íslensku og bakþýtt, samkvæmt staðli IQOLA (International Quality of Life Assessment) (Rannveig J. Jónasdóttir, 2008). Aðrar breytur (óháðar breytur), sem voru metnar til að lýsa aðstæðum þessa sjúklingahóps, voru (a) einkenni (hægðatregða, erfiðleikar í kynlífi, erfiðleikar við hreyfingu, úthaldsleysi, þreyta, svefnleysi og mæði) síðustu sjö daga á T2 og T3 (fyrir innlögn á T1), mæld frá 0 (einkenni hafa ekki valdið vanlíðan) til 5 (valdið mjög mikilli vanlíðan); (b) verkir síðasta sólarhring (já/nei), (c) aðrir sjúkdómar (já/nei), (d) hæð og þyngd sem notað var til að reikna líkamsþyngdarstuðul og (e) bakgrunnur: aldur, kyn, hjúskaparstaða (einhleyp/gift/í sambúð/fráskilin/ekkja-ekkill), lengd dvalar á biðlista (já/ nei), lengd sjúkrahúsdvalar (dagar), hversu vel hefðu náð sér eftir aðgerðina (mjög vel/vel/sæmilega/illa/mjög illa) og hvort væru byrjuð að vinna (já/nei/á ekki við). Spurt var um allar breytur á öllum tímapunktum utan bakgrunnsbreyta, sem spurt var um á T1, og spurt var um hvort væru byrjuð að vinna og hversu vel hefðu náð sér á T2 og T3. Framkvæmd og gagnasöfnun Gagnasöfnun fór fram á sjúkrahúsinu daginn eftir aðgerð (T1), sex vikum (T2) og sex mánuðum (T3) eftir útskrift. Við innritun á sjúkrahúsið kynnti hjúkrunarfræðingur á deild rannsóknina fyrir sjúklingi og fékk leyfi fyrir því að rannsóknarhjúkrunarfræðingur hefði samband við hann á deildinni. Rannsóknin var útskýrð fyrir þeim sem samþykktu, á degi eitt eftir aðgerð og þátttakandinn fékk spurningalista sem AÐFERÐ Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.