Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 47
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 47 Íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir erfiðri stöðu vegna efnahagskreppunnar sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022 kemur fram að opinber fjármál hafi mótast af efnahagslegum áhrifum faraldursins „sem drifið hafa áfram 520 ma.kr. samanlagðan halla á rekstri ríkissjóðs árin 2022 og 2021“ (Frumvarp til fjárlaga, 2022,102). Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun (júní 2021) var atvinnuleysi í janúar 2021 11,6%, sem er hærra en fylgdi efnahagskreppunni 2008, en þá fór það hæst í 9,8% í júní 2009 (Hagstofa Íslands, e.d.b). Atvinnuleysið var komið niður í 5,5% í júní 2021, mest vegna tímabundinna átaksverkefna stjórnvalda og aukins ferðamannastraums til landsins. Atvinnuleysið var 5,8% í október það ár (Hagstofa Íslands, 2021). Á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var haldin 1. október 2020 kom fram að fjárhagsleg áhrif COVID-19 faraldursins á sveitar- félögin hafi í för með sér að þau stefndu í 33,2 milljörðum króna lakari afkomu árið 2020 en árið áður (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2020). Á tímum sem þessum er algengt að fyrirtæki og stofnanir reyni að draga úr útgjöldum vegna starfsmannahalds, ýmist með beinum uppsögnum starfsfólks, með því að ráða ekki í störf þeirra sem hætta, eða með því að hvetja fólk til að hætta stöfum fyrr en ella með því t.d. að fara á eftirlaun (Gandolfi, 2008; Greenhalgh og Rosenblatt, 2010; Östhus og Mastekaasa, 2010). Þetta getur skapað óöryggi og álag, ekki bara fyrir starfsfólk sem missir vinnuna heldur einnig þau sem halda störfum (Sigursteinsdóttir og Rafnsdóttir, 2015; Snorradóttir o.fl., 2013; Snorradóttir o.fl., 2015). Í nýbirtri rannsókn um líðan starfsfólks íslenskra sveitarfélaga í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 kemur fram að starfsfólk í menntunar- og umönnunargeiranum upplifði aukið vinnutengt ofbeldi og hótanir í kjölfar kreppunnar (Sigursteinsdóttir o.fl., 2020a). Sömu gögn sýna einnig aukið vinnutengt einelti og áreitni (Sigursteinsdóttir o.fl., 2020). Slæmt efnahagsástand og versnandi félags- og efnahagsleg staða einstaklinga og fjölskyldna getur þó ekki einungis haft áhrif á samskipti á vinnustöðum, heldur einnig aukið vanlíðan starfsfólks og jafnvel veikindi. Í grein frá árinu 2009 bentu Marmot og Bell á að efnahagskreppan sem þá reið yfir Vesturlönd væri líkleg til að hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks, ekki síður en efnahag. Sú varð raunin hér á landi (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir, 2019; Sigursteinsdóttir og Rafnsdóttir, 2015; Snorradóttir o.fl., 2015) og erlendis (Karanikolos o.fl., 2016; Odone o.fl., 2018). Í safngrein sem Parmar o.fl. (2016) birtu um rannsóknir á áhrifum efnahagskreppunnar 2008 á heilsufar í Evrópu og náði til 41 greinar sem birtist á árunum 2008-2015 kemur fram að rannsóknarniðurstöðurnar séu býsna mismunandi. Hvatt er til varkárni í ályktunum byggt á fyrirliggjandi rannsóknum um tengsl efnahagskreppa og líðanar og hvatt til frekari rannsókna. Engu að síður virðast vísbendingar, skv. greinarhöfundum, helst vera um neikvæð áhrif efnahagskreppunnar 2008 á andlega líðan einstaklinga og sjálfsvíg. Fleiri erlendir vísindamenn en Parmar o.fl. (2016) hafa kallað eftir frekari rannsóknum á þessu sviði. Til dæmis benda Archibald (2009) og Carter o.fl. (2013) á mikilvægi þess að rannsaka veikindafjarvistir og líðan þeirra sem halda vinnunni í kjölfar efnahagskreppa, því athyglinni INNGANGUR GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR prófessor Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands HJÖRDÍS SIGURSTEINSDÓTTIR dósent Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri Veikindi og veikinda- fjarvistir starfsfólks í umönnunarstörfum hjá sveitarfélögum. Hvað getum við lært af bankahruninu 2008? Ritrýnd grein | Peer review Höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.