Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 60
60 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Viðhorf til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi Sameiginleg menntun og samskipti í starfi Nærri helmingur heildarstiga var í þessu þema sem inniheldur sjö fullyrðingar. Í töflu 3 sést að viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga til fjögurra spurninga voru marktækt jákvæðari en viðhorf svæfingalækna. Allir í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga og 89,5% svæfingalækna voru sammála um að líta ætti á svæfingahjúkrunarfræðinga sem samstarfsmenn svæfingalækna frekar en aðstoðarmenn. Þátttakendur voru nær allir (97,7%) sammála um að þjálfun í teymisvinnu ætti að vera hluti af námi þeirra til að þeir fái aukinn skilning á hlutverkum hvers annars. Flestir þátttakendur (89,8%) voru sammála um að ábyrgð þessara starfsstétta skarist á mörgum sviðum. Nokkuð lægra hlutfall svæfingahjúkrunarfræðinga (58,4%) en svæfingalækna (68,4%) var sammála um að svæfingalæknar og svæfinga- hjúkrunarfræðingar ættu að koma að ákvörðunum varðandi útskrift sjúklinga af vöknunardeild. Um 38,9% svæfingalækna og 22,4% svæfingahjúkrunarfræðinga voru ósammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að bera Tafla 3. Meðalstigafjöldi hópanna fyrir hverja fullyrðingu mælitækisins Svæfingahjúkrunarfræðingar n = 61 Svæfingalæknar n = 19 M ± sf M ± sf p-gildi Sameiginleg menntun og samskipti í starfi Líta ætti á svæfingahjúkrunarfræðing sem samstarfsmann svæfingalæknis frekar en aðstoðarmann. 4,0 ± 0,1 3,6 ± 0,7 0,038 Þjálfun í teymisvinnu ætti að vera hluti af námi svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga til að þeir fái betri skilning á hlutverkum hvers annars. 4,0 ± 0,3 3,7 ± 0,6 0,165 Ábyrgð svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga skarast á mörgum sviðum. 3,5 ± 0,7 3,3 ± 0,7 0,431 Svæfingalæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að koma að ákvörðunum varðandi útskrift sjúklinga af vöknunardeild. 2,8 ± 0,8 3,0 ± 0,9 0,343 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu einnig að bera ábyrgð á að meta áhrif læknismeðferðar. 3,1 ± 0,9 2,6 ± 0,9 0,036 Svæfingalæknar ættu að fá fræðslu um leiðir til að koma á árangursríkri samvinnu við svæfingahjúkrunarfræðinga. 3,6 ± 0,70 3,1 ± 0,6 0,008 Faglegt samband svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga ætti að vera hluti af námi beggja starfsstétta. 3,7 ± 0,6 3,3 ± 0,8 0,068 Umönnun eða lækning Svæfingahjúkrunarfræðingar eru færir um að meta og bregðast við sálrænum þörfum sjúklinga. 4,0 ± 0,3 3,4 ± 0,5 < 0,001 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótun sem varðar starfsaðstæður þeirra. 4,0 ± 0,2 3,6 ± 0,6 0,013 Svæfingahjúkrunarfræðingar hafa sérþekkingu á sjúklingafræðslu og sálrænni ráðgjöf. 3,0 ± 0,7 2,7 ± 0,7 0,008 Sjálfstæði svæfingahjúkrunarfræðings Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að bera ábyrgð (gagnvart sjúklingi) á þeirri hjúkrunarmeðferð sem þeir veita. 3,92 ± 0,3 3,7 ± 0,5 0,055 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum er varðar þá stoðþjónustu sem þeir treysta á, í starfi sínu. 3,65 ± 0,6 3,4 ± 0,6 0,119 Svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að ganga úr skugga um að fyrirmæli svæfingalæknis séu rétt, ef þeir telja að framkvæmd þeirra gæti skaðað sjúkling. 3,87 ± 0,3 3,7 ± 0,5 0,261 Vald læknis Læknar ættu að hafa ráðandi vald í öllum heilbrigðismálum.* 3,51 ± 0,6 2,2 ± 0,9 < 0,001 Meginhlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga er að framfylgja fyrirmælum svæfingalækna.* 3,04 ± 0,8 2,2 ± 0,7 < 0,001 *Stigagjöf er snúið við í þessum fullyrðingum og benda því fleiri stig til jákvæðara viðhorfs til samvinnu og höfnunar á því að læknar eigi að fara með ráðandi vald. ábyrgð á að meta áhrif læknismeðferðar. Stór hluti (90,2%) þátttakenda var sammála um að svæfingalæknar ættu að fá fræðslu um leiðir til að koma á árangursríkri samvinnu við svæfingahjúkrunarfræðinga. Álíka hátt hlutfall (90,6%) var sammála um að faglegt samband svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga ætti að vera hluti af námi beggja stétta. Umönnun eða lækning Viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga reyndust jákvæðari en viðhorf svæfingalækna til allra fullyrðinga í þessu þema (tafla 3). Allir þátttakendur voru sammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar væru færir um að meta og bregðast við sálrænum þörfum sjúklinga. Þátttakendur voru sammála (98,9%) um að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótun sem varðar starfsaðstæður þeirra. Þá voru 83,6% svæfingahjúkrunarfræðinga sammála um að þeir hefðu sérþekkingu á sjúklingafræðslu og sálrænni ráðgjöf, en rúmlega 55,6% svæfingalækna sammála þeirri fullyrðingu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.