Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 25
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 25 Könnunin á meðal almennings samanstóð af 13 spurningum, en könnun til félagsmanna Fíh innihélt 20 spurningar. Spurningarnar voru unnar af meðlimum verkefnahópsins í samvinnu við Maskínu. Í báðum könnunum voru lokaðar spurningar, spurningar með 5 punkta Likert-kvarða, fjölvalsspurningar og opnar spurningar sem veitti svarendum möguleika á að svara með eigin orðum. Almenningur jákvæður í garð hjúkrunarfræðinga Almenningur gaf til kynna mjög jákvætt viðhorf til hjúkrunarfræðinga eða 91% svarenda sem er gríðarlegt mikilvægt í ljósi þess að hjúkrunarfræðingar starfa á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Á sama tíma hefur almenningur miklar áhyggjur af skorti hjúkrunarfræðinga til starfa eða um 2/3 svarenda. Þegar almenningur var spurður út í undirliggjandi ástæður fyrir skorti hjúkrunarfræðinga kom í ljós að mönnunarvandi var þar í fyrsta sæti og síðan álag í starfi, léleg þjónusta og mikilvægi hjúkrunarfræðinga í starfi. Ljóst er að viðhorf almennings til hjúkrunarfræðinga er mjög jákvætt en á sama tíma hefur almenningur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum sem er þekkt vandamál hér á landi eins og skýrslan, Mönnun hjúkrunarfræðinga, sem kom út árið 2020 sýnir fram á4. Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er forsenda þess að hægt sé að veita örugga og skilvirka heilbrigðisþjónustu og því afar mikilvægt að tryggja næga mönnun þeirra sem fellur að þörfum heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Kyn hjúkrunarfræðings skiptir ekki máli Almenningur hefur almennt mjög jákvætt viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga og 92% svarenda sögðu að kyn hjúkrunarfræðings skiptir ekki máli þegar þeir fá þjónustu hjúkrunarfræðings. Þegar rýnt var í aldursbil svarenda kom fram að 13,4 % á aldursbilinu 40-49 ára og 16,9% 60 ára og eldri vildu fremur kvenskyns hjúkrunarfræðinga en karlkyns. En á aldursbilinu 18-39 ára skipti kyn hjúkrunarfræðings nær engu máli. Sömuleiðis telur almenningur að sömu eiginleikar einkenni karlkyns og kvenkyns hjúkrunarfræðinga þ.e. gott viðmót, góðmennska, umhyggja og aðrir jákvæðir persónueiginleikar. Út frá svörum í sömu spurningu Tafla 1. Úrtak og svörun Upphaflegt úrtak 3.655 Vantaði netfang 82 Endanlegt úrtak 3.171 Neita að svara 191 Næst ekki í 1.622 Fjöldi svarenda 1.358 Svarhlutfall 42,80% Tafla 2. Helstu ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum á Íslandi Mönnunarvandi 26,2% Álag 13,4% Léleg þjónusta 10,7% Mikilvægi hjúkrunarfræðinga 10,8% Laun 10,1% Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.