Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 60
60 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Viðhorf til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi Sameiginleg menntun og samskipti í starfi Nærri helmingur heildarstiga var í þessu þema sem inniheldur sjö fullyrðingar. Í töflu 3 sést að viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga til fjögurra spurninga voru marktækt jákvæðari en viðhorf svæfingalækna. Allir í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga og 89,5% svæfingalækna voru sammála um að líta ætti á svæfingahjúkrunarfræðinga sem samstarfsmenn svæfingalækna frekar en aðstoðarmenn. Þátttakendur voru nær allir (97,7%) sammála um að þjálfun í teymisvinnu ætti að vera hluti af námi þeirra til að þeir fái aukinn skilning á hlutverkum hvers annars. Flestir þátttakendur (89,8%) voru sammála um að ábyrgð þessara starfsstétta skarist á mörgum sviðum. Nokkuð lægra hlutfall svæfingahjúkrunarfræðinga (58,4%) en svæfingalækna (68,4%) var sammála um að svæfingalæknar og svæfinga- hjúkrunarfræðingar ættu að koma að ákvörðunum varðandi útskrift sjúklinga af vöknunardeild. Um 38,9% svæfingalækna og 22,4% svæfingahjúkrunarfræðinga voru ósammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að bera Tafla 3. Meðalstigafjöldi hópanna fyrir hverja fullyrðingu mælitækisins Svæfingahjúkrunarfræðingar n = 61 Svæfingalæknar n = 19 M ± sf M ± sf p-gildi Sameiginleg menntun og samskipti í starfi Líta ætti á svæfingahjúkrunarfræðing sem samstarfsmann svæfingalæknis frekar en aðstoðarmann. 4,0 ± 0,1 3,6 ± 0,7 0,038 Þjálfun í teymisvinnu ætti að vera hluti af námi svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga til að þeir fái betri skilning á hlutverkum hvers annars. 4,0 ± 0,3 3,7 ± 0,6 0,165 Ábyrgð svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga skarast á mörgum sviðum. 3,5 ± 0,7 3,3 ± 0,7 0,431 Svæfingalæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að koma að ákvörðunum varðandi útskrift sjúklinga af vöknunardeild. 2,8 ± 0,8 3,0 ± 0,9 0,343 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu einnig að bera ábyrgð á að meta áhrif læknismeðferðar. 3,1 ± 0,9 2,6 ± 0,9 0,036 Svæfingalæknar ættu að fá fræðslu um leiðir til að koma á árangursríkri samvinnu við svæfingahjúkrunarfræðinga. 3,6 ± 0,70 3,1 ± 0,6 0,008 Faglegt samband svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga ætti að vera hluti af námi beggja starfsstétta. 3,7 ± 0,6 3,3 ± 0,8 0,068 Umönnun eða lækning Svæfingahjúkrunarfræðingar eru færir um að meta og bregðast við sálrænum þörfum sjúklinga. 4,0 ± 0,3 3,4 ± 0,5 < 0,001 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótun sem varðar starfsaðstæður þeirra. 4,0 ± 0,2 3,6 ± 0,6 0,013 Svæfingahjúkrunarfræðingar hafa sérþekkingu á sjúklingafræðslu og sálrænni ráðgjöf. 3,0 ± 0,7 2,7 ± 0,7 0,008 Sjálfstæði svæfingahjúkrunarfræðings Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að bera ábyrgð (gagnvart sjúklingi) á þeirri hjúkrunarmeðferð sem þeir veita. 3,92 ± 0,3 3,7 ± 0,5 0,055 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum er varðar þá stoðþjónustu sem þeir treysta á, í starfi sínu. 3,65 ± 0,6 3,4 ± 0,6 0,119 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að ganga úr skugga um að fyrirmæli svæfingalæknis séu rétt, ef þeir telja að framkvæmd þeirra gæti skaðað sjúkling. 3,87 ± 0,3 3,7 ± 0,5 0,261 Vald læknis Læknar ættu að hafa ráðandi vald í öllum heilbrigðismálum.* 3,51 ± 0,6 2,2 ± 0,9 < 0,001 Meginhlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga er að framfylgja fyrirmælum svæfingalækna.* 3,04 ± 0,8 2,2 ± 0,7 < 0,001 *Stigagjöf er snúið við í þessum fullyrðingum og benda því fleiri stig til jákvæðara viðhorfs til samvinnu og höfnunar á því að læknar eigi að fara með ráðandi vald. ábyrgð á að meta áhrif læknismeðferðar. Stór hluti (90,2%) þátttakenda var sammála um að svæfingalæknar ættu að fá fræðslu um leiðir til að koma á árangursríkri samvinnu við svæfingahjúkrunarfræðinga. Álíka hátt hlutfall (90,6%) var sammála um að faglegt samband svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga ætti að vera hluti af námi beggja stétta. Umönnun eða lækning Viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga reyndust jákvæðari en viðhorf svæfingalækna til allra fullyrðinga í þessu þema (tafla 3). Allir þátttakendur voru sammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar væru færir um að meta og bregðast við sálrænum þörfum sjúklinga. Þátttakendur voru sammála (98,9%) um að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótun sem varðar starfsaðstæður þeirra. Þá voru 83,6% svæfingahjúkrunarfræðinga sammála um að þeir hefðu sérþekkingu á sjúklingafræðslu og sálrænni ráðgjöf, en rúmlega 55,6% svæfingalækna sammála þeirri fullyrðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.