Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 62
62 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Viðhorf til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi Þakkir fá þátttakendur rannsóknarinnar og allir þeir sem á einhvern hátt aðstoðuðu við framkvæmd hennar. Rannsóknin hlaut styrk úr B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. ÞAKKIR það verið vísbending um lítinn áhuga á viðfangsefninu og mögulega voru þeir sem hafa sterkar skoðanir á því líklegri til að skila inn svörum. Einnig er líklegt að tímasetning gagnasöfnunar hafi haft mikil áhrif á svörun, en mikið álag var á þessar starfsstéttir hér á landi vegna COVID-19 heimsfaraldursins þegar gagnaöflun fór fram. Þá var kynjaskipting ójöfn bæði innan og milli starfsstétta, en sökum smæðar hópanna var ekki mögulegt að rannsaka hvort kyn hafði áhrif á niðurstöður. Þrátt fyrir ofangreint, gefa niðurstöðurnar ákveðnar vísbendingar og tækifæri til að huga að stefnumótun í svæfingaþjónustu hér á landi. Framtíðarsýn og ályktanir Störf svæfingahjúkrunarfræðinga og svæfingalækna skarast á margan hátt, samvinna er mikil og mörkin eru ekki alltaf skýr (Aagaard o.fl., 2017). Það kom því ekki verulega á óvart að hátt hlutfall þátttakenda í þessari rannsókn taldi að hlutverk og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga væru ekki vel skilgreind. Óljós hlutverk og starfssvið geta verið undirrót starfstengdra átaka og valdið streitu (Aagaard o.fl., 2017; Alves, 2005; Jameson, 2003) sem er alvarlegt vandamál hjá ungum hjúkrunarfræðingum á Íslandi (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020). Mögulega er ábyrgðarsvið í svæfingaþjónustu einnig mikilvægur þáttur sem skoða þarf betur, því mikil skörun starfssviða leiðir til þess að mörk hjúkrunar- og læknismeðferða verða óskýrari. Er hjúkrunarmeðferð öll meðferð sem hjúkrunarfræðingur veitir? Er ísetning barkarennu hjúkrunarmeðferð ef hún er framkvæmd af hjúkrunarfræðingi? Í ljósi þess að þátttakendur voru allir sammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar bæru ábyrgð á þeirri hjúkrunarmeðferð sem þeir veita, verður að ríkja sameiginlegur skilningur á því hvernig störf og veittar meðferðir eru skilgreindar. Misjöfn sýn fagstéttanna til ráðandi valds og óljóst hlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga gefur til kynna þörf fyrir sameiginlega stefnumótunarvinnu fagfélaganna. Rannsóknin sýndi að jákvæð viðhorf ríkja til faglegrar samvinnu og er það mikilvægur grunnur. Við teljum að menntun og hæfni svæfingahjúkrunarfræðinga hér á landi geri þá vel í stakk búna til að takast á við krefjandi verkefni og aukinni ábyrgð getur fylgt meiri starfsánægja (Neft o.fl., 2013). Það gæti því haft margvísleg jákvæð áhrif, svo sem aukið skilvirkni þjónustu og nýtingu mannauðs, ef starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga væri betur skilgreint út frá hæfniviðmiðum og gæðastöðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.