Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 58
58 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 svæfingaáhættuflokki I og II en svæfingalæknir er þó alltaf tiltækur ef á þarf að halda (Norsk anesthesiologisk forening, 2016). Gæðastaðlar í Svíþjóð eru að mörgu leyti sambærilegir, en sjálfstæði svæfingahjúkrunarfræðinga jafnvel enn meira en í Noregi (Riksföreningen för Anestesi och Intensivvård, 2008). Á Íslandi er hins vegar nánast alltaf svæfingalæknir hjá sjúklingi við innleiðslu svæfingar og þegar hann er vakinn. Starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga virðist því að einhverju marki þrengra hér á landi en í nágrannalöndunum. Gæðastaðlar, hæfniviðmið eða ítarlegar starfslýsingar eru ekki til fyrir svæfingahjúkrunarfræðinga á Íslandi. Í þeim tilgangi að styrkja stöðu svæfingahjúkrunar og efla svæfingaþjónustu á Íslandi var markmið rannsóknarinnar að greina þau viðhorf sem ríkja til faglegrar samvinnu, hlutverka og ábyrgðar hjá svæfingalæknum og svæfinga- hjúkrunarfræðingum á Íslandi. Rannsóknin var lýsandi samanburðarrannsókn á viðhorfum tveggja fagstétta. Þýði hennar voru meðlimir í fagfélagi svæfingahjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (N = 115) og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands (N = 53) í janúar 2020. Rannsóknin var kynnt fyrir stjórnum félaganna, sem afhentu netfangalista meðlima sinna. Gögnum var safnað í mars og apríl 2020 og sá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um þann þátt rannsóknarinnar. Þátttakendum var sendur tölvupóstur með kynningarbréfi og vefslóð á vefkönnun (www. sogosurvey.com) ásamt boði um þátttöku í rannsókninni. Sendir voru þrír áminningartölvupóstar á tímabilinu. Þátttakendum var gerð grein fyrir því að þeim bæri ekki skylda til að svara spurningalistanum. Þeim væri frjálst að hætta svörun án útskýringa á öllum stigum og að svörun spurningalistans teldist ígildi upplýsts samþykkis. Niðurstöður voru afhentar rannsakendum á ópersónugreinanlegu formi. Ekki reyndist þörf á leyfi frá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd vegna framkvæmdar rannsóknarinnar. Mælitæki Jefferson-mælitækið um viðhorf til samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga (e. Jefferson Scale of Attitudes Toward Physician – Nurse Collaboration) var notað. Heildarspurningalistinn innihélt að auki eina fullyrðingu þar sem þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til fullyrðingarinnar: ,,Hlutverk og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga er vel skilgreint og skýrt“. Jefferson-mælitækið var upphaflega hannað til að meta viðhorf til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra (Hojat og Herman, 1985). Byggt á kenningum um árangursríka samvinnu var það síðar þróað til að meta viðhorf lækna og hjúkrunarfræðinga til samvinnu (Hojat o.fl., 1999). Það hefur verið notað í rannsóknum víða um heim undanfarna tvo áratugi, þýtt á átta tungumál og aðlagað að ýmsum heilbrigðisstéttum (Jones o.fl., 2013; Park o.fl., 2014; Ward o.fl., 2008). Fyrri rannsóknir hafa mælt innri áreiðanleika mælitækisins með alfastuðli (e. Chronbach´s alpha) og AÐFERÐ Viðhorf til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi fengið niðurstöður á bilinu 0,70 til 0,93. Þetta bendir til þess að innra samræmi og áreiðanleiki mælitækisins sé að minnsta kosti í meðallagi og að næmni til að mæla mun á viðhorfum lækna og hjúkrunarfræðinga til faglegrar samvinnu sé til staðar (Dougherty og Larson, 2005; House og Havens, 2017; Jones o.fl., 2013; Ward o.fl., 2008). Mælitækið samanstendur af 15 fullyrðingum sem þátttakandi tekur afstöðu til á fjögurra stiga Likert kvarða (1 = mjög ósammála, 2 = frekar ósammála, 3 = frekar sammála, 4 = mjög sammála). Mögulegur heildarfjöldi stiga er á bilinu 15-60 og benda fleiri heildarstig til jákvæðara viðhorfs til samvinnu. Höfundar mælitækisins notuðu sambland af huglægu og hlutlægu mati til þess að ákvarða hvaða fullyrðingar teldust til jákvæðra eða neikvæðra viðhorfa. Fullyrðingarnar skiptast niður í fjögur meginþemu; sameiginleg menntun og samskipti í starfi (sjö fullyrðingar), sem metur viðhorf til sameiginlegrar menntunar og þjálfunar í samvinnu og teymisvinnu; umönnun eða lækning (þrjár fullyrðingar), sem metur viðhorf til þess að svæfingahjúkrunarfræðingar sinni sálrænum þörfum sjúklinga og sjúklingafræðslu; sjálfstæði svæfingahjúkrunarfræðings (þrjár fullyrðingar), sem metur viðhorf til þess að svæfinga- hjúkrunarfræðingar taki þátt í ákvörðunum varðandi meðferð skjólstæðinga og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu; og að síðustu vald læknis (tvær fullyrðingar), sem metur viðhorf til þess að læknar eigi að fara með ráðandi vald í heilbrigðisþjónustu. Þar sem báðar fullyrðingar þessa síðasta þema eru neikvætt orðaðar gagnvart samvinnu, þ.e. „mjög sammála“ bendir til mjög neikvæðs viðhorfs, er stigagjöf fyrir þær snúið við til að gæta samræmis, samkvæmt leiðbeiningum höfunda mælitækisins. Því benda fleiri stig til jákvæðara viðhorfs til samvinnu og höfnunar á því að læknar eigi að fara með ráðandi vald (Hojat o.fl., 1999). Leyfi var fengið frá höfundi mælitækis til þýðingar þess yfir á íslensku og aðlögunar að þýði rannsóknarinnar. Til að byrja með þýddu þrír heilbrigðisstarfsmenn mælitækið úr ensku yfir á íslensku, hver í sínu lagi. Rannsakendur fóru svo yfir þýðingarnar og komu sér saman um eina útgáfu. Mælitækið var aðlagað að notkun í svæfingaþjónustu á sama hátt og í fyrri sambærlegum rannsóknum (Jones og Fitzpatrick, 2009; Taylor, 2009) og var orðið ,,svæfingahjúkrunarfræðingur“ notað í stað ,,hjúkrunarfræðingur“ og orðið ,,svæfingalæknir“ í stað ,,læknir“ þar sem við átti. Einnig var fullyrðing varðandi ákvörðun um útskrift af sjúkrahúsi aðlöguð og vísað til útskriftar af vöknunardeild. Til að viðhalda áreiðanleika og réttmæti mælitækisins var notast við vitræna viðtalstækni (Beatty og Willis, 2007). Næsta skref í þýðingarferlinu var því að leggja mælitækið fyrir aðra þrjá heilbrigðisstarfsmenn og voru tekin viðtöl við þá í kjölfarið til að meta skilning þeirra á fullyrðingunum. Ábendingar sem komu fram í viðtölunum voru yfirfarnar af rannsakendum og smávægilegar breytingar gerðar á orðalagi. Í samráði við eiganda mælitækisins var lokaútgáfan borin saman við upprunalegu útgáfu mælitækisins af fjórum heilbrigðisstarfsmönnum og einum fræðimanni með reynslu af þýðingu mælitækja. Ein lagfæring á orðalagi var gerð og íslenska þýðingin samþykkt af þeim í kjölfarið. Greining gagna Við tölfræðiúrvinnslu voru notuð forritin Excel og RStudio, útgáfa 1.3.959. Gögn voru sett fram sem fjöldi, hlutföll,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.